Fylkir


Fylkir - 10.06.2006, Blaðsíða 2

Fylkir - 10.06.2006, Blaðsíða 2
2 FYLKIR- IQ.júní 2006 Stórleikur á Hásteinsvelli í dag laugardag kl. 16.00 er stórleikurá Hásteinsvelli þegar strákarnir okkar í ÍBV taka á móti KR. Mikillfjöldieríbænum vegna sjómannadags og Vöruvalsmótsins og ekki ólíklegt að aðsóknarmet þessa árs verði slegið. Leikirerujafnanfjörugir þegar þessi tvö stórveldi mætast og líklegt að bæði liðin ætli sér þrjú stig úr leiknum. í liði KR er sem kunnugt er engin annar en hinn þekkti baráttuhundurog Eyjamaður Bjarnólfur Lárusson. Strákarnir okkar áttu stórleik í Grindavík í seinasta leik og sýndu þar mikinn baráttuvilja. Með góðri aðstoð áhorfenda verður KR lagt að velli í dag. Láttu ekki þitt eftir liggja. Áfram ÍBV. Fáaryfirstrikanir hjá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins Niðurstöður kosninga 27.maí síðastliðin verður að teljast stórsigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Allsfengu sjálfstæðismenn 1406 atkvæði eða 56,4% á móti 187 atkvæðum Frjálslyndra (7,5%) og 900 atkvæðum V-lista (36,1 %). Munurinn verður en meira áberandi þegar horft er til þess að fimmta manni á lista sjálfstæðismanna vantaði einungis 95 atkvæði upp á sæti í bæjarstjórn en 4 mann hjá V-lista vantaði 507 atkvæði upp á sæti í bæjarstjórn. Yfirkjörstjórn (Vestmannaeyjum hefur nú farið yfir kjörseðla í nýliðnum bæjarstjórnarkosning- um með tilliti til útstrikana. Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins mega vel við una ,en samtals hlutu fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins einungis 17 útstrikanir. Sérstaklega er þetta merkilegt ef horft er til þess að bæjarfulltrúar V-listans sem þó eru einungis þrír hlutu samtals 71 útstrikanir. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Nýkjörin bæjarstjórn Vestmannaeyja kemursaman til fyrstafundar þriðjudaginn 13. maí nk. Áfundinum verður meðal annars gengið formlega frá ráðningu Elliða Vignissonar í starf bæjarstjóra og kosið í önnur trúnaðarstörf á vegum bæjarfélagsins. Fyrst skal telja kosningu forseta bæjarstjórnarog varaforseta og kosningu þriggja bæjarfulltrúa í bæjarráð. Þá verða kosnir fimm fulltrúar og jafnmargir til vara í hvert hinna fimm ráða sem fjalla um einstaka málaflokka í rekstri bæjarfélagsins, en þau eru Skólamálaráð, Fjölskylduráð, Menningar- og tómstundaráð, Umhverfis- og skipulagsráð og Framkvæmda- og hafnarráð. Bæjarstjórn samþykkti nýlega nokkrar breytingar á verkefnaskipan þessara ráða og bæjaráðs og jafnframt var fækkað fulltrúum í hverju ráði úr sjö í fimm fulltrúa. Þá var starfsemi Hafnarstjórnarfærð undir hið nýja Framkvæmda- og hafnarráð, sem jafnframt yfirtekur nokkur verkefni sem áður voru hjá bæjarráði og umhverfis- og skipulagsráði. Þessu til viðbótar verða á fundinum kosnirskoðunarmenn Vestmannaeyjabæjar, fulltrúar í kjörstjórnirog nokkurfleiri trúnaðarstörf á vegum bæjarfélagsins. Áfangasigur í baráttu fyrir ferðasjóði íþróttafélaga SIKVUW Nú á síðustu starfsdögum sumar- þings samþykkti alþingi að vísa þingsályktunartillögu um ferðasjóð íþróttafélaga til menntamálaráðu- neytisins til frekari vinnslu. Hér er um mikinn áfangasigur að ræða og Ijóst að um mikið hagsmunamál fyrir okkur Vestmannaeyinga er að ræða. Vonir standa nú til að hægt verði að gera ráð fyrir útgjöldum vegna þessa máls við fjárlagagerð næsta árs. Með tillögunni er gert ráð fyrir að árlega verði veitt af fjárlögum upphæð í sérstakan ferðasjóð íþróttafélaga. Hugmyndin er að íþróttafélög geti í kjölfar þessarar samþykktar sótt um ferðastyrki í sjóðinn til að mæta kostnaði við að senda keppnisliðá milli byggðarlaga til þátttöku í íþróttamótum. Við Eyjamenn þekkjum vel að drjúgur þáttur í rekstri íþróttadeilda okkar er fjármögnun keppnisferða. Þetta leiðir til þess að því miður eru deildir okkar stundum að kikna undan kostnaði og kemur það niður áöllu íþróttastarfi. íþróttaástundun er hverju byggðarlagi afskaplega mikilvæg og þá ekki síst Eyjasamfélagi eins og okkar sem leggur mikinn metnað í íþróttir. íþróttaliðin okkar eru samnefnari okkar Eyjamanna og eiga sem slík drjúgan þátt í að efla samkennd og samstöðu okkar Eyjamanna. Þess má til gamans geta að meðal flutningsmanna tillögunar voru tveir þingmenn Suðurkjördæmis, þ.e.a.s. þeir Hjálmar Árnason sem var flutningsmaður og Guðjón Hjörleifs- son sem var meðflutningsmaður. Þessu framtaki þeirra bera að fagna og vonandi að málið gangi hratt og örugglega í gegnum ráðuneytið. Skólaslit grunnskólanna vandi ALLS útskrifaðist 81 nemandi frá grunnskólunum í Eyjum, 40 frá Barnaskóianum á efri myndinni með Hjálmfríði skólastjóra og 41 frá Hamarsskóla, á neðri myndinni með Halldóru skólastjóra. Utgefandi: Eyjaprent fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Prentvinnsla: Eyjasýnehf./ Eyjaprent Upplag: 1800 eintök. Ritnefnd: Arnar Sigurmundsson Guðbjörg Matthíasdóttir Guðmundur Eyjólfsson Gunnlaugur Grettisson ábm Magnús Jónasson Skapti Örn Ólafsson félagslega íbúðakerfis- ins í Eyjum Félagslega íbúðarkerfið hefurátt í verulegum erfiðleikum hér í Eyjum og á nokkrum stöðum á landsbyggðinni á undanförnum árum. Viðvarandi rekstrarhalli hefur verið til margra ára og áhvílandi veðskuldir hafa verið mun hærri en mögulegt endursöluverð húseignanna. I Vestmannaeyjum falla nær 100 íbúðir undir kerfið þar á meðal eru fjöleignarhúsin Foldahraun 42 og Áshamar75. Vestmannaeyjabær lagt út mikla [jármuni til þess að halda öllum greiðslum í skilum vegna þessara fasteigna. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa átt í viðræðum við fulltrúa Varasjóðs íbúðarlána og stjórnvalda þar sem farið hefturveriðyfir skuldastöðuna. Á fundi með félagsmálaráðherra sem haldinn var 23. maí sl. var ákveðið að skipaður verði 3ja manna starfshópur til þess að fara yfir stöðu félagslega íbúðakerfisins í Vestmannaeyjum. Á fundi bæjarráðs í fyrradag, sem var jafnframt sá síðasti á kjörtímabilinu lá fýrir bréf frá Félagsmálaráðuneytinu þarsem tikynnt er um skipan starfshópsins og þeim verkefnum sem honum er ætlað að vinna og gera f samráði við bæjaryfirvöld tillögur um hvernig taka megi á fyririiggjandi rekstrar- og fjárhagsvanda.Starfshópurinn á að Ijúka störfum fyrir 31. ágúst nk. Það verður án efa eitt af forgangs verkefnum nýrrar bæjarstjórnar að ná betri tökum á rekstri og skuld- setningu bæjarfélagsins. Vandi félagslega íbúðakerfisins er eitt af þremurerfiðustu málunum. Hin eru almennur rekstur bæjarins og ört vaxandi lífeyrisskuldbindingar. Nú hefurtekist að koma þessu máli í farveg og er það af hinu góða. AS.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.