Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2008, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2008 Guðrún Jónsdóttir, já, þarna finn ég hana! Þetta var gaman að heyra. En svo lauk því þegar þessir ungu og frísku skjala- verðir voru komnir í safnið. Þá kom Guðni einu sinni og rixaði strax inn í skjalageymsluna eins og hann var vanur. En þá stóð annar skjalavarðanna í vegi fyrir honum og sagði: Þú ferð ekki fet. Þetta er lokað. Ja, ég er nú vanur að ganga hérna um, sagði Guðni. Nei, ég afgreiði þig, hvað viltu? Ég vil ekkert, sagði Guðni, og tók bara tösku sína og fór og ég veit ekki hvort hann kom aftur í safnið. Þetta er sönn saga. Hverjir fleiri frægir gengu þar um garða á þessum árum? Ég sá Stein Dofra nokkrum sinnum. Hann kom mér fyrir sjónir senr lítill gamall karl. Hann talaði bara við mennina, gerði ekkert meira, kom bara til þess að sýna sig. Hann var búinn að gera sitt besta eða sitt versta, ég veit ekki hvort á að segja. Það voru fleiri menn sem komu þarna; Skúli Helga- son og Valgeir Sigurðsson frá Þingskálum. Hann var þarna á sama tíma og ég. Hann var nefnilega í byggingavinnu á daginn en fór á safnið á kvöldin. Þá var opið til sjö og svo var líka hægt að fara með bækurnar yfir í lestrarsalinn á Landsbókasafninu og vera þar með þær til klukkan tíu. En þá var rekið út. Þetta eru dálítið merkileg ár þarna. Ég lærði á safn- ið þessi ár meðan ég var í Háskólanum. í janúar 1959 tók ég lokaprófið og fór austur að búa um vorið. En ég kunni á safnið og var kominn með verkefni áður en ég fór þaðan. Ég ætlaði að semja æviskrár bænda hérna í Sandvíkurhreppnum. Segðu mér frá æviskránum. Hafa þær verið gefnar út? Þær hafa ekki verið gefnar út og verða ekki gefnar út. Ég vinn nú ekkert meira í þeirn. En annar maður hefur fengið þær frá mér, eða fengið leyfi til þess að ljósrita þær, sá mikli ættfræðingur Þorsteinn Jóns- son senr safnaði öllu. Ef þær brynnu þá veit ég að Þorsteinn á þær. Nei, en þetta var þannig að ég hagnýtti mér það í hverri einustu Reykjavíkurferð í mörg, mörg ár að vera ofsafljótur að sinna erindum og fór svo í safnið og var þar til hálf sex þegar ég þurfti að hlaupa og taka rútuna austur á Selfoss, því þá var siður að fara með rútum. Og þannig náði ég eiginlega að taka saman á þessum hlaupum nokkurn veginn æviskrár Sandvíkurbænda. Þær eru til hérna í þremur möppum. Menn geta komist í þær ef þeir vilja og ég er farinn að nota þær til að hjálpa Ragnari Böðvarssyni með það sem hann þarf í sitt mikilsverða verk á Selfossi. Þetta er nú bara það sem ég hef að segja þér um ættfræðina. Þú hefur líka aðstoðað fólk í ættrakningum, ekki satt? Jú, ég hef skoðað ættir fyrir menn. Meira þó æviskrár, Móðir mín var farin að tala um ættir í þriðju setningunni. Þess vegna fyrirvarð ég mig fyrir að fást við ættfræði og fór meir út í mannfræði. reynt að finna út hvaðan fólkið þeirra kom og hvað það gerði, og það liggur allt miklu ljósara fyrir eftir að ég kynntist Halldóri Gestssyni, frá Syðra-Seli í Hrunamannahreppi. Þannig var að við pabbi bjuggum hérna félagsbúi nokkuð lengi, ein 25 ár. Pabbi var gamall stórbóndi og vildi hafa vetrarmann. Halldór kom ungur til okkar senr vetrarmaður og var hér í fjögur, fimm ár. Ég nran að þegar faðir hans sendi hann hingað fyrst þá var það með einu skilyrði; að ég kenndi honum undirstöðuatriðin í dönsku. En svei mér þá, ég sveik það allt saman, ég kenndi honum annað. Ég kenndi honum það hvernig ég var að vinna í ættfræðinni og hvernig ég færi að því sko að sanka að mér heimildum um menn. Og hans tímar liðu hérna svo og hann var konrinn á fullt í þetta. Svo það varst þú sem komst honum á bragðið? Já, ég tel það. Hann hafði fljótt náð svo rniklu saman um Hrunamenn, Gnúpverja og jafnvel Tungnamenn að það varð eitthvað að fara að gera í þessu. Það endaði nú eiginlega með því að ég sagði við hann: Eigum við ekki að reyna að ná saman nafnalista urn bændur í Árnessýslu svona frá 1703 og hvenær þeir bjuggu á hverjum stað. Hann var mjög hrifinn af því. Okkar samvinna var þannig að ég tók saman hvenær menn voru á bæjunum. Ef ég hafði fæðingar- og dánardagana þá setti ég þá með en hann sá um að festa þetta allt. Ég held að það sé allt að 20 ára form á þessu hjá okkur. Hann er stöðugt að bæta inn því sem hann er búinn að fá nýtt, t.d. dánardægrum bænda. Hann hefur aðgang að Erfðafræðinefnd og er eiginlega vakinn og sofinn í þessu. http://www.ætt.is 4 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.