Fylkir


Fylkir - 23.12.2002, Blaðsíða 9

Fylkir - 23.12.2002, Blaðsíða 9
FYLKIR jólin 2002 9 Gísli Gíslason Hlutir í umhverfi okkar geta verið hversdagslegir, en geta þó átt nokkra sögu. Spilið í Klaufinni í Höfðavík er löngu orðið hluti af umhverfi Eyjanna. Þarna hefur það verið næstum eins lengi og elstu menn muna. I seinni tíð er þetta einn af þeim stöðum þar sem mjög vinsælt er í síðari árum að sleppa lunda- pysjum. En hver er sagan á bak við þetta gamla spil? Astæða þess að höfundur þessarar greinar fór að kanna málið var samtal við Arnar Sigurmunds- son á síðasta ári. Þá var ég starfsmaður SH í Bretlandi og Arnar hvatti mig til þess að grennslast fyrir um uppruna og sögu togarans Star of the East frá Aberdeen sem strandaði á flúð í Höfðavík 3. mars árið 1946. Þá var einnig rætt um að leita eftir Ijósmyndum af skipinu og hvort hægt væri að ná sambandi við einhvern úr áhöfn togarans, þar sem telja mætti víst að einhverjir úr áhöfninni væru á lífi. Strandið í víkinni Þann 3. mars 1946 var veður- lýsing eftirfarandi á Stórhöfða: „Kl. 21 hiti 2,6°C, hámark dagsins 3,8°C, lágmark dagsins 0,5°C. Austan 8 vindstig, alskýjað.“ I þokunni sigldi togarinn Star of the East frá Aberdeen. Togarinn var að leita vars undan veðri en það var alskýjað og enginn var radarinn í skipum á þessum árum. Skipstjórin ætlaði að liggja af sér veðrið sunnan við Eyjar, vestan við Stórhöfða. Skipið var að varpa ankerum þegar strandið átti sér stað. Fastur sat togarinn á blind- skeri, flúðum sem eru í miðri Höfðavíkinni. Allar tilraunir til þess að ná togaranum af skerinu á flot af eigin vélarafli eða með aðstoð annarra útlendra togara mistókust. Veður var allhvast og braut sjórinn á skipinu á strandstað. Þar snerist skipið og tók sfðan að liðast í sundur þar sem það lá fyrir opnu hafi. Þar bar því togarinn Star of the East að lokum beinin. Nokkrum árum síðar eða upp úr 1950varketilinnúrskipinu hirtur og spilið nokkrum árum síðar, en það komst aldrei lengra en uppí ijöruna í austan megin í víkinni þar sem það hefur legið í tæpa fímm áratugi. Varðbáturinn Óðinn kom með alla áhöfnina í land en það voru 13 manns. í Vestmannaeyjum dvaldi áhöfnin í 3 daga. Tíu manns úr áhöfn togarans sigldu svo með ms Helga Ve. og þrír fóru með ms Sverri til Fleetwood, en á þeim var algengt að sigla með ísfísk til - saga og örlög togarans Star of the East frá Aberdeen Spilið í fjörunni Eggert Gunnarsson skipasmiður í Dráttarbraut Vestmannaeyja og félagar ætlaði að hirða spilið og nota í eystri slippnum sem verið var þá að endurbyggja. Þegar hér var komið var spilið búið að liggja nokkur í áratug á hafsbotni. Hafsteinn Stefánsson, skipasmiður segir svo frá í Fréttum 1994, "Við húkkuðum í spilið og drógum það uppí fjörusandinn. Spilið var frekar illa farið eftir að hafa legið nokkur ár í sjónum og var alveg ónothæft og verðlaust. Við létum það því vera í fjörunni en hirtum af því vírinn og notuðum í stroffur í slippnum". Spilið er því búið að vera í tæpa hálfa öld á þeim stað sem það er nú. Ketillinn kom í góðar þarfir í Gúanó Nokkru eftir strandið hófust Gunnar Marel Jónsson skipa- smiður og Arni Johnsen eldri handa við að ná katlinum úr llakinu á strandstað. Þeir stofnuðu fyrirtæki um ketilinn, þar sem Ami var skráður framkvæmdarstjóri en Gunnar verkstjóri. Fyrst var reynt að draga ketilin í land með jarðýtum en þær spóluðu sig niður. Þá fór Árni til Reykjavíkur og sló út krafmiklar blakkir hjá Reykjavíkurhöfn. Eftir það tókst að drag ketilinn upp í fjöru. Ketillinn var þar þéttur af starfsmönnum í vélsmiðjunni Magna og svo dreginn af mb Suðurey Ve til hafnar og var hann tekinn á land þar sem nú eru hráefnisþrærnar í FIVE. Ástþór Matthíasson á Sóla, eigandi fiskimjölsverksmiðjunnar keypti svo ketilinn. Var hann sfðan settur upp í „gúanó“ og kom þar í góðar þarfir um langt árabil. Þegar unnið var að breytingum í FIVE mörgun ámm síðar, eftir að hætl var að nota gufuketilinn var hann soðinn í sundur og fjarlægður. Hafði hann þá gegnt hlutverki á sjó og landi miklum sóma. Um fyrirtæki Áma og Gunnar Marels er það að segja að þeir tóku lán út á ketilinn þegar hafist var handa við verkið. Ástþór á Sóla yfirtók lánið og komu þeir félagar á sléttu út úr þessu ævintýri. Öflugar skipasmíða- stöðvar í Aberdeen I Aberdeen hefur um aldaraðir verið rík skipasmíðahefð. Skipa- smíðastöðin Hall Russell þar sem Star of the East var smíðað var starfrækt allar götur frá 1868 til 1992. Af íslenskum skipum virðast aðeins þrjú hafa verið smíðuð í þessari stöð en það voru allt nýsköpunartogarar. Þau voru rað- Togarinn Star ofthe East á leið frá Aberdeen til veiða við Islandsstrendur. nokkura hafna í Englandi. Greinarhöfundur hefur leitað nokkuð af áhafnarlista togarans Star of the East þegar það strandaði. Þegar þetta er sett á blað er beðið eftir svari frá Skjalasafni í Englandi, sem gæti líklega haft áhafnarlistann. LH36. Árið 1941 fer svo skipið „heim“ til Aberdeen til sinna uppmnalegu eigenda Walker Steam Trawl Company. Ein- kennisstafir hafa þá væntanlega verið A277, þegar það strandaði. Lfklegt er að skipið hafi einnig í seinni heimsstyrjöldinni 1939- 1945 verið gert út sem tundur- duflaslæðari. Hvað sem því líður þá var skipið komið á veiðar við Islandsstrendur fljótlega eftir að ófriðnum lauk. Togarinn Star of tlie East Togarinn var smíðaður árið 1912 í skipasmíðastöðinni Hall, Russell & Co. í Aberdeen. Skipið var því 34 ára og komið til ára sinna er það strandar við Vest- mannaeyjar árið 1946. Togarinn hafði átt viðburðaríka ævi. Star of the East var hleypt af stokkunum þann 3ja júlí 1912. Shipið fékk einkennistafina A464 og hafði smíðanúmer 509 (yard number) hjá Hall, Russell stöðinni. Skipið átti systuskip sem var návæmlega eins og hét Star of the Isle. Togarinn var smíðaður fyrir útgerðarfyrirtækið Walker Steam Trawl Fishing Company Ltd í Aberdeen. Stjama austursins hafði verið aðeins tvö ár á veiðum þegar það, ásamt systurskipi sínu voru þjóðnýtt árið 1914 sem tundu- duflaslæðarar í fyrri heimsstyrjöld- inni. Sem slík voru þau notuð allt fyrra stríðið. Árið 1921 var Star of the East selt til Stepney S.F. Co í Scarborough og fékk þá einkennis- stafina SH 321. Árið 1924 er skipið selt til Coop Fishing Society í sama bæ. Árið 1936 skiptir skipið aftur um eigendur og lendir nú hjá TH Scales & Sons Ltd í New- haven. Þá fær það einkennisstafina Spilið úir togaranum, þar sem það liggur ífjörunni, er vinsœlt leiktœki hjá ungviðinu. Stjaman í austri og spilið í fjörunni

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.