Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 04.09.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. september 1958 — NÝI TlMINN — (3 í>að hefur verið svo margt rætt og ritað um ameríska hersetu hér á lándi, svo margt verið vel.sagt og svo óhrekj- andi rök færð fram gegn henni, að ég er hræddur um að ég hafi þar litlu við að bæta, sem að gagni mætti koma. Það hefur ekki verið neinn hörgull á þveræingunum í því máli. Gagnrökin hafa aftur á móti engin verið önnur en hinn al- máttugi dollar. En það er samt einn þáttur þess.a máls, sem mig langar sérstaklega að gera að um- talsefni, en það er hlutleysis- stefnan, og kem ég síðar að því. Fátt er manninum eins hug- stætt og fátt finnst honum eins eftirsóknarvert og frels- ið. Óteljandi skarar hafa lát- ið lífið til að öðlast það, ekki sjálfum sér til handa eins og að líkum lætur, heldur með- bræðrum sínum eða eftirkom- endum. Frelsið er ef til vill dýrlegast meðan barizt er fyr- ir því. Þegar það loksins er féngið, þá er það ósýnilegt og óáþreifanlegt ástand og sjálf- sagður hlutur eins og loftið sem við öndum að okkur. Þess- vegna hættir mönnum við að gleyma því sem mest á ríður: að gæta þess og geyma eins og fjöreggið sjálft. Ef til vill þarf maðurinn að hafa sjálfur tekið þátt í baráttu fyrir frelsi fil að geta metið það til fulls og varðveitt það. Við sem vorum að alast upp Um það leyti sem baráttan fyrir sjálfstæði landsins stóð sem hæst, en það tel ég að hafi verið í kringum 1908, við get- um ekki hugsað okkur að gefa eftir snefil af því frelsi og sjálfstæði, sem áunnizt hefur. Enda sýnir sagan, að með auknu frelsi og sjálfstæði hef- ur okkur ævinlega aukizt sjálfstraust, aukizt ásmegin til framfara og framkvæmda, við höfum sem sé sannfærzt um, að við séum menn með mönn- u. Við vorum ungir þegar hin- ar örlagaríku kosningar fóru fram 1908, og höfðum því lítið til málanna að leggja, þó okk- ur sylli móður í barmi. Menn bregðast ólíkt við vof- eiflegum atburðum og örlaga- stundum. Morguninn eftir að svokallaður Keflavíkursamn- ingur hafði verið samþykktur af Alþjngi, mætti ég einum af vinum mínum á götu í Reykja- vík. Ég spurði hann ósköp hversdagslegrar og fávíslegrar spurningar: Hvað segirðu þá? Þessi vinur minn hefur aldrei látið sér bregða við hina vof- eiflegustu hluti, .aldrei misst jafnvægið né látið hugfallast við stríð, örðugleika eða von- brigði. Mér var vel kunnugt um þetta, því við höfðum um mokkurt skeið soltið saman á listamannabrautum okkar. En nú sá ég að honum var brugð- ið, og hann svaraði með meiri hryggð en þó hann hefði misst sinn dýrasta ástvin: Hvað er hægt að segja, þegar búið er að selja landið manns? — Þessi vinur minn var Halldór Kiljan Haxness. Ég segi ykkur þessa sögu til að sýna fram á, að það eru ekki allir sem láta sér í léttu TÚmi liggja hvernig högum okkar er komið. En það tjóar ekki að sýta orðinn hlut, held- ur riaa ö;1dverður gegn því illa og berjast fyrir rétti okk- ar. Franklin Delano Roosvelt var án efa einn af merkutu for- setum, sem Bandarikjaþjóðin hefur átt í seinnitíðar sögu sinni. Það var okkar ólán að hann féll frá einmitt þegar okkur reið allra mest á, því ég efast ekki um að hann hefði staðið við margyfirlýst loforð sitt: Að allur her skyldi fluttur burt af landinu undir eins og stríðinu lyki. En síðan hann féll frá hafa Bandarikjamenn verið seinheppnir í vsli sínu á forsetum, og kastar þó fyrst ur í landinu, verðum einnig að taka sökina á okkar herð- ar, því við höfum látið lítil- siglda stjórnmálamenn toga okkur á asnaeyrunum og gef- ið þeim ítrekað umboð til að hlunnfara vilja okkar, til að svíkja íoforð sín, til að svíkja málstað okkar og ættjarðar- innar. Þetta er smán sem seint verður af okkur skafin. Shakespeare sálugi sagði einhverntíma: There is some- thing rotten in the state of Danmark. En ætli það mætti ekki snúa ummælum hans upp á okkar eigið nútíma þjóðfé- Magnús Á. Árnason listmálari: erlendan her í iandi sínu á friðartímum, að ég hef þegar engu við að bæta. Það væri ástæða til að fara nokkuð út í hagfræðilega hlið þessa máls, en ég læt þeim það eftir, sem betur eru að sér í þeim efnum. Þó er það vitað mál, að hagsæld hverrar þjóð- ar byggist á vinnu hennar og framleiðslu. En þegar talsverð- ur hundraðshluti af vinnu- krafti þjóðarinnar er tekinn frá framleiðslustörfunum og látinn strita við óarðbæra vinnu og þó að sú vinna sé greidd með beinhörðum dollur- um, þá verða þeir peningar aldrei annað en eyðslueyrir, sem hlýtur að hafa truflandi á- hrif á hagkerfi landsins. Og af því höfum við sopið seyðið hin síðari ár. Þegar ég hitti Sigurð Norð- dal eftir að hafa lesið bók hans íslenzk menning, hafði ég orð á því, að eftir lestur bókarinn- ar yrði maður hreykinn af að vera íslendingur. Sigurður svaraði með sinni venjulegu hægð: ,,Maður má líka vera það“. Þetta er orð og að sönnu, en ekki algild sannindi, því á hinum siðustu og verstu tím- um hefur hver aerlegur Islend- ingur oft orðið að bera kinn- roða. fyrir framkomu hinna kvokölluðu stjórnmálaleiðtoga landsins, ekki sizt í herstöðva- Við heimtum að fá að iifa í friði í okkar eigin landi tólfunum, þegar þeir gera her- foringja að forseta, því það er alkunna í öllum hernaðarlönd- um, að hinir vangefnustu af sonum yfirstéttanna eru ævin- lega sendir á herskóla, til ann- ars eru þeir ekki hæfir. Þessir menn hafa heldur ekki vílað fyrir sér að svíkja öll þau há- tíðlegu loforð, sem þeirra ágæti fyrirrennari gaf okkur. En ég saka þá ekki fyrst og fremst, þvi það er ekki nema mannlegt að vilja ota sínum tota og að vilja sjá hve langt er hægt að kom- ast, þar sem fyrirstaðan er veik. En stórmannlegt er það ekki .af einu voldugasta ríki veraldar að niðast þannig á minnsta og varnarlausasta riki í heimi. En ég ásaka okkar eigin stjórnmálamenn — ég segi stjórnmálamenn aðeins vegna þess, að ég hef aldrei tamið mér að bölva eða nota ljótt orðbragð, en þið vitið hvað ég meina. Ég ásaka þá menn í ábyrgðarstöðum, sem svikið hafa ættjörðina með í- stöðuleysi, undirlægjuhætti, lagabrotum, eða öðru verra, sem sé í eiginhagsmunaskyni eða í flokksþágu. Ég ásaka þá jafnvel þó þeir hafi gert það af einfeldni eða í góðri trú eða af einskærri skammsýni. Það er hægt að fyrirgefa margt, en það er aldrei hægt að fyr- irgefa og' á ekki að fyrirgefa svik við fósturjörðina, frelsi hennar, fullveldi og sjálfstæði. En stjórnmálamennirnir eru ekki einir í sökinni. Við, þú og ég, hinir almennu kjósend- lag hér á landi? Er ekki eitt- hvað rotið t.d. í stjórnmálalífi okkar? Ég þarf ekki að svara þeirri spurningu, þið vitið svarið eins vel og ég, vitið að' það er djúptæk spilling í stjórnmálum okkar, spilling sem sýkir út frá sér í allar áttir, spiliing j flokkspólitík- inni og í vali stjórnmálaleið- toganna, en til þeirra virðast veljast hinjr lágkúrulegustu og treggáfuðustu menn, menn sem setja flokkshagsmunina ofar heill og velferð þjóðarinnar. Er ekki mál til komið að við hreinsum til í þessum blessuðu stjórnmálaflokkum okkar og veljum þá menn til forustu, sem hægt er að treysta, menn sem setja ættjörðina ofar öllu? Hvar eru okkar þjóðarleiðtog- ar? Hvar eru okkar þingsköi- ungar? Þeir fyrirfinnast ekki. Og svo eru það taglhnýtingam- ir — þeirra vegna held ég að ætti að gera hvern þann flokk rækan af Alþingi, sem reynir að „handjárna" fylgismenn sína. ,,Handjárn“ í þeirri merk- ingu er andleg kúgun og skerð- ing á mannréttindum, Það eru einkum flokkar, sem kenna sig við lýðræði, er standa fyrir þessari ósvinnu. En hvað er þá orðið um lýðræðið, þegar fulltrúar þess eru múlbundnir og fá ekki að velja og hafna samkvæmt því sem samvlzkan býður þeim? Það hefur svo margt verið sagt um siðferðishlið þessa hersetumáls, um hættuna fyrir menningu landsins, um smán- ina fyrir fullvalda ríki að hafa málinu, eins og ég hef reynt að sýna fram á. En ein er sú stund í lífi mínu, þegar gaman var að vera íslendingur og ég hafði fulla ástæðu til að vera hreyk- inn af þjóðerni mínu. 1. desem- ber 1918 var ég vestur á Kyrra- hafsströnd og þá búinn a"ð vera nokkra mánuði í listaháskólan- um Caiifornia Sehool of Fine Arts í San Francisco. Einn morguninn um þetta leyti komu prófessorar skólans hver á fætur öðrum til mín og færðu mér þá fregn, að ísland væri orðið frjálst og fullvalda ríki. Þeir óskuðu mér allir til hamingju, ekki með fuliveld- ið, sem þeim hefur eflaust leg- ið í léttu rúmi, heldur með yf- irlýsinguna um ævarandi hlut- leysi í hernaðaráí/ökum þjóða í milli, og óskuðu þess um leið að aðrar þjóðir fetuðu í fót- spor okkar. Sú yfirlýsing var heimssögulegur atburður, sem vakti fögnuð í brjóstum frið- elskandi manna um gjörvall- an heim. — En hvernig höfum við, núverandi kynslóð, farið með þetta einstæoa framtak feðra okkar? Höfum vjð enn ástæðu til að vera hreykn- ir? Við erum svo fámenn þjóð, að ekki kemur til nokkurra mála að við hervæðumst, ekki einu sinni til að verja land okkar (það eru til betri varn- ir en vopn), enda höfum við ekki vopn borið til mannvíga í næstum 500 ár. Af þessum sökum verður það alveg ó- skiljanlegt hvernig nokkrum heilvita manni gat komið til hugar að ánetja okkur hernað- arsamtökum þjóða, sem eru allar gráar fyrir járnum. Eitt stærsta óheillaskref, sem þessi þjóð hefur stigið á seinni tím- um var það, þegar við gengum í Atlanzhafsbandalagið, og af- neituðum þar með hinni merku hlutieysisyfirlýsingu frá 1918. Svo' er fyrir að þakka að land okkar er eyja úti í reg- inhafi. Við höfum því aldrei þurft að -þola hernaðarlegan yfirgang næstu nágranna, og við þá ekki heldur troðið ill- sakir við nokkrar aðrar þjóðir. Sjálfstæði okkar glopruðum við út úr höndum okkar ein- ungis vegna hins illræmda þjóðarlastar: Innbyrðis ósam- komulags. Og ef áfram heldur eins og nú horfir og séum við ekki vakandi á verðinum, þá er hætt við að sagan frá 1264 endur'taki sig. Margir hafa trúað því vegna þrenginga þeirra, sem þ.ióð vor hefur gengið gegnum á um- liðnum öldum og vegna hnatt- legu landsins og stöðugrar bar- áttu landsmanna við náttúru- öflin, þar sem þeir hafa oftast komið öflugri en áður út úr hverri orrahríð, þá hefði þessi þjóð einhverju sérstöku hlut- verki að gegna, hlutverki, sem gæti orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Það er alveg aug- Ijóst hvað það hlutverk gæti eða ætti að vera, Ætturn við stjórnvitringum á að skipa og fælum stjórn landsins hinum vitrustu og beztu mönnum, þá væri hér upplagt tækifæri til að skapa fyrirmyndarþjóðfélag. Þjóðin er lítil og heilsteypt að ytra formi, vel menntuð og sæmilegum gáfum gsedd. Hér er ekkert kynþáttavandamál, ekkert þjóðarbrot útlendra manna, engar trúarbragðadeil- ur, engin örbirgð né ofsagróði, og tungan er ein og sú sama fyrir allt landið. En hvað er okkur þá að vanbúnaði? Okkur eins og öllum öðrum þjóðum er það lífsnauðsyn að friður haldist í heiminum. En er það vænlegt til friðar, að við gerumst handbendi víg- óðrar hernaðarklíku? — Árið 1918 var það eins dæmi að þjóð lýsti yfir ævarandi hlut- leysi í hernaðarátökum, en heimskir menn hafa eyðilagt — um stundarsakir — þau há- leitu áform. En síðan hafa aðr- ar þjóðir gengið sömu götu og við reyndum að þræða 1918, þjóðir, sem nú njóta virðing- ar .alls heimsins, og á ég þar við Sviþjóð, Sviss, Austurríki og Indland meðal annarra. Væri það ekki vænlegra til friðar fyrir okkur, að slást í för þeirrar glæsilegu fylking- >ar? Heimurinn skiptist nú að meira eða minna leyti í tvær andstæðar fylkingar, með sinn þursann í hvorri áttinni, austri og vestri, sem æpa ókvæðis- orðum hvor að öðrum og láta ófriðlega. En sem betur fer er þriðja fylkingin á uppsiglingu, sem verða mætti það afl, er haidið gæti þursunum í skefj- um, og þessi fylking, fylking hinna hlutlausu þjóða, nýtur þeirra forréttinda að hafa stuðning manna í öllum álf- um heims, í næstum hverju landi, og jafnvel meðal þeirra þjóða, sem vígreifastar eru. Lóð okkar er ef til vi1! l»tt á

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.