Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2007, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2007 En harðindin sverfa að og í ljóðabréfi til Björns sonar síns yrkir Olafur: Afþví heyjaaflinn minn ekki er til dugandi. Fráleitt er aðfolinn þinn fullvel sé í standi. Þó magitr sé og meir en það mergur er í kalli. Hann mun standa hin þó að hrossin niður falli. Tel ég stœði trippið sig ef tíðin fœri að skána. Heldur kœmi hart við mig úr hor ef drœpist Grána. Það eina sem gleður er sopinn og Ólafur yrkir: Hér þó gerist hart um smekk handa gömlu trýni. Þriggja pela flöskufékk fitlla af brennivíni. Þau Ólafur og Ingibjörg taka líka stefnuna vestur. Lífið er betra þar. Og Ólafur yrkir: Styngur korði muna minn mitt er bú á sandi. Mér svo forði forlögin að fúna á Norðurlandi. Guðfinnskelda Sömu sögu er að segja af Guðfinni og Jóhönnu Hólmfríði, foreldrum Agnesar langömmu minnar. Þau hafa heldur ekki frá neinu að hverfa. Steinunn litla dóttir þeirra, skírð eftir móðurafa sínum Bama- Steini, Sigfússonar Bergmann og Steinunni föður- ömmu sinni á Litla-Bakka í Miðfirði, fór ung í gröfina. Agnes er eina bamið þeirra sem lifir, augasteinnin þeirra og yndi, að ekki sé minnst á litlu barnabömin Guðfinn, Ólaf og Guðmund sem öll eru farin yfir að Breiðafirði. Þau Guðfinnur og Jóhanna Hólmfríður stefna því líka vestur. En bæjarleiðimar gátu verið langar í þá daga. Fyrst bjuggu þau eitt eða tvö ár í Bakkaseli, örlitlu býli uppi á Laxárdalsheiði, en síðan á Svalhöfða sem er næst fremsti bær í Laxárdal. Varðveist hefur saga af Guðfinni langalangafa mínum frá Svalhöfðaárunum, en þá var Guðfinnur rúmlega fimmtugur. Þar sló hann keldu sem hann ranglega taldi sig hafa yfirráð yfir, en hann var náttúrlega ekki mjög kunnugur á þessum slóðum. Þegar svo Sólheimabóndinn ætlaði að fara að slá sína keldu var Guðfinnur búinn að því. Út af þessu spunnust miklar deilur og var keldan upp frá því kölluð Guðfinnskelda og er svo enn sbr. örnafnaskrá Svalhöfða og Sólheima. Hólmfríður Björnsdóttir (1877-1935) húsfreyja í Vogi á Fellsströnd, ásamt Einari Guðbrandssyni manni sínum og Valgerði dóttur þeirra. Guðfinnur, langalangafi hefur trúlega verið svolítill ævintýramaður, en ungur giftist hann konu sem var 22 ámm eldri en hann. Hún hét Bergþóra Jónsdóttir frá Egg á Hegranesi, f. um aldamótin 1800. Hún var langamma Benedikts heitins Jakobssonar vinar míns úr Ættfræðifélaginu. Guðfinnur var fæddur 1822. Þau Bergþóra bjuggú aldrei saman, áttu engin börn saman og skildu eftir árið! Um ástæðu hjónabandsins veit enginn lengur. Þegar Guðfinnur var aðeins átta ára gamall gerðist atburður sem sjálfsagt hefur markað djúp spor í fjölskyldu hans en það var aftaka þeirra Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar. En móðir Friðriks, hin alræmda Þorbjörg Halldórsdóttir, og Steinunn móðir Guðfinns, voru systradætur og þeir Friðrik og Guðfinnur því þremenningar. Björg Magnúsdóttir ljósmóðir frá Túngarði, fóstra móður minnar, mundi Guðfinn. Hún var sex ára þegar hann lést. Hún sagði að hann hefði verið Iágvaxinn, gildur og hljóðlátur maður. Ólafía, dóttir Ingibjargar afasystur minnar, sagði mér eftirfarandi sögu af Guðfinni og Jóhönnu Hólmfríði og mömmu sinni: Einhverju sinni komu Guðfinnur og Hólmfríður að Ytrafelli um hávetur til Agnesar dóttur sinnar, og sáu þá að Inga litla (Ingibjörg dótturdóttir þeirra) var berrössuð og ísköld! Þeim varð svo mikið um að þau fóru heim og sátu uppi alla nóttina og prjónuðu á hana buxur, prjónuðu sína skálmina hvort og fóru með til Ingu um morguninn. Ekki við eina fjölina felldur En Steinunn, langalangalangamma mín, móðir http://www.vortex.is/aett 5 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.