Fylkir


Fylkir - 28.03.1985, Blaðsíða 2

Fylkir - 28.03.1985, Blaðsíða 2
Ritstjóri og ábm.: Ásmundur Friöriksson Auglýsingar: Hanna B. Jóhannasdóttir 0 1344 Upplag: 3000 Útgefandi: Sjálfstæöisfélögin í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetvinnsla: Prentsmiðjan Eyrún h.f. Sjálfstæðis- flokkurinn vill uppstokkun í húsnæðismálum Sjálfstæðisflokkurinn vill framkvæma uppstokkun í húsnæðislánakerfinu. í fyrsta lagi verði komið til móts við þá sem nú hafa að ófyrirsynju lent í vanskilum og að slíkt verði gert með viðbótalánum, lengingu lána og mun hærri leyfilegs vaxtafrádráttar en nú er leyft og yrði síðasta atriðið ugglaust það bitastæðasta fyrir húsbyggjendur. í öðru lagi vill Sjálfstæðisflokkurinn að opinber lánafyrirgreiðsla eigi fyrst og fremst að miðast við þá sem eru að byggja í fyrsta sinn, en aðrir haldi rétti þótt takmarkaður verði. M.a. vill Sjálfstæðisflokkurinn að lán til kaupa á eldri íbúðum verði hækkuð sérstaklega svo þau nemi 70% af nýbyggingarláni, en þó ekki meira en 70% af kaupverði íbúðar. Með þessari breytingu er ætlað að tryggja framgang stefnu Sjálfstæðisflokksins um séreign einstaklinga á íbúðarhúsnæði og jafnaður réttur til nýbygginga og kaupa á eldra húsnæði. Þá er það stefna okkar að nýbyggingarlán skuli greiða að stærsta hluta út strax eftir að fokheldisskýrslu hefur verið skilað og að biðtími á lánum til kaupa eldra húsnæðis verði styttur verulega. Með styttri tíma til útborgunar geta húsbyggjendur m.a. nýtt möguleika á staðgreiðsluafslætti varðandi efniskaup. Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur því að lánveitingar um þessar mundir til þeirra sem hafa hafið byggingar séu miðaðar við að menn séu komnir í vanskil og jafnframt ber að falla frá því að gert sé upp á milli aðila eftir því hvort þeir eru að byggja í fyrsta eða annað skipti. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ráðgjöf til hús- byggjenda verði fastur þáttur í húsnæðislánakerfinu. Um þessar mundir standa yfir viðræður fulltrúa stjórnvalda og Alþýðusambands íslands m.a. um til- lögur ASI um hugsanlega endurskoðun á vísitölu láns- kjara. Sjálfstæðisflokkurinn bindur vonir við að þessar viðræöur leiði til farsællar niðurstöðu en leggur áherslu á að bráðavandi húsbyggjenda verði ekki leystur á kostnað ellilífeyrisþega eða sparifjáreigenda. Þá vill Sjálfstæöisflokkurinn að tekið sé á ýmsum þáttum öðrum svo sem hlut banka og sparisjóða í sambandi við húsnæðislán, umbætur gerðar á fast- eignamati, lækkun byggingarkostnaðar með afnámi ákvæða sem standa í vegi fyrir slíkri þróun, skattamál húsbyggjenda og kaupenda verði endurskoðuð með því markmiði að auka vaxtafrádrátt eða beita skattaafslætti til þeirra sem byggja í fyrsta sinn, að efnt verði til samkeppni um ódýrar íbúðir í verkamannabústöðum, að stofnaður verði nýr lánaflokkur er fjármagni þjónustuíbúðir fyrir aldraða og að starfsemi húsnæðis- málastofnunar verði endurskoðuð og stórbætt, m.a. með því að kanna hvort hagkvæmt sé að bjóða út einstaka þætti starfsemi Húsnæðismálastofnunar. Árni Johnsen. Hlutur Suðurlands í Fjárlögum 1985 Við gerð fjárlaga fyrir árið 1985 var víða þröngur stakkur skorinn vegna erfiðrar stöðu þjóðarbúsins af ýmsum óviðráðan- legum orsökum svo sem óhagstæðs verðs á mörkuðum fyrir fisk, og mikil erlend lán frá fyrri árum. Sunnlendingar mega þó sæmilega við una og í ýmsum tilvikum ágætlega miðað við aðra landshluta. Hér fer á eftir í stærstu dráttum úttekt á hlut Suðurlandskjördæmis í fjarlögum 1985, en margir hafa spurt um skiptingu fjármagns. Skólar Menntaskólinn á Laugar- vatni 10 millj. kr. Framhaldssk. í Vestmanna- eyjum 9 millj. kr. (þar af 1 millj. í tækjabúnað). Fjölbrautask. á Selfossi 26,5 millj. kr. (þar af 8,5 millj. í byggingu). Héraðsskólinn Skógum 7 millj. og 700 þús. aö auki. Héraðsskólinn Laugarvatni 4,8 millj. og 500 þús. að auki. Skálholtsskóli 2,4 millj. kr. Garðyrkjuskóli ríkisins 12,5 millj. kr. Grunnskólar í rekstur grunnskóla Suður- lands eru áætlaðar 129 millj- ónir króna. * Ymsir þættir Tilraunabúið Stóra Ármóti: Rekstur 573 þús. kr., fjós- bygging 1,2 millj. kr. Útibú hafrannsóknar í Eyjum, 269 þús. kr. tekur til starfa sinni hl. árs. Rannsóknarstofa fiskiðnað- arins í Eyjum, 764 þús. kr. Húsið á Eyrarbakka, 700 þús. Málefni fatlaðra á Suður- landi, 29 millj. kr. Landshöfn Þorlákshöfn, rekstur og uppbygging, 9 millj. kr. Bygging sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðva og læknisbústaða Selfoss, sjúkrahús og hönn- un, 2,5 millj. kr. (heimild veitt til frkv. á ný). Hveragerði H2, 300 þúsund. Vestmannaeyjar, sjúkrahús og hönnun, 2,0 millj. kr. Hjúkrunarheimili aldraðra Hella 1 millj. kr. Selfoss 0,7 millj. kr. Flugvellir Vestmannaeyjar, 3 millj. kr. Óráðstafað er til sjúkraflug- valla. Samgöngur Til vegagerðar, 116,2 millj. Til vöruflutninga á Suður- landi, 310 þús. kr. Herjólfur, 12,5 millj. kr. Hafnir, almennar Vestmannaeyjar, 5,5 millj. kr. og 2 millj. kr. aukafjárv. Dyrhólaey, 200 þús. Sjóvarnargarðar Eiðið í Vestmannaeyjum, 2 millj. kr. vegna tjóns í fár- viðrinu s.l. vetur. Símaþjónusta Línukerfi fyrir sínmotendur á Suðurlandi, 10 millj. kr. (Rek hefur 30 millj. kr. og aðrir landshlutar 2,5-7,5 millj.) Fjölsímaleiðir: Selfoss-Hveragerði 390 þús. kr. Húsb. á Hellu, 1,1 millj. kr. Húsb. á Hvolsvelli 1,7 millj. kr. Starfrænar símstöðvar: Hvolsvöllur 13,1 millj. kr. Hella, 5 millj. kr. Steinar 1,7 millj. kr. Dagvistarheimili Þorlákshöfn, 740 þús. kr. Hveragerði, 650 þús. kr. Selfoss, 396 þús. kr. gömul bygging. Stokkseyri, 200 þús. kr. ný- bygging. Landþurrkun Dyrhólaós 170 þús. Holtsós 37 þús. A-Landeyjahreppur 30 þús. V-Landeyjahreppur 30 þús. Rangárvallahreppur 12 þús. Djúpárhreppur 30 þús. íþróttamannvirki Mýrdalshr., V-Skaft. íþróttavöllur, 17 þús. Umf. Dyrhólaey V-Skaft., íþrótta- völlur 28 þús. Golfklúbbur Hvolsvallar, golfvöllur, 70 þús. Kirkjubæjarhr., V-Skaft„ íþróttavöllur 100 þús. Umf. Hrunamanna, Árn., íþrótta- svæði, 22 þús. Laugardalshr., Árn., skíðalyfta, 14 þús. Vest- mannaeyjar, íþróttahús, 25 þús. Golfklúbbur Vestmanna- eyja, golfvöllur, 20 þús. Selfoss, búningsklefi v. sundhöll, 171 þús. Golfkl. Selfoss, golfvöllur, 63 þús. Hveragerðishr., Árn., sundlaug, 150 þús. Hvera- gerðishr., Árn. íþróttahús, 173 þús. Ný íþróttamannvirki: Eyjafjallahr., Rang., íþrótta- völlur, 10 þús. Djúpárhr., Rang., íþróttavöllur, 10 þús. Stokkseyrarhr. Árn., íþrótta- völlur, 10 þús. Grunnskólar, framkvæmdafé Til undirbúnings fram- kvæmda: Vestmannaeyjar, breyting grunnskóla, 5 þús. Vík í Mýrdal, íbúð, 5 þús. Ketilst,- skóíi, stækkun, 20 þús. Laugal. í Holtum, skól. 2. áf. 5 þús. Djúpárhr., sundl. og íþróttahús í Þykkvabæ, 5 þús. Gaulverja- bæjarhr., kennaraíbúð, 5 þús. Stokkseyrarhr., laus kennslu- stofa, 5 þús. Hrunamannahr., Flúðir, íþróttahús, 5 þús. Biskupstungnahr., skóli, stækkun, 5 þús. Til framkvæmda í grunnskólum Vestmannaeyjar: Hamarsskóli 3,9 millj. Selfoss: Gagnfr.sk. og íþr.hús 700 þús. Barnask. viðg. og endurb. 300 þús. Kirkjubæjarhreppur: Stækkun skóla, 500 þús. Austur Eyjafj.hr.: íþr.aðstaða í fél.heim 200 þús. Vestur Eyjafj.hr.: íþr.aðst. o.fl. í fél.heim. 150 þús. Austur Landeyjahr.: íbúð 350 þús. Vestur Landeyjahr.: Stækkun skóla og íbúð, 200 þús. Hvolshreppur: Skóli, bókasafn og sundlaug, 750 þús. Rangárv.hr.: Sundl., íþr.aðst. og lóðir, 1 millj. Stækkun grsk., hönnun, 100 þús. Holtahr. Laugaland: Stækkun skóla 1. áf. 1,6 millj. Gaulverjabæjarhr.: íþróttaaðst. og fél.heim. 300 þús. Stokkseyrarhr.: Sundl. og íþr.aðst. 400 þús. Eyrarbakkahreppur: Stækkun skóla 80 þús. Hraungerðishr.: Skóli, 2. áfangi 600 þús. Skeiðahreppur: Viðbót v. skóla 100 þús. Gnúpverjahreppur: Skóli, nýbygging 1.750 þús. Grímsneshr. Ljósafosssk.: Endurb. skóla 10 þús. Hveragerðishr.: íþróttahús, 2. áf. 50 þús. Skóli viðbygging 1600 þús. Ölfushr. Þorláksh.: Stækkun skóla, 1. áf. 1850 þús. Fjórar milljónir króna feng- ust í aukafjárveitingu í grunn- skólana og var það aukafjár- veiting í eitt kjördæmi á land- inu. Því fjármagni var skipt m.a. eftir skulda- og fram- kvæmdastöðu og þörf hús- næðis. Aukafjárveitingar Vestmannaeyjar, Hamars- skóli 1 millj. kr. Selfoss, 300 þús. kr„ Hvol- hreppur 200 þús., Rangárvalla- hreppur 500 þús. Holta- hreppur, 500 þús. Gnúpverja- hreppur, 500 þús., Hvera- gerðishreppur 500 þús., Ölfus- hreppur 500 þúsund krónur. Árni Johnsen.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.