Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 8
8) — nýi TÍMINN — Fimmtudagur 14. maí 1953 1 Einn þeirra fulitrúa sem ánægjulegastan svip settu á Þjóðarráðstefnuna gegn her í landi var Lárus Rist. Lárus heíur áratugum saman verið þjóðlcimnur rnaður; hann var einn af ágætustu frumkvöðlum ungmenríafélagshreyfingarinnar og brautryðjandi sundáþróttar hér á landi. Meö þátttölcu sinni í Þióðarráðstefnunni tengdi hann eaman blómaskeið ungmennafélagshreyfingar- innar og andspyrnuhreyfinguna gegn her í ; landi. i ávarpi sínu á ráðstefnunni lagði Lárus Rist i út af fermingarheiti sínu, en hann var fermd- 5 l ur af séra Jónasi frá Hrafnagili að Ivlunkaþverá i í Eyjafiiði, höfuðbóli Einars Þveræings. i Fyrir 60 árum stóð fámenn- ur hópur af kreistingslegum mannverum, er voru á mótum þess að vera börn og fullorðið fólk, fyrir framan háaltari þeirrar slofnunar, sem þ.ióð vor hefur ^tignað og treyst fyrir andlegri velíerð b-arna sinna í næstum 10 aldir samfleytt. Fyr- ir hvem einstakan voru þess- ar spurningar lagðar: 1. Afneitar þú af öllu hjarta djöflinum og öllum hans verk-um og öllu hans at- hæfi? 2. Trúir þú af öllu hjarta á guð 'föður, son og heilag- an anda? 3. Viltu standa stöðugur í þessum skímarsáttmála þínum til þinnar- dauða- stundar? Allir svöruðu játandi af inni- leik og athöfn þessari fylgdi h.in dýpsta alvara og lotning. Nú er mér það mikil ánægja að skyiggnast inn í hugarfar þessara unglinga, sem svo há- tíðlega sóru sig frá djöflinum og unnu guði heit sitt. Sjón- deildarhringur þessara ung- linga var ekki stór, lifsreynsl- an lítil, og þekkingarforðinn, sem kominn var inn í kollinn mjög takmarkaður, eða svo var það um þann eina koll, sem óg átti í hópnum. Skírnarsáttmálinn var óskilj- anleg ráðgáta. Það var ekki hægt að skilja hann eins og samlagningu eða frádrátt. Full- orðna fólkið og lærðu menn- irnix urðu að bera ábyrgð á honum, því ekki fóru þeir að skrökAm að saklausum börnum við altari droftins. Það var kærleikurinn og traustið til foreldranna, vina og venzlamanna og alls þess sem gott var og guði þóknan- legt í þessum heimi, sem við höfðum svarið hollustueið, svo óþarft var að brjóta heilann um trú og ekki þurfti að trúa því að guð væri til, því að hann var alls staðar sýnilegur í verkum, cg hann mátti heyra og f.inna því öll veröldin óm- aði innan frá hjartarótum út að sjóndeildarhringnum við ■yztu hafsbrún. Og frændliðið var margt og ættbálkux-inn stór. Allir gátu rakið ætt sína til Egils Skalla- grimssonar og var það mikiU heiður að vera í ætt við hann. Það var augljóst að ættbálkur- inn náði óslitinn frá Ingólfi Amarsyni og hinum ágætustu köppum á landnáms- og sögu- öld niður til okkar smælingj- anna við altarið. Það var ekki erfitt að játa. Hugarfarið breyttist ekki í neinum verulegum atriðum með vaxandi aldrj og' þroska og er því nú í dag mjög svip- að því sem það var þá. íslendingar, — því svo hét allur ættbálkurinn — höfðu frá upphafi vega barizt hinni igóðu baráttu. Þeir höfðu kom- ið að landinu ónumdu, sett sér lög og reglur, svo að til fyrir- myndar <var á iþeim tíma og þótt móður Egils væri það mest áhugamál syhi sínum til handa, að kaupa fley og fagr- ar árar, svo að honum yrði hátt og í hljóði, að hér skyldi aldrei koma til vopnaburðar framar og allur her var bann- lýstur. Þetta taldi þjóðin sinn mesta heiður og því mál allra mála. Þjóðin hafði öðlazt skilning á því, að her og vígvélar voru síður en svo vel fallnar til að búa þegnunum hamingju, held- ur var gifta hverrar þjóðar fólgin í stefnufastri og kær- leiksi’íkri félagshyggju ásamt eldi áhugans. Því: Sú þjóð, ;sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim, eins hátt sem lágt má falla fyrir 'kraftinum þeim. Stórskáldin Björnstjerne Björn- son og séra Matthías, sem eiga þessar Ijóðlínur í sámeiningu, gátu trútt um talað. Þeir voru þaulkunnugir menn.ingarstraum um veraldarsögunnar, og verið vottar að frelsisbaráttu margra þjóða og haft náin kynni af því hvernig vopnlaus lýðurinn hratt hverjum einvaldanum á fætur öðrum úr veldisstóli. Þeir þekktu upp á sína tíu fingur atburðarás í frelsisbar- áttu Norður-Ameríkumanna og leiðandi mikilmenni þeirrar ■baráttu. F'ermincfcsrheit mitt þfóð mína og iand við guði mitt auðvelt að halda til hafna og höggva mann og annan, þá vor.u þegar í hinum heiðna sið svo miklir vitmenn að þeim var það Ijóst að vopnaburður og vígaferli var hin versta ó- svinna. Öll lög þeirra og regl- iur hnigu að því að koma í veg fyrir vígaferli og vopnaburð og koma friðsamlegum sættum á milli manna. Einviigi voru bönnuð með lögum, svo menn urðu að leita til annarra landa til þess að fullnægja þeirri löngun sinni að heyja einvígi. Þegar hinn nýi siður, sem kenndur var við Hvíta Krist, barst til landsins, og öll þjóð- in var í uppnámi af ótta við hinn nýja sið, þá samþykktu þcir lög, sem komu í veg fyrir blóðuga stýrjöld. Þannig réðu hinir heiðnu menn úr þeim vanda, sem þeim bar að hönd- um. Lærðir menri segja að þetta sé einsdæmi í kristni- sögu 'allra þjóða, og þetta beri öruggan vott um vit og and- ilegan þroska þeirra manna, sem voru uppi á þeim tíma og að þessu unnu. Aðalboðskapur hins nýja sið- ar var bróðurkærleikur, frið- samlegt samstarf og stuðning- ur við lítilmagnann. Bannað var að slá með sverði. Þegar fram liðu stundir gengu kirkj- unnar menn svo langt í því að útrýma hernaðarandanum að •bannaðir voru kappleikir, sem igátu leitt til þrætu, svo sem 'hestaat og aðrir þeir leikir, sem 'gátu leitt til spillingar á ein- hvern hátt. Um aldamótin síðustu var svo að heyra og skilja, að þjóð- in hefði strerigt þess heit, bæði Þeir þekktu einnig andstæð- una, járnkanzlara Þýzkalands,. Bísmark, sem hafði að kjör- orði: Blóð og járn. Þeir sáu og skildu myndirnar af honum með byssuna og stóru veiðihundana, sem alls staðar var verið að tr.ana fram an í fólkið, til þess að sýna styrk hans og myndugleik, en þær myndir gáfu öllum örugg- lega ti'l kynna, sem voru ekki iblindaðir af dýrðinni, að allt ráðlag hans mundi enda með skelfingu. Og hvað hefur skeð? Yngri menn muna einnig ibrambol't Hitlers og félaga hans Görings, sem bað um fa'll- byssur í staðinn fy.rir brauð og smjör. Ekki fór það betur. Og nú síðast er það atóm- bomban, sem allt á að sigra og koma í staðinn fyrir óargadý.r- án í Róm, sem voru látin rífa menn á hol á fyrstu dögum kristninnar. Óargadýrin, blóð og járn, stríðsvagn'ar Hitlers og atóm- bomban, er í eðli sínu eitt og hið sama. Á því er einungis istigsmunur, sem orsakast af tæknilegri þróun. Allt er þetta: Barnaskapur! He.imska! Brjálæði! 111 fordæmi ættu að vera til þess að varast þau. En engu að síður eiga ís- lendingar nú að fá að vígbúast með aðstoð stórveldanna, til þess að halda uppi friði í heim- inum. Ekki er traustið lítið. Það er glæsxlegra að orða þetta þanniig heldur en að segja hreinan og beinan sannleikann: La.nd sitt eiga þeir að af- henda undir vxghreiður og lifa í bílífi meðan verið er að éta upp andlega og veraldiega höf- uðstólinn, sem þjóðin átti 17. júní 1944. Auk þeirra sveina, sem skyldaðir verða á vígvöll- inn verður að sjá af dætrunum í uppbætur á hraun Pg mela og mold. Vér verðum ekki lengi að hverfa í þjóðahafið. Munum að það er ekki talið stórt þorp meðal stórþjóðanna, sem telur aðeins 150.000 sálir. Öllum má vera Ijóst að í þessum málum er það ekki guð vors lands, sem er að verki. Þetta er svo klaufaleg iblekking að allt athæfi djöf- ulsins og verk hans sjást greini lega í gegnum gyllingahjalið. Burt með allan her! Við ger- um kjarna heimsmenningarinn- ar engan greiða með því að bjóða hernaðaraðilum að koma og traðka vorn forna menning- arreit. Eg veit af eigin raun og því sem nasasjón af bókmenntum Vest'Urheims hefur kennt mér, að þar er margt manna, sem v.ilj.a falslaust heyra rödd fólks- ins, og þeim er það síður en svo nok'kurt fagnaðaref.ni, að vér tökum upp þá iðj'U að 'svíkj.a 'bæði guð og menn. Og nú íæynir á alla þá sem áður hafa staðið við altarið, því alvara tímans spyr: Vi'lfu standa stöðugur í skím- arsáttmála þínum til þinnar dauðastundar? ÞjóðarráSstefnji gcgn hez s lands: [mótmælir þeirri heimskuj að stofna iimlendan her Þjóðarráðstefnan gegn her et'tirfarandi: i'andi samþykkti einróma „Þjóðarráðstefna gegn her í landi, haldin í Reykjavík 5.-7. maí 1953- telur framkoinna hugmynd ákveðinna stjórnmálamanna um stofnun innlend-s hers — undir hvaða nafni sem væri — heimskulega og vansæmanai fyrir eina minnstu þjóð veraldar cg í fullri mótsögn við rótgróna lífsskoðun og þjóðar- eðli íslendinga. Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar hefur aldr- ei, og getur aldrei byggzt á vopnavaldi hers, en hefur alltaf verið grundvölluð á siðræn- um, þjóðréttarlegum rökum og þeirri and- legu menningu sem íslendingar hafa borið uppi og ætíð mun verða þeirra sterkasta vörg í samfélagi fullvalda þjóða".

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.