Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.10.1970, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 30.10.1970, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI ÞÚSUND ÍBÚA STQRHÝSI Fréttabréf frá Breiðholti h.f. Hafin er bygging á tstór- hýai miklu i Breiðholtinu, sem á að vera sámtals um 300 íbúðir með áætlaða 1000-1200 íbúa, eða fleiri en Stokkseyringa og Eyrbekk- inga samtalda. Á blaðamannafundi hjá Breiðholti hf. á föstudaginn kom það fram að sala ibúð- anna gengi vel og að þáer ættu að vera tilbúnar á ár- inu 1972. Ýmsár nýjungár og nýtizkuvélvæðingar eru notaðar við byggingu jiessa risahúss og gera kostnað- inn við þær lægri en í minni húsum. Ákaflega fállegt útsýni verður úr þakgarði hússins, enda á það að standa á hárri hæð og gnæfa yfir borgina. Talsmenn Breiðholts hf. áætla byggingarkostnað liús- báknsins 150-160 millj. kr. — Að öðru leyti var upplýs- ingabréf félagsins lil blað- anna á þessa leið: ;,Reýkjavíkurborg tók upp þá nýbreytni á síðastliðnu ári, að úthluta stórum lóðum til háhýsabygginga í efra Breið- holtshverfi, og hlaut Breið- holt hf. lóðina Æsufell 2-6. Önnur nýjung Reykjavíkur- borgar er sú að öllum lögnum í þessu hverfi er lokið og götur malbikaðar áður en byggingar framkvæmdir hefjast. Hafin er bygging fyrsta á- fanga af þremur, þ. e. a. s. 42 íbúðum af 124 í 7 hæða fjöl- býlishúsum á einhverjum fall- egasta útsýnisstað borgarinnar. Þessi stækkun byggingarein- ingarinnar gefur aukna mögu- leika til vélvæðingar við bygg- ingarframkvæmdirnar og verða notuð „Scanform“- stálmót frá Danmörku og rafdrifnir turn- krana til hífingar á þeim. Vélvæðingin og endurtekning fjölda íbúða á sama stað gefa möguleika til að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir verð’hækk anir. Verð íbúðanna er: 2ja herb. 65,5 ferm. kr, 915.000,- 3ja herb. 95 ferm. kr. 1.235.000,- 3ja-4ra herb. 102,5 ferm. kiy 1.335.000,- 4ra-5 herb. 117 ferm. kr. 1.480.000.- Góð fjármagnsfyrirgreiðsla er nauðsynlegur grundvöllur fyrir því, að svo stór bygging- arframkvæmd sé hagkvæm. Það er von okkar að réttir aðilar leysi þann vanda á við- unandi hátt. Framkvæmd fyrsta áfanga verður lokið eftir rúmt ár og framhald verður í samræmi við markaðsþörf. Við teljum að þessi þróun gefi aukna möguleika til upp- byggingar byggingariðnaðarins sem sérhæfðrar framleiðslu- greinar í þjóðfélaginu og í nánum tengslum við eftirspurn markaðarins hverju sinni. Aðrar framkvæmdir félags- ins er bygging 4000 tonna Vatnstanks á Seláshæð fyrir Reykjavíkurborg, stækkun Á- burðarverksmiðju ríkisins og bygging 160 íbúða fyrir Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar.“ • Lögfræðingar Framhald af bls. 1 arar við Hæstarétt og aði'ir dómarar, sem dæma í mál- um manna í héruðum, eru meira og minna önnurn kafn ir við framkvæmdir allskon- ar mata og álitsgerða, á- samt setu í gerðardómum, sem í framkvæmdinni úti- loka að slíkum málum verði skotið til Hæstaréttar. Þær ásakanir hafa verið hafðar uppi, þessu ástandi til réttlætingar, að dómarar væru svo lágt launaðir að þeim hrykkju ekki dómara- laun sín til lifsviðurværis og ]iað að Hæstaréttardómur- um meðtöldum. Þetta er að sjálfsögðu al- gerlega óviðunandi ástand. Við þetta hefur nú bætzt það ástand, að út af ágrein- ingi dómarafulltrúa við hér- aðsdónrstólana, eru þessir menn í hálfgerðu verkfalli, sem framævæmt er með þeim hætti að draga úr vinnuafköstum — eða að flýla sér hægt, eins og það er kallað. Nú liefur þessi ósómi ver ið kórónaður með því, að fjöldi dómarafulltrúa liefur sett upp lögfræðiskrifstofur, við liliðin á störfum sínum hjá dómsmálastjórninni, og reka þar sjálfstæðan mál- flutning. Menn spyrja: hvern ig getur slikt samrýmst opin- berum dómarastörfum? Við hliðina á þessu þá er það opinhert leyndarmál, að þrátt fyrir það ákvæði, að dómarar skuli vera óliáðir vegna skulda, þá er fjöldi lögfræðinga, eins og gengur og gerist með menn al- mennt, skuldum vafðir og sumir í bókstaflega botn- lausu skuldafeni, auk þess sem drykkjuskapur sumra þeirra og framkoma á opin- berum vettvangi er slik, að ekki getur samrýmst hlut- lausum dómarastörfum. Við þetta bætist svo sá þáttur til viðbótar, að jafn- vel í Hæstarétt eru valdir menn, sem koma beint úr hinni harðskeytlu og lilífð- aralausu islenzku stjórn- málabaráttu; og þótt al- mennt sé reiknað með að Hæstaréttarstarf sé fyrir- iiugað ævistarf, þá eru þess nú dæmi, að fyrrverandi stjórnmálamenn, sem staðið hafa áratugum saman í eld- línu stjórnmálanna, taki sæti í Hæstarétli sem dóm- ara. Og svo, þegar færi bíðst, að þeir hlaupi úr Hæstaréttardómarastarfi, segi af sér og ryðjist að nýju fram á stjórnmálavöl!- inn. Ekkert virðist þvi svo til fyrirstöðu, miðað við stjórn- málaþróunina á íslandi, að virkið stjórnmálamenn geti til skiptis verið Hæstaréttar dómarar, ef þeir lenda í bvr levsi í stjórnmálabaráttunni, og svo, þegar byrlegar lítur út, þá dregið stjórnmála- seglin að liún og lagt á ný’ út á haf stjórnmálanna. Þótt um valinkunna menn sé að ræða, þá er það nú samt svo, að slík skipting starfa frá stjórnmálabaráttu til þess að vera dómari í æðsta dómstól iandsins — og svo stjórnmálabaráttu til skiptis — samrýmist ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til dómara i Hæstarétti. glasbotninum Líkn við þraut Ráðleggingarstöð þjóð- kirkjunnar er merkilegt ný . mæli, sem áreiðanlega á eft ir að gegna mikilvægu hlut- verki. Vilað er að prestar anna slórmerku starfi á heimil- um, þar sem vandkvæði steðja að — og vita fæstir hvaða erill fylgir því iiljóð- láta fórnarstarfi því mætti halda meira á lofti en gert er. Á hitt skal hent núna, að þótt ráðleggingastöð presta sé áfangi í þá átt, að létta áhyggjum af fólki, sem ein hverra hluta vegna er að kikna undan oki lífsins, þá er ekki nóg að hafa þessa stöð opna vissar klukku- stundir á dag. Menn ættu að geta fundið likn við þraut hvenær sem er sólarhringsins. Það er ekki prestsins að segja til um, hvenær sóknarharnið þarf á honum að halda. Heimavafðar sígarettur Margir hafa tekið upp þann sið í dýrlíðinni nú á dögum, að vefja sjálfir síga rettur sínar til daglegrar nolkunar. Fást tiltölulegar ódýrar vafningsvélar og einnig svo ódýrt amerískt sígarettutóbak og mjög miklu munar á verði heima vafinna vindlinga og á þeim, sem seldir eru í pökk um. Vihsælasta tóbakið, sem nolað er í þessar heima- vöfðu sígarettur, heitir Top og er mjög svipað og það, sem notað er i amerískar sígarettur yfirleitt. X- Sætindi Þegar fasteignaskattar leggjast i auknum mæli á húseigendur, og fjárlögin hækka i ótrúlegar fjárliæð- ir, verður manni hugsað til þeirra linda, sem rílcissjóð- ur sækir aðallega sitt fé til. Fyrir utan söluskatt, toll, útsvar og ýmsa aðra skalta, þá eru tolltekjur hins opin hera af luxusvörum — vini, tóbaki og sælgæti — svim- andi háar. Við eigum líka afhurða færa menn í sæl- gætisiðnaðinum, sem eru á heimsmælikvarða. Nægir að nefna nöfn eins og Opal, Lindu, Freyju, Nóa og margar fleiri vandaðar verksmiðjur, sem gefa er- lendum ekkert eftir, fyrir utan öl- og gosdiykkjagerð ir, sem allar greiða offjár i ríkiskassann. Við segjum stundum að sælgæti sé dýrt liér, en það er vönduð vara og léttir af herðum okkar beinum greiðslum í ómetlanlegan sjóð f j ármálaráðherrans. Svo, næsl þegar við fáum okkar hrjóslsykur, verður hann ennþá sætari í munni en áður, ef við höfum þetta i huga. * Skotamál Englendingar sækja það fast, að heiðargæsin is- lenzka sé friðuð. Hún kem- ur til Skotlands á haustin og er yndi og skotmark hrezkra sportidjóta. Hvað vilja þeir leggja l'járhagslega að mörkum lil uppeldis þessum veiði- fuglum? Myndu þeir kosta uppihald Finns fuglafræð- ings? Eða ætlast þeir til að stöðvaðar séu raforku- stöðvabyggingar hérlendis til uppeldis gæsa handa skotmönnum i Skotlandi? Einhver islenzkur gæsa- skotmaður spurði liálfur i einfeldni, hvers virði lóða- réttindi voru i Austurstræti ef, arður heiðalandanna er hagsnrunamál Breta. — Við skildum þetta ekki i bili, en kannske liggur á bak við orðin djúplæg liugs un, sem væri efni i heila grein. Xr Brandarl vikunnar Magnús hafði áhyggjur af að skilja hina kynóðu konu sína eina lieima með an hann fór í tveggja daga helgarferð í viðskipta erindum. Hann setti þess vegna svera stálrimla fyr- ir alla glugga og öfluga járnhurð á útidyrnar, sem hann læsti vandlega. Þrátt fyrir allar þessar varúðarráðstafanir, kom hann, þegar heim kom, að útihurðinni uppsprengdri, svo að hann spurði konuna, hvað eiginlega hefði gerzt. „Æ, liann Tómas í næsta húsi sprengdi upp útidyrn- ar með kúbeini. Svo fleygði hann sér yfir mig og kvaðst ekki fara fyrr en ég bæðisl griða!“ Tómas æpti: „Bannsettur þorparinn. Sá skal aldeilis fá fyrir ferðina!“ Konan livíslaði: „Róleg- ur. Hafðu ekki svona hátt. Það er ills viti að tala illá um DÁIÐ fólk!“ Xr Og svo er það þessi... „Pabbi,” sagði sá sex ára gamli, „ ég ætla að giftast lienni Mæju á morgun.” „Nú, en hún er bara fimm ára,” sagði pabbinn og reyndi að verjast brosi. „Hvað ætlið þið að gera við börnin?” „Jái — við höfum talað um það mál,” sagði dreng- urinn ábúðarmikill og full- orðinslegur. „Alltaf þegar hún Maja verpir, ætlum við að stíga á eggið!” Xr Og enn einn ... Skelfing ófríð stúdína kom blaðskellandi heim til mömmú sinnar og sagðist loksins hafa misst meyjar- haftið. „Nú, hvernig vildi það lil?” spurði móðir hennar vantrúuð. ,,.Ta, það var hreint ekki svo auðvelt,” svaraði dótt- irin. „Þrjár vinkonur min- ar þurftu að halda honum niðri!”

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.