Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.2009, Blaðsíða 24
sóttar og án þess að drykkjuskapar-ófögnuður vœri þar áberandi. “ Og þar með lýk ég tilvitnunum í Sigurlaugu, þá frómu og hreinskilnu kvenfélagskonu. Síðan tók hvert verkefnið við af öðru sem þurfti að styrkja, safna fyrir, vinna að. Sjúkrahúsið á Selfossi var í uppbyggingu frá 1956 og oft var safnað fyrir ýmsu sem vantaði þar. Félagsheimilið var byggt, og vígt 1961 og það gjörbreytti starfi og aðstöðu Kvenfélagsins. í fyrstu var vinnan við að innrétta húsið: sauma gluggatjöld, kaupa leirtau, hnífapör, og annað sem til þurfti, síðan tók veitingareksturinn við og endalaus umræða um bakstur og veitingar, sem var aðal fjár- öflunarleið Kvenfélagsins um langt árabil. En Kvenfélagið telst eiga hlut í Aratungu fyrir sitt vinnuframlag. Og það var fleira: Fyrst var gengist fyrir endurbót- um á gömlu sundlauginni, síðan byggð ný sundlaug, íþróttahús og stofnaður leikskóli. Það var byggt við barnaskólann, nýbygging vígð 1990 og önnur viðbygging nú fyrir tveimur til þre- mur árum. Það hafa því alltaf verið nóg verkefni til að styrkja og Kvenfélagið hefur lagt þar sitt af mör- kum. Líknarmálin hafa verið hugleikin Kvenfélaginu gegnum árin. Stuðningur innansveitar við heimili sem eiga í erfiðleikum eða lenda í óvæntum áföllum og eins stuðningur við hin^ýmsu líknarfélög á lands- vísu, t.d. Þroskahjálp og SIBS. Kvenfélagið hefur staðið fyrir námskeiðum af ýmsu tagi, þau eru niðurgreidd fyrir kvenfélag- skonur, en þó oftast opin öllum konum í sveit- arfélaginu. Aður en Aratunga komst í gagnið voru nám- skeiðin haldin heima hjá kvenfélagskonunum, á Brautarhóli, Torfastöðum, Vatnsleysu og víðar, en á seinni árum hafa Aratunga og Bergholt verið aðal samkomu- og fundarstaðir kvenfélagskvenna. Eitt af því sem Kvenfélagið hefur gert í mörg ár, er að fara í skemmtiferðir með eldri borgurum sein- ni part sumars og hefur verið gerður góður rómur að þeim ferðum. Enda vandfundnir hressari ferðaféla- gar en gamla fólkið. Vísur og gamanmál ávallt á hraðbergi. Svo hefur verið stunduð skógrækt um árabil í Kvenfélagsreitnum á Spóastöðum, sem Áslaug og Þorfinnur á Spóastöðum, voru svo vinsamleg að veita félaginu notarétt af. Verður þarna skjólgott og fallegt útivistarsvæði við þjóðveginn í framtíðinni. Til gamans má lrka geta þess, að það var veitinga- nefnd Kvenfélagsins sem ákvað að á Þorrablótum í Aratungu skyldi borðað úr trogum og að fólk kæmi með matinn með sér þegar Aratunga var tekin í notkun 1961. Hefur sá siður haldist fram á þennan dag. Kvenfélagskonur hafa gert ýmislegt sér til skemmtunar í gegnum tíðina til að efla félagsan- dann. Má þar nefna: fræga útreiðartúra, 19. júní fer- ðir/ gönguferðir, jólaferðir á aðventu, heimsóknir til nágrannakvenfélaga, leikhúsferðir, skemmti- og menningarferðir. Hafa margar þessar ferðir orðið eftirminnilegar og kannski ekki síst þær þar sem veðurguðirnir voru ekki alveg hliðhollir! Verða sögur af þeim fræknu ferðum að bíða betri tíma. Formenn Kvenfélags Biskupstungna eru orðnir 15 frá upphafi og hafa verið mis lengi. Eins og fram kom í upphafi þessa pistils var fyrsti formaður félgsins Anna Eggertsdóttir læknisfrú í Laugarási. Var hún formaður til ársins 1932 eða í þrjú ár. Við tók af henni frú Sigurlaug Erlendsdóttir, prestsfrú á Torfastöðum, sem vitnað var í hér að framan, og var hún formaður í 23 ár, eða til ársins 1955. Einn form- ann enn vil ég nefna, sem setti mikið mark á Kvenfélagið sem formaður í mörg ár, en það var frú Anna Magnúsdóttir, prestsfrú á Torfastöðum og síðar í Skálholti, sem var formaður í 12 ár, eða til ársins 1969. Reyndar gegndi varaformaður, Guðný Pálsdóttir, embættinu í tvö ár á tímabilinu í veikin- dum Önnu. Aðrir formenn hafa verið skemur, eða tvö til fimm ár. Þegar lesið er í gegnum fundargerðarbækur og minningabækur Kvenfélagsins er svo ótal margt sem segja mætti frá og bæta inn í þessa upprifjun. Eg vona þó að þið séuð nokkuð fróðari um Kvenfélagið og starfið þar, þetta er skemmtilegur félagsskapur. Og ef þið konur viljið kynnast öðrum konum í sveitinni og vinna samfélaginu hér í Biskupstungum gagn, þá er þetta vettvangurinn. En, - góðir sveitungar. - Ef við nytum ekki stuðn- ings ykkar til góðra verka, myndi lítið vinnast. Fyrir ykkar stuðning erum við ævinlega þakklátar. Geirþrúður Sighvatsdóttir, Miðhúsum. Litli Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.