Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Page 3

Ný vikutíðindi - 01.12.1961, Page 3
NY VIKUTIÐINDI 3 AÖSEMT BREF: Fantaskapur lögregluþjóna við fanga Hr. ritstjóri. Það er ekki lögreglunni í Reykjavík að kenna hversu léleg húsakynni hún hefur til þess að hýsa fanga, þar sem Kjallarinn er. Lögreglan í Hafnarfirði er mun betur sett í þeim efmun. En ef gera á samanburð á ómann- úðlegri meðferð fanga hjá þessum tveimur aðilum, þá er ekki gótt að segja 'hvor hefur vinninginn. Það er sannarlega lítiif jörlegt þegar lögreglumenn beita fanga fantatökum og ofbeldi, menn sem eru meira og minna ölv- aðir. Eg sem þetta skrifa ( og er svo sem enginn engill, en reyni jafnan að vera rólegur og meðfærilegur, þegar ég lendi í klóm lögreglunnar, sem kemur stöku sinnum fyr ir, þegar ég hef blótað Bakk- us) varð fyrir því óláni fyrir röskum þrem vikum að fá mér fullmikið neðan í því- Eg var staddur í Hafnarfirði og komst í kast við iögregluna þar. Eg var hinn rólegasti á leið til lögreglustöðvarinnar, en dálítið ódæil, þegar átti að loka mig inni í klefa, því inni lokun þoli ég illa. Það hefur iíka verið auðvelt að aka mér heim í herbergi mitt í Hafn- arfirði. Það fór svo að þeir fjórir lögreglumenn sem ég sá á stöðinni skelltu á mig hand- jámum og síðan var mér varpað inn í einn klefann. Mér gekk illa að sofna, hand- jámaðirr fyrir aftan bak, og svo var ég óskaplega þyrst- ur. Eg reyndi með öllum hugsanlegum ráðum að vekja athygli á mér, en fékk ekk- ert svar. Komst ég að þeirri niðurstöSu að enginn væri inni á stöðinni. Þegar loks að því kom að ég yrði leystur úr prísund- inni kom í ljós að þrír fing- nr hvorrar handar vom lam- aðir. Eg bað um að hringt yrði á næturlækni eða mér ekið til læknis. Eg fékk þau svör, að ef ég þegði ekki ÞÝZKU- OG ENSKUKENNSLA. >f HALLDÓR P. DUNGAL Sólheimar 23. Sími 36522 yrði mér stungið inn í klef- ann aftur. Við þau svör lagði ég niður iaupana og fór. Síö- an eru liðnar þrjár vikur og enn er ég óvinnufær sökum þessarar lomunar í lingrun- um. Afbrot mitt var ekki al- varlegra en svo að ég var ekki sektaður. Um faugageymslxma í R- vík hefur verið margt ntað á liðnum dögum, en einmitt þessa dagana er verið að taka nýja fangageymslu í notkun og er því bezt að sleppa öllu frekara tali um þá gömlu og gleyma henni ■rétt eins og ljótum draumi. En annað mál er framkoma lögreglnmanna og meðferð þeirra á föngum. Þeir ættu nú í tilefni þess, að þeir fá þarna nýja fangageymslu, að taka einnig upp nýja siði 1 umgengni sinni við ranga og hætta öllum óþörfum hrotta- skap og því sem oft hefur likzt kvalalosta. Eg fullyrði að það má mikið á bjáta, ef ekki er hægt með lagni og iempni aö róa æsta f amga, að eins ef farið er eftir mannúð- arsjónanmiðum. í þessu sambandi kemur mér til hugar atvik sem henti kunningja minn fyrir nokkrum mánuðum. Hann var ölvaður og féll niður stiga og slasaðist talsvert á höfði. Lögreglumenn komuá vettvang og fóru með niann- úrn upp á Slysavarðstofu, en þar var saumað saman svöðu sár á höfði hans. Að því loknu óskaði hann þess að farið yrði með hann heim, en við þeirri ósk hans varð lög- reglan EKKI og ók honum niður á Lögreglustöð og læsti hann inni, niðri I hin um alræmda kjallara. Daginn eftir var hann samkvæmt venju leiddur fyrir fulltrú- ann. Þar kom í ljós, að hann skuldaði „hrennivínssektir“ og var hann þá dæmdur í fjögurra daga fangelsi og ek- ið upp í fangahúsið við Skóla vörðustíg. En áður en þeim f jónun dögum lauk var hann orðinn mjög sjúkur, það var farið með hann á spítala, þar sem hann var orðinn lam aður öðrum megin. Síðan eru liðnir f jórir mánuðir og enn á hann í þessum veikindum og verður ef til vill aldrei jafn góður aftur. Það má segja að þetta slys á mamimum sé ekki að öllu leyti lögreglunni að kenna, N O R Ð R I: Byltingar í Framsókn—Eysteinn og Hermann að detta upp fyrir — Kommadekur aðal- ástæðan — Hverjir taka við? HERMANN AÐ HÆXTA? Sviptingar hafa verið nokkr ar innan Framsóknarflokks- ins upp á síðkastið og ástæð- an verið kommádekur Her manns. Yngri menn í flokkn- um hafa fengið breytt um stefnu og ráða nú orðið ferð- inni. Talsvert hefur borið á ó- ánægju meðal Framsóknar- manna með forystuna og er nú svo komið, að sennilega er Hermann að missa völdin í flokknum. Ber þar tvennt til; leti hans og tækifærisstefna. Hermann hefur, eins og kunnugt. er, reynt að koma sér upp eftirmanni, en tekizt fremur illa. Er það Helgi Bergs, verkfræðingur. Her- mann tróð honum fyrst í framboð á lista flokksins í Suðurlandskjördæminu en drengurinn kolféll. Áður var búið að setja hann í topp- stöðu hjá Aðalverktökum, en nú er það búið að vera og hann verið á vergangi um nokkurt skeið og notað tím- ann til þess að kynna sér og boða framsóknarpólitík. EYSTEINN IJR MÓÐ Ekki tókst Hermanni held- ur að koma honum í kaup- félagsstjórastöðuna á Selfossi, þrátt fyrir mikinn bægsla- gang. Ber mönnum yfirleitt saman um, að drengurinn hafi ■elnKum ó jnóti sér að vera of líkur Hermanni; irem ur rólyndur og ekki sérlega skarpur. Yngri menn í flokknum, sem hafa komizt nokkuð á- leiðis, hafa gaman að þessu brölti Hermanns með Helga og hlæja á laun að óförun- um. Annars á flokkurinn ekki um marga menn að velja, en þó mun nafn Einars Ágústs- sonar sparisjóðsstjóra, bera einna hæst. Enginn skyldi furða sig á því, þótt hann og Jón Skaptason yrðu næstu forystumenn Framsóknar- flokksins. Eysteinn er kominn úr móð og búið að gera hann svo ó vinsælan með því að láta hann stjórna fjármálum ríkis- ins of oft, að ekki verður neitt á honum að græða í framtíðinni. STEFNULEYSI Eysteinn hefur haft mikið dálæti á þeim bræðrum Tóm- asi og Vilhjálmi Árnasonum, en sagt er, að hann sé búinn að missa trúna á að þeir séu til nokkurs gagns, þótt þeir séu annars almennt taldir beztu grey. Það er annars ekki von að Framsóknarflokkurinn eigi góðum mönnum á að skipa. Stefna hans og málstaður hef- ur verið svo reikul og fálm- kennd, að furðu sætir. Ungir menn sækjast ekki eftir slík- um félagsskap og margir góð- ir menn hafa líka hrökklast Cxx fioVirnjim bæði fyrir stefnu leysi hans og frekju Her- manns og Eysteins. Þó er ekki ósennilegt að Jóhannes Elías- son, bankastjóri, fáist til þess að vinna fyrir flokkinn eftir að Hermann og Eysteinn eru á braut. Betra ráðherraefni á flokkurinn ekki ef hann þá kemst í stjórnaraðstöðu. Þá er Ólafur Jóhannesson, pró fessor, og einn af nýtustu mönnunum. FRAMSÓKN í STJÖRN? „Viðreisnin" hefur að sjálf- sögðu haldið saman fylgi Framsóknar en ekki mundi hún bæta við sig í nýjum kosningum. Trúlega verður Framsókn líka boðið upp á stjórnarsamvinnu innan eins árs, þegar viðreisnin er öll. Þá breytast viðhorfin og ný myndast. SÍS fær þá ný lán og bitlingar eru búnir til og strompleikurinn heldur á- fram. Almenningur verður skatt- píndur endalaust og stjórn- málamennirnir blómstra. Kommarnir halda áfram að verða sterkt afl í þjóðfélag- inu, enda ekkert sparað til að hlaða undir þá. í rauninni er þetta allt sama tóbakið; Sjálfstæðisflokk urinn Alþýðuflokkurinn og Framsókn. Bara mismunandi mikið til vinstri. Sósíalisminn tröllríður þjóðinni og nokkr- ar klíkur sitja að kjötkötlun- um. Yfirleitt er fslenzk póli- tík ósköp ómerkileg. Norðri. en hún átti sinn þátt í því að svona fór. Ef hún hefði sýnt sjálfsagða mannúð og tillits- semi þá er óvíst hvemig far- ið hefði. Og mér er spum: Hver hefði orðið lífssaga ým- issa þeirra sem látizt hafa í vördu lögreglunnar ef þeim hefði verið sýnd meiri um- hyggja og meira tillit tekið til aðstæðna? Er noklcuð frá leitt að hugsa sér að þeir væru sumir hverjir a. m. k. lifandi í dag? Að lokum vil ég ítreka það, að vonandi sjá Iögreglu menn sóma sinn í því við j tilkomu hinnar nýju fanga- geymslu að sýna föngum meiri mannúð og meðhöndla þá á annan og betri hátt en þeir hafa gert til þessa. H. P. KVIkmYNDIR (Framh. af bls. 2) ingar á innan skamms, og fannst mér svo mikið til um myndina, að ég vil hvetja alla til að skreppa dag- eða kvöldstund þangað og njóta Séð á pnifusýningu þessarar unaðsfagru og skeanmtilegu myndar. Myndin er lofsörgur snilli rnannsins og mátta?, sífelldr ar baráttu og slfeQlds sam- hljóms við náttúrura. Hún er tekin á þrem meginlönd- um, og lýsir sköpunarmætti mannsins og hrífandi fegurð náttúrunnar. Myndimar, sem upp er brugðið, eru alltof margar tíl að ástæða sé til að telja upp hér. Eg ætla bara að minn- ast 4 Disneyland, dauðadal- inn og steinrunna skóginn, egypsku pýramídana, Kandi- dansarana á Ceylon, fegurð Kasmír, bardaga Ijóns og tígrisdýrs 1 norðurhluta Ind- lands og fegurð Viktoríu- vatns í Afríku. Þessi mynd er ekki aðeins snildarvel gerð. Hún er meistaraverk, sem enginn má iáta framhjá sér fara. RISINN Það er orðið nokkuð iangt síðan ég sá Risann á prufu- sýningu hjá Austurbæjarbíói, (Framh. á bls. 7)

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.