Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Page 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1996, Page 10
framhald afbls. 1 stuðlar að því að afkomendur vesturfara heimsæki ættland forfeðranna og geti kynnt sér uppruna sinn, sögu og menningu. I Skagafirði er hið ákjósanlegasta umhverfi fyrir Vesturfarasafnið. Ferðaþjónusta er mjög öflug í hér- aðinu, hægt er að gista í þorpinu þar sem safnið er, á bóndabæjum í nágrenninu eða á hótelum, sem eru ekki langt undan. í nágrenni við Vesturfarasafnið eru ýmsar minjar frá síðustu öld, torfbæir, torf- og timburkirkj ur og eitt af elstu steinhúsum uppistandandi á íslandi, dóm- kirkjan að Hólum í Hjaltadal, byggð 1763. í Skaga- firði eru átta hús undir umsj ón Þj óðminj asafns I slands og mörg önnur hús eru þar friðuð samkvæmt þjóð- líf forfeðranna og með þjónustu ættfræðisetursins geti þeir aflað upplýsinga um skyldfólk sitt á íslandi og Islendingar fengið að vita um frændur sína vestra. Talið er, að vel á annað hundrað þúsund manns af íslensku bergi brotnir, séu nú í Kanada og Bandaríkj- unum. Ættfræðisetrið: Eins og að framan er getið, mun Snorri Þorfinnsson ehf. reka ættfræðisetur samhliða Vesturfarasafninu. Þar er ætlunin að verði hægt að veita upplýsingar um ættir og uppruna þeirra sem óska; V estur-í slendingum um uppruna sinn ogættir og íslendingum um skyldfólk sitt í vesturheimi. Ættfræðisetrið verður starfandi allt árið og þjónusta þess veitt gegn gjaldi. Sterfsemi af þessu tagi byggir á að notuð sé besta tiltæk tækni og Hofsós, sem var aðal verslunastaður Skagfirðinga fram undir aldamótin 1900 er því kjörinn staður fyrir safnastarfsemi sem þessa. I Vesturfarasafninu, sem opnað verður sumarið 1996, eins og áður er nefnt, verður leitast við að sýna hvemig mannlíf og aðbúnaður var á I slandi á árabilinu 1870 - 1920 og hvernig aðbúnaður ferðalanganna sem fluttu vestur um hafvar. Raktar verða aðstæður hér á landi og hversvegna fólk tók svo afdrifaríka ákvörðun að yfirgefa ættland sitt. Einnig er ætlunin að varpa ljósi á aðkomu og afkomu Islendinganna í nýjum heimkynnum vestra eins og tök verða á. Byggðasafn Skagfirðinga mun hafa veg og vanda af uppsetningu Vesturfarasafnsins undir styrkri stjóm Sigríðar Sigurðardóttur safnstjóra á byggðasafni Skagfirðinga. Von er til að með þessu móti megi gefa afkom- endum vesturfaranna og öðrum safngestum innsýn í skiptatækni. Megin vinnan fellst í því að safna saman ættfræði- upplýsingum sem til eru, samræma þær og koma í vinnsluhæft form. Hér er um viðamikið og spennandi verkefni að ræða. Undirbúningsvinna er að nokkru hafín og er ætlunin að Háskólinn á Akureyri sjái um söfnunar- og skráningarþáttinn, en ættfræðisetrið veiti þjónustuna þeim sem þess óska. Vonast er til að þjónusta ættfræðisetursins geti hafist á árinu 1997. Bókasafn, vinnuaðstaða og fyrirlestrarsalur. I húsnæði félagsins og nánum tengslum við ætt- fræðisetrið, verður bókasafn og tölvutæk gögn til afnota fyrir fræðimenn. Slík fræðastörf yrðu frekar unnin utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Þá er í boði húsnæði í gistihúsum á staðnum og gott næði, sem er nauðsynlegt. Slík fræðastarfsemi gæti farið fram í tengslum við menningarsamstarf íslands og Kanada eða Bandaríkjanna. 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.