Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.12.1959, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 10.12.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. desember 1959 — NÝI TÍMINN — (3 MánaSarreynsla af tveggja daga veSurspám Einn mánuður er nú liðinn íra því Veðurstofan hóf að gera veður- spár fyrir tvo daga í senn. Spár þessar eru gerðar í hinum gamla, þrönga stríðsáraflugturni á Reykjavíkurflugvelli. Þangað skulum við hverfa um stund. .72% þeirra reyndust veí Á umráðasvæði Veðurstof- unnar í flugturninum eru borð og veggir þakin kortum en lágur gnýr sítitrandi véla niðar í eyrum. í kvöld er Páll Bergþórs- son á vakt, auk annarra starfsmanna, en veðurfræð- ingarnir á vöktunum móti Páli eru hinn gamalreyndi stríðsmaður í baráttunni við veðurguðina, Jón Eyþórsson og Jónas Jakobsson. Páll er enn ungur maður, en hann þarf ekki að kynna, hann er : þegar orðinn þjóðkunnur fyr- ir veðurþætti sína í útvarp- inu og bókina Loftin blá. — Nú er fyrsti mánuður ■ tveggja daga spánna ykkar liðinn, segðu okkur því ofur- iítið, Páll, um þessar spár og ágæti þeirra. — Vegna þess hve þetta er skammt komið enn vil ég að vita eitthvað fram í tím- ann. Það er auðvitað að tveggja daga spá er ekki eins áreið- anleg og sólarhringsspá. Það er augljóst að því lengri tíma sem spáin nær yfir því óvissari verður hún, en hins- vegar geta þeir sem veður- glöggir eru keppt við okkur fyrir næsta heilan eða hálfan sólarhring, — eftir veðurút- liti á staðnum sem þeir búa á, en gagnvart lengri spám stöndum við betur að vígi, því þá bvggist spáin á fjar- lægum veðrum. 72% hafa reynzt vel. — Þótt tveggja sólar- hringa spár séu vitanlega lé- legri en sólarhringsspárnar þá ætti af fyrrgreindum á- stæðum að vera nokkur á- stæða til að reyna við þær; Reynsla annarra. — Hver er reynsla annarra þjóða ? — Eg þekki bezt til í Nor- egi og Svíþjóð. Þar hafa þeir um nokkurt árabil reynt að spá fyrir 2—3 daga. Þeir telja rétt, eftir þá reynslu, að halda þessum spám áfram. — Er betra að spá um veður þar en hér? — Veðurbreytingarnar eru meiri og örari hér, og þess vegna greinilegri og skýrari að ýmsu leyti, sérstaklega að vetrarlagi. Hjá þeim er meira staðviðri og breytingar á veðri frá degi til dags minni og um leið ógreinilegri, og getur því verið erfiðara að sjá þær fyrir. En svo kemur það á móti að þeir hafa meira af veður- athuganastöðvum í kringum Páll Bergþórsson veðurfræðingur að teikna veðurkonf í Veðurstofunni. — Ljósm. Sig. Guðni. sem fæst um þetta segja, svarar Páll. Við byrjuðum með tveggja daga veðurspár 5. nóvember s.l. en eiginlega eru tvö ár síðan við byrjuð- um að gera tilraunir með þetta, —- þegar timi leyfði. Ákveönar óskir. — Höfðu komið fram • nokkrar óskir um slíkar spár? — Já, ákveðnar cskir ■ höfðu komið fram frá ýmsum . aðilum, sérstaklega bændum, . sem hafa mikinn áhuga fyrir . þenn, einkanlega á sumrin, en þá getur komið sér vel þó verður "reynslan af þeim að sýna að þær séu meira til að ie'ðbeina en villa. . ■— Hver hefur reynslan orðið þennan fyrsta mánuð ? — Við byrjuðum illa! Byrjuðum með þremur lé- legum í röð, en nú síðast komu 10 góðar í röð. Af 1S s.pám (sem gerðar höfðu vcr- ið þegar spjall þetta fór fram) liafa 13, cða 72% revn/.t góðar. Það má búast við að fyrst um sinn skiptist á góðar spár og lélegar, — stundum leik- ur veðr'ð við veðurfræðing- inn, stundum snýst það gegn horitím. s'g, bæði í háloftunum og á jörðu niðri. Ilér l'yrir vestan okkur — á svæðinu sem við fáum flest okker veður frá eru aðeins nokkur veðurathuganaskip, auk Bermmla- og Azorcyja. Nú breiðir Páll úr einu hinna mörgu korta sem hér eru geymd, og heldur áfram: Hér er janúarkort yfir 40 ár, það sýnir að vestanstormurinn, vestan-suðvestanstormur, er ráðandi allan tímann. Allir vinna saman. — Þið hafið samvinnu við flestar veðurstofur á norður- hvelinu ? — Já, allar þjóðir skiptast Hér sjáið þið Búa Jóhannsson mynda sig til að lesa veður- fréttir í útvarpið. — Ljósm. Sig. Guðm. Þetta er eitt af veðurkoi'junuin sem rafeindaheilinn BESIÍ f Stokkhólmi gerði með aðferð þeirra Páls Bergþórssonar og Bo R. Döös, fékk vélin veðurathuganir á einstökum s'töðum, og reiknaði út frá því hvernig Pnurnar læ.gju um allt kortið. Telja Svíar að þessi kort séu sízt verr gerð en lijá æfðum veður- fræðinguin, cn aðferðin sparar mikla undirbúningsvinnu og •iíma við spárnar. á veðurfréttum, mun óhætt að segja að lengri og betri alþjóðasamvinna hafi verið um þetta en á flestum öðr- um sviðum. Enginn er sjálf- um sér nógur í þessu efni, — vindurinn gerir ekki greinar- rnun á þvi á hvern hann blæs! Slík samvinna er mjög nauðsyn’cg. Nýjustu veður- spár eru gerðar með rafeinda- heilum, og þykir nauðsynlegt að hafa allt norðurhvelið undrn í einu. Hann vann aö fyrstu spánni. — Hve langt er síðan byrj- að var að nota raíeindaheila við veðurspár? — Eg he’d að fyrsta ti'- raunin með þetta í daglegri þjónustu fyrir framtíðina hafi verið 24. apríl 1954 í Stokkhólmi, — ég vann ein- mitt við að teikna kort'ð sem hún var gerð eftir, við vor- um á undan Bandaríkjunum með þetta í Stokkhólmi. Bandaríkjamenn voru að vísu fyrstir að gera tilraunir með þessar aðferðir, en þe:r not- uðu gömul veðurkort og vissu því fyrirfram liver út- -— Segðu mér meira af þessari fyrstu tilraun. — Þetta var einstök til- raun sem gerð var í stofnun prófessors Rosbys sem segja má að sé einn af frumkvöðl- um þessara nýju aðferða, fyrst í Bandaríkjunum svo í Svíþjóð. Svo var aftur reynt um haustlð 1954 um nokkurt tímabil. — Og hver varð reynslan? — Þetta gaf allgóða raun og við tilraunir síðar um veturinn reyndust þessar veð- ursp.ír ótvírætt betri en spár gerðar á sænsku veðurstof- unni með venjulegum aðferð- um. Síðan hafa Svíar haldið nokkuð áfram slíkum til- raunum, einkum var það veðurstofa sænska flughers- iro sem hafði mikinn áhuga fyrir slíkum spám og taldi sig hafa töluvert gagn af þeim. Nú gera Bandarikja- menn bæði 36 tima og 48 tíma spár, og stundum jafn* vel þriggja sólarhringa. Veðurfræöingar „hátt uppi“. -— Það var byrjað með að spá fvrir 5 km liæð, heldur Páll áfram. koman átti að verða. Framhald á 8. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.