Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2005, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2005 Ur fórum Péturs Zophaníassonar Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, barnabarn Péturs Zophaníassonar og stjórnarmaður í Ættfræðifélaginu, hefur Ijáð Fréttabréfinu gamalt bréf sem Skúli Guðmundsson á Keldum sendi afa hennar 1941 vegna Víkingslœkjarœttarinnar. Þetta mikla œttfrœðirit hefur á seinni árum verið endurskoðað og aukið og nú er í vinnslu 9. bindið. Gert er ráðjyrirþví 10. á næstu árum. Bréf Skúla Guðmundssonar til Péturs Zophaníassonar Keldum 6. nóv. 1941. Herra ættfræðingur Pétur Zóffóníasson. Kæri vin ! Um næstliðin ár hefi eg reynt að hitta þig í Rvík, og gert allmargar tilraunir allt upp í 3ja himin, eða en hærra- til einskis, og fer nú kunningsskapurinn að fymast þó mér sé jafnan ógleymanlegt að minnast allra gjafa þinna og hjálpsemi mér til handa. Eg hefi verið að vonast eftir útgáfu Vrkings- lækjarættar um langt skeið, sérstaklega nú í pen- ingasvelti margra. Annars hefi eg fengið 2 hefti, sem eg ekki einu sinni veit hver sent hefur. Eg var búin að útvega 7-8 kaupendur, en sumir af þeim eru dánir og þar með úr sögunni. Þó hefði eg nú viljað fá 6-7 eintök til reynslu og þá verðið um leið. Verð þeirra vil eg senda að hálfu eða öllu leyti fyrir fram ef áskilið er og að sjálfsögðu verð fyrir þau hefti sem eg hefi þegar fengið. Þetta með útsöluna vesnar með Skúli Guðmundsson varfœddur á Keldum á Rangárvöllum 1862 og bjó þarfrá 1896 til œviloka 1946. Skúli var mikill áhugamaður um Víkingslcekjarœttina, en bœði hann og kona hans Svanborg Lýðsdóttir voru afþeirri œtt. I Rangvellingabók segir m.a. að Skúli hafi haft ríka fræðsluhneigð, fengist allmikið við ritstörf og verið vitur maður og tillögugóður. Skúli var langafi Friðriks Skúlasonar tölv- unarfrœðings, sem borið hefur saman œtt- frœðigögn nýju útgáfunnar við Islendingabók, og afi Sigurðar Sigurðarsonar yfirdýralœknis sem hefur verið driffjöðrin í endurskoðaðri og viðbœttri útgáfu Víkingslækjarœttarinnar. Báðir eru þeir frœndur þrefaldir afkomendur Bjarna Halldórssonar sem Víkingslœkjarœtt er frá talin. mánuði hverjum sem líður því búast má við, að einhverjir (af þeim sem hjá mér eru skrifaðir) hafi fest kaup á því sem út er komið. Þegar svona langt líður milli útgáfu heftanna og er þá lokið með útsölu til þeirra. Greinilegt verð þarf að fylgja hverju hefti. Þær litlu athugasemdir sem eg hefi fundið eru löngu gleymdar og tíndar. Annars verður ritið stór- merkilegt og höfuðprýði að bústöðum manna og öllum ártölum, slfk sönnunargögn með tímatali og skara langt fram úr ættartölum fyr og síðar, eins og hún er hin lengsta og nákvæmasta. Þessari fjölmennu ættartölu hefur auðnast að fá höfund sem valla mun annar eins til vera, aðeins mun þykja nokkuð þunglamalegt stafliðatalið, en blað- síðutal bætir þar stórum úr og svo væntanlegt regist- ur. Það er víst alómögulegt að gera ættartöluna svo úr garði, að hvergi finnist vöntun eða missmíði á, og því óhugsandi að draga prentun með því augnamiði. Má vel vera, að einmitt með prentuninni við lestur finnist eitthvað sem takandi er til greina. Um fram allt bið eg þig um að láta ekki festa inn hina síðari mynd af mér, hún er óbrúkleg að mínu áliti. Formálinn sem eg sendi er næsta ófullkominn. Eg rak þá vitleysu áfram í hasti; hélt það þá og þegar að á honum stæði til prentunar. En gaman jafnvel nyt- samlegt er að fá hann í eptirmála þ.e. sagnir og mannlýsing eptir Þorstein í Skarfanesi. Annars verður það aldrei kunngerrt, en hér á það við. (Eitt aðalefni hans vildi og fá úr Arstíðuskrá J.Þ. en um það leyti sá eg það í Ættir Skagfirðinga ein af þem senr þú gafst mér. En nú er máske minni þörf á því en fyr, því vakning allmikil mun þegar orðin fyrir Pétur Zophaníasson þann mikla ættfrœðing þarf vart að kynna fyrir lesendum Fréttabréfsins. Hann var einn af stofnendum Ættfrœðifélagsins og fyrsti formaður þess. Pétur sá m.a. um útgáfu Víkingslœkjarœttarinnar, þess mikla rits. Hér fer á eftir merkilegt bréf sem Skúli Guðmundsson á Keldum sendir Pétri í sambandi við útgáfuna. http://www.vortex.is/aett 13 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.