Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2005, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2005, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2005 um, ábótum, biskupum, stöndugum bændum og lögréttumönnum. Um þá sem minna mega sín stend- ur oft að af þeim sé aðeins almúgafólk komið og það sjaldnast tíundað nánar. Það er ekki fyrr en menn fara að rita sérstakar ættartölubækur að íslenskar alþýðuættir koma til sögunnar. Það var Þórður Jónsson í Hítardal (d. 1670) sem ritaði fyrstu þekktu ættartölubókina. Sú bók er varðveitt í afskrift í safni Arna Magnússonar í Kaupmannahöfn. (A. M. 257-258, fol). Bók Þórðar snertir fyrst og fremst ættir á 16. öld og fyrri hluta 17. aldar. Á þessari ættartölubók Þórðar byggði svo séra Jón Ólafsson á Lambavatni sína ættartölubók. Nokkrar smærri ættartölubækur eru einnig til frá síðari hluta 17. aldar. 18. öldin býður upp á mun fleiri og aðgengilegri heimildir. Þá koma til sögunnar Benedikt lögmaður Þorsteinsson (d. 1733) sem ritaði um 1400 bls. verk, séra Jón Halldórsson í Hítardal (d. 1736), Hannes biskup Finnsson í Skálholti (d. 1796) og Magnús Ketilsson sýslumaður (d. 1803). Snóksdalín Það er svo á fyrri hluta 19. aldar sem ættfræðin verulega blómstrar og fram koma þau ættfræðirit sem ómissandi eru hverjum þeim sem ættir rekur á íslandi. Þetta eru þrjú mjög umfangsmikil ættfræði- söfn sem unnin eru nær samtímis. Hér er um að ræða ættfræðibækur Ólafs Guð- mundssonar Snóksdalín, verslunarstjóra og bónda (f. 1761 d. 1842), Jóns Espólín sýslumanns (f. 1769 d. 1836) og Steingríms biskups Jónssonar (f. 1769 d. 1845). Segja má að þessi þrjú ættfræðisöfn séu grundvöllurinn að nútíma ættvísi Islendinga. Af þeim eru tvær þær fyrstnefndu skráðar á svipuðum tíma og spanna víða tímabilið 1650-1800. Ólafur Snóksdalín endurritaði safn sitt að minnsta kosti átta sinnum og bætti alltaf við nýjum og nýjum ættliðum. Þar er að finna ættrakningar sem hvergi er að finna annars staðar. Safnið er um 1000 bls. í fólíóstærð og er hver blaðsíða tvídálka. Espólín Bækurnar eru mjög torlesnar þeim sem óvanir eru en með yfirlegu og æfingu komast menn þó þokkalega fram úr þeim. í því handriti sem liggur til grundvallar útgáfunni eru mjög viðamiklar viðbætur gerðar af Hannesi Þorsteinssyni þjóðskjalaverði en hann taldi safn Ólafs Snóksdalín vera „eitthvert hið allra áreiðanlegasta og fullkomnasta ættfræðisafn íslenskt“. Nafnaskrá fylgir verkinu. Ættartölubækur Ólafs Snóksdalín eru í þrem bindum og voru aðeins gefin út 75 eintök. Ættartölubækur Jóns Espólíns sýslumanns eru einnig yfirgripsmiklar. Þær hafa verið gefnar út í ljósriti. Textinn er nokkuð auðlesinn. Einnig því verki fylgir nafnaskrá. Ættartöluhandrit Steingríms biskups Jónssonar hafa ekki verið gefin út en eru til Upphaf íslendingabókar Ara fróða. „ísland byggðist fyrst ýr Norvegi á dögum Haralds ens hárfagra, Halfdanarsonar ens svarta.... á Handritadeild Landsbókasafns og á spólum á Þjóð- skjalasafni. Sýslumannaævir Ein er sú heimild sem ómissandi er við ættrakningar en það eru Sýslumannaævir Boga Benediktssonar. Þær eru mjög yfirgripsmiklar og tengja víða fornar ættir við tuttugustu öldina. Þrátt fyrir nafnið leynast þar upplýsingar um óendanlegan fjölda alþýðu- manna, en í bókunum tíundar Bogi Benediktsson afkomendurna óháð þjóðfélagsstöðu. Allar þessar heimildir er hægt að nálgast á Þjóðskjalasafninu og mörgum stærri söfnum. Þær eru einnig af og til til sölu hjá fornbókasölum, en verðið er hátt. Islenskar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, eftir Pál Eggert Ólason og Jón Guðnason í 6 bindum eru einnig mjög nauðsynlegar við ættrakn- ingar. Þar eru æviágrip og ættrakningar helstu manna í íslensku þjóðfélagi frá landnámsöld til nútíma. Með þeim má auðveldlega rekja sig aftur í aldir ef menn komast á spor einhvers þekkts manns. Manntöl Frumheimildir eru auðvitað margar og nauðsynlegar við allar ættfræðirannsóknir. Fyrst er þar að telja manntölin. Manntöl eru algjör undirstaða þeim sem vilja fara að fást við ættrakningar og vita takmarkað, en þar er að fmna uppruna fólksins. Oftast nær vita menn heimilisfang á einhverjum tíma og í mann- tölunum er að finna fæðingarsóknina og aldurinn ef honum má treysta. Einnig oft foreldra, maka og börn. Elsta manntalið á íslandi er frá 1703. Það er af öllu íslandi og er það elsta manntalið í heiminum sem nær yfir heilt land. Það er einstakt að því leyti að þar er enginn undanskilinn, teknir jafnt sveitar- ómagar sem höfðingjar. Manntalið 1703 hefur verið gefið út ásamt manntali frá 1729 sem tekið var í þremur sýslum. Næsta manntal þar sem skráðir eru allir bændur og víða heimilisfólkið allt er frá 1762. Næsta manntal þar sem allir eru teknir með er frá 1801 og síðan er tekið manntal 1816. Bæði þessi manntöl hafa verið gefin út. http://www.vortex.is/aett 15 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.