Fylkir


Fylkir - 17.04.1984, Blaðsíða 4

Fylkir - 17.04.1984, Blaðsíða 4
4 FYLKIR UR VERINU Gæftarieysi og lélegt fiskirí hefur verið síðustu daga og viku. Það verður því lítið bitastætt í Verinu í þessu blaði. Vonandi að úr rætist svo við getum flutt ykkur fiskifréttir í næsta blaði. Ferlimál fatlaðra Á fundi bæjarstjórnar s.l. fimmtudag komu málefni fatlaðra þó nokkuð til umræðu. Umræða sú skapaðist vegna bréfs frá Félagsmálaráðu- neytinu, þar sem því er beint til sveitarstjórna að skipuð verði samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra í sveitarfélaginu. Er gert ráð fyrir, að gerð verði úttekt á nauðsynlegum endurbótum á opinberum byggingum og öðrum mann- virkjum í sveitarfélaginu með það í huga að gera þau aðgengi- leg fyrir fatlaða. Einnig er gert ráð fyrir því, að fylgst verði með því að við hönnun og byggingu nývirkja sé ákvæðum skipulags- og byggingarlaga hvað varðar fatlaða fylgt. Þá er gert ráð fyrir því, að komið sé á framfæri upplýs- ingum og ráðgjöf varðandi ferlimál fatlaðra. Einnig er gert ráð fyrir að fylgst sé með og gerðar tillögur um úrbætur á vinnustöðum með tilliti til þarfa fatlaðra. Á bæjarstjórnarfundinum s.l. fimmtudag urðu miklar um- ræður um þessi mál. Allir voru sammála um að nauðsynlegt væri fyrir bæjaryfirvöld að sinna þessum málum betur en gert hefur verið. Aftur á móti voru skiptar skoðanir um það hvernig á þessum málurn væri best haldið. Vinstri menn Iögðu á það áherslu, að best væri að skipa sérstaka nefnd til að fjalla um þessi mál. Sjálfstæðismenn vildu aftur á móti frekar, að bygginganefnd fjallaði um þessi mál og bentu á að sú nefnd þyrfti hvort sem er á endanum að fjalla um þau. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti nýlega þá leið þ.e. að fela bygginganefnd að sjá um þessi mál. Á bæjarstjórnarfundinum hér s.l. fimmtudag var sam- þykkt að fela bygginganefnd að annast þau mál sem fram koma til umræðu í bygginganefnd skuli samtökum fatlaðra í Vestmannaeyjum gefinn kostur á að tilnefna 2 áheyrnar- fulltrúa, með mál og tillögu- frelsi. Að dómi sjálfstæðismanna á þetta að tryggja mun betur að málefni fatlaðra komi til um- ræðu. Bygginganefnd verður þá sérstaklega að fjalla um þau mál og fulltrúar frá smtökum fatlaðra geta þá lagt sitt til málanna við bygginganefnd. Að áliti sjálfstæðismanna hefði skipan sérstakrar nefndar orðið til þess að málin væru lengur að þvælast í kerfinu. Með því að taka þau til umræðu strax í bygginganefnd væri lík- legra að einhver árangur næðist, því allir eru sammála að betur þarf að gera í þessum efnum heldur en gert hefur verið á undanförnum árum. —S.J. SASS Aðalfundur Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga hófst í gær á Hvolsvelli og lýkur fuúdinum í dag. Meðal mála sem verða til umræðu má nefna framhalds- skólamenntun og verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Munu ráðherrar er hafa þessa málaflokka með höndum þau Ragnhildur Helgadóttir og Alexander Stefánsson flytja um þau framsögu á aðalfundinum. Þá verða til umræðu, stóriðja og atvinnuþróun á Suðurlandi. Mun Birgir ísleifur Gunnars- son formaður stóriðjunefndar fjalla um málið. Pá mun tillaga um útvarpsmál sem bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einnig koma til umræðu. Sam- hliða aðalfundinum verður haldinn aðalfundur Iðnþrónar- sjóðs Suðurlands. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar verða Olafur Elísson bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Arnar Sigur- mundsson, Þorbjörn Pálsson og Bragi Ólafsson. Þá munu einnig sitja fundinn vegna um- ræðu um framhaldsskóla- menntun Hermann Einarsson skólafulltrúi og Gísli H. Frið- geirsson skólameistari Fram- haldsskólans í Vestmannaeyj- um. En umræður um fram- haldsmenntun eru mjög í brennidepli hér sem annars staðar. Nemendur í Framhalds- skólanum hér eru um 160 og munskólinn útskrifa fyrstu stúdentana í næsta mánuði. Þá eru nemendur í Stýrimanna- skólanum rúmlega 30. Varð- andi umfjöllun samtakanna um útvarpsmál verður eftir tekið. En tillaga um sameiginlega útvarpsstöð fyrir Suðurland með aðsetri í Vestmannaeyjum hefur vakið mikla athygli, og verður nokkur prófsteinn á vilja samtakanna að dreifa starfsemi á sínum vegum um kjördæmið. Félagsleg þjónusta Ragnari Óskarssyni er tíð- rætt um félagslega þjónustu í síðasta Eyjablaði. Dag- vistunargjöld hafa hækkað reglulega 3-4 sinnum á ári um áraraðir án athugasemda. Nú þegar vinstri flokkarnir eru í minnihluta gerist R.Ó. óá- byrgur og vill að bæjarsjóður taki á sig meiri kostnað, en þegar hann réði málum. Fólki finnst nóg um hvað félagsmála- pakkinn vex í velferðarþjóð- félagi. Sjálfstæðisflokkurinn vil að 60-40% reglan haldist á Rauðagerði og 50-50% á leik- skólum og reynir að ná því striki, sem hefur ekki tekist hingað til. Ekki þyrfti til hækkunar að koma, ef þeirri hugmynd væri komið á að fjölga 3-4 börnum á hverju heimili fyrir sig. Þau sönnu rök að afleysingafólk þarf í veikindaverkföllum, mætti áætla að alltaf væru 3-4 börn frá heimilunum, fæst ekki viðurkennt. Þykir það ófram- kvæmanlegt, því eruekki önnur úrræði að sinni. Ef hægt verður að ná niður kostnaði, komi það neytendum til góða. Eg teki undir með R.Ó. að dvöl barna á dagvistunar- stofnun, sé æskilegur reynslu- þáttur barna almennt, sem æskilegt væri að öll börn fengju að njóta. Hér er rekið eitt dagheimili og 2 leikskólar. Er það með því betra sem gerist á landinu. Þegar Sóli var gerður að leik- skóla, var það einmitt í þeim anda gert að fleiri börn gætu komist að en áður, þar sem á leikskólum eru börn aðeins hálfan daginn. Ef gengið yrði lengra og þeirri hugmynd komið á, sem oft hefur verið rædd í félagsmálaráði að börn fengju aðeins að vera 2 ár á dagvistunarstofnun, þá væri þeim tilgangi náð, að flest börn ættu þess kost að komast á barnaheimili einhvern tíma áður en þau settust í barna- skóla. Allir gætu notfært sér þá niðurgreiddu þjónustu sem bærinn byði upp á. Vissulega yrðu vankantar á þessu fyrirkomulagi. Ég er hrædd um að fólki þætti erfitt að sætta sig við að vera vísað frá eftir 2ja ára þjónustu. Ragnar kallar það spor aftur á bak, að hér er ekki félags- ráðgjafi. Hann getur þess ekki að í staðinn fyrir félagsráðgjafa var ráðinn sálfræðingur. En sál- fræðingar eru menntaðri en félagsfræðingar. Hingað hefur verið ráðinn þroskaþjálfi og að vori kemur hingað blindra- kennari. Hvað er maðurinn að fara? Ibúðir á vegum bæjarins voru komnar yfir 100. Var mál að reynt yrði að sporna þar við. Nú hefur þeim verulega fækkað, eru nú 40. Má vera að þær íbúðir, sem eru í eigu bæjar- sjóðs, þjóni okkur ekki nógu vel í dag. Vel mætti hugsa sér að þær 9 stóru íbúðir sem eru í eigi bæjarsjóðs yrðu seldar en í staðinn keyptar 12 minni eða 2-3ja herbergja íbúðir. Einnig þarf að skipta á rauðu húsunum og litlum íbúðum. Alltaf má gera betur. En ef R.Ó. heldur að fólk vilji félags- lega forsjá Stóra-bróður Al- þýðubandalagsins, sem slær ryki í augu fólks með félags- málapökkum, dýru verði keyptum, þá fer hann villu vegar. Hvað meinar hann með því að Sjálfstæðisflokkurinn vilji heldur gefa stóreignamönnum eftir fasteignagjöld? Er hann að meina t.d. Alþýðuhúsið áður fyrr og núverandi Kreml? Kreml fær eftirgefin fasteigna- gjöld að hluta til eins og önnur hús, sem ekki eru leigð út, í eigi félagasamtaka. —S.A. Fram- kvæmdir við dælustöð Framkvæmdir við dælustöð á Brattagarði eru hafnar. Á- haldahúsið tók að sér uppgröft fyrir dæluhúsinu samkv. kostnaðaráætlun tæknideildar. En engin tilboð bárust í jarðJ vegsvinnu í útboði. Þá hefur tilboði Skipaviðgerða h.f. kr. 1.561.575 verið tekið í bygg- ingu dæluhúss. Munu fram- kvæmdir hefjast strax eftir páska og skulu verklok miðast við 15. júlí n.k. Dælubúnaður í stöðina er kominn til Eyja, en eftir er að grafa fyrir og tengja rörin frá norðurhluta hafnar- svæðis að skolpleiðslunni vestast á Eiðinu. Verður farið í það verk mjög fljótlega. En allt miðast við að búið verði að tengja skolpleiðsluna út fyrir Eiði fyrir síldarvertíð í haust. Viðgerðir á malbiki í gær hófust viðgerðir á mal- bikuðum götum, en malbikið hefur komið mjög illa út eftir veturinn. Eru víða slæmar holur í götum. Er við það miðað að Ijúka viðgerðum á morgun ef veður leyfir. Þá hefur bæjarráð samþykkt að fara í jarðvegsskipti á hluta Hásteinsvegar frá gatnamótum Boðaslóðar vestur á Heiðar- veg. Jafnframt á að setja hol- ræsi í götuna á þessum kafla, en eldri holræsalögn hefur valdið erfiðleikum, en hún er tengd við Faxastíg. Kostnaður við þessar framkvæmdir er rúm- lega 220 þúsund krónur. Von er á biki í Finu 5 í næsta mánuði, en nú eru rúmlega 90 tonn í geymum skipsins, auk biks í malbikunarstöðinni sem eiga að duga í viðgerðir. Vídeóleiga opin alla daga. - Urval mynda - Nætursala Fimmtudag til 01 Föstudag til 03 Laugardag til 03 BLAÐA- TURNINN Heima er best ÖIl trygginga- þjónusta á staðnum Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja © 1862 Uinboð: TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN H/F Bíó um páskana: Hjá okkur hófst páska- vikan í bíóinu með frum- sýningu á PHSYCOII. og ef allt stenst sem okkur hefur verið lofað verður áfram- haldið svona: í kvöld, þriðjudag: VIDEODROME frumsýning. Fimmtudagur: KLUKKAN 14:00: „Stjörnustríð á fljúgandi teppum" KLUKKAN 21:00: RAGING BULL fumsýning. Laugardagur: KLUKKAN 17:00: OCTOPUSSY frumsýning. Mánudagur, II í páskum: KLUKKAN 14:00: „Köngulóarmaðurinn” KLUKKAN 17:00: RAGING BULL KLUKKAN 21:00: STING II. ... svo endum við páskana með smá fiðringi: Miðvikudaginn 25.: KLUKKAN 21:00: EMANUELLE í SOHO Samkomuhús Vestmannaeyja

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.