Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 dóttur sinnar og er guðfaðir Guðrúnar. Næsta barn Rósu er Sigríður f. 28. desember 1822 í Saurbæ, síð- an er Rósant Berthold f. 22. mars 1824 á Lækjamóti, næst er Þóranna Rósa f. 30. maí 1825 og yngst er Súsanna f. 7. júlí 1826. Hún er skráð Natansdóttir í kirkjubók og nær ekki aldri. Öll hin böm Rósu náðu aldri og eiga afkomendur, sem eru í fleiri en einum landsfjórðungi. Þannig lýk ég máli mínu um ýmsa ættarþræði tengda Rósu. Júlíusi Havsteen amtmanni f. 1839, sem fór 14 ára í skóla í Reykjavík og sá hana, varð minnisstætt hve glæsileg hún var og hafði orð á því við Einar Arnórs- son. Hann sagði Bimi Karel Þórólfssyni frá aðdáun Júlíusar og Björn sagði Guðrúnu Pálínu Helgadóttur frá því. Hún ritfesti svo ummæli Júlíusar í bókinni „Skáldkonur fyrri alda“ og einnig þau ummæli, sem Sigurður Norðdal flutti henni og Eyjólfur Jóhannes- son í Hvammi (1824 -1911) sagði honum. Eyjólfur lét svo um mælt að Rósa væri með fallegustu konum sem hann hefði séð um æfina. Rósa andaðist eftir stutta legu 28. sept. 1855 á Efra-Núpi í Núpsdal, V.-Hún. Veglegur legsteinn merkir legstað hennar í kirkjugarðinum þar. Á stein- inn er skráð áletrun sem dr. Kristján Eldjám, þá þjóð- minjavörður og seinna forseti íslands, lagði til að þar stæði. Áletrunin er eftirfarandi: Rósa Guðmundsdóttir skáldkona frá Vatnsenda Fædd 23. des. 1795 Dáin 28. sept. 1855 Steinn þessi var settur á leiði Vatnsenda-Rósu að frumkvæði Kvennabandsins í Vestur-Húnavatnssýslu 1965. Rósa Guðmundsdóttir, yfirsetukona og svo ljós- móðir, bjó í Saurbæ í Vatnsdal, á Lækjamóti, Vatns- enda, Jörfa og Gottorp í Víðidal og Vestur-Hópi, síðan í Ólafsvík og Hafnarfirði, fjórmenningur við sjálfa sig. Foreldrar hennar og forfeður í þrjá ættliði taldir hér á eftir eru: Faðir hennar: Guðmundur Rögnvaldsson, Ásgerðarstöðum og Fornhaga. Móðir hennar: Guðrún „ yngri“ Guðmundsdóttir kona Guðmundar Rögnvaldssonar. Rögnvaldur Amfinnsson Reistará. Sigríður Guðmunds- dóttir kona Rögnvaldar. Guðmundur ívarsson Bási og Lönguhlíð. Arnþóra Ásmundsdóttir kona Guðmundar. Amfmnur Jónsson Ingibjörg Rögnvalds- dóttir, hjón Þrastarhóli og Þúfnavöllum, foreldrar Rögnvaldar. Guðmundur Halldórs- son Margrét Jónsdóttir, hjón Hátúni Hörárdal, foreldrar Sigríðar. Ivar Bjömsson Þóra Halldórsdóttir, hjón í Lönguhlíð, foreldrar Guðmundar. Ásmundur Jónsson Þóra Sigvaldadóttir, hjón Æsust., Lækjarb., Stóru-brekku og Svíra, foreldrar Amþóru. Guðmundur Rögn- valdsson er þremenn- ingur við konu sína. Halldór Sveinsson Fornhaga, bóndi þar 1703, faðir Guðmundar í Hátúni og Þóru í Lönguhlíð. Kona hans er óþekkt. Þau eru langa- langafahjón Rósu. Guðrún Guðmunds- dóttir er þremenningur við mann sinn. Ættfræðifélagið vantar húsnæði á sanngjörnu verði Ættfræðifélagið óskar hér með eftir húsnæði til leigu, helst nokkuð miðsvæðis, á sanngjörnu verði. Húsaleigan á núverandi stað er orðin félaginu ansi erfiður baggi og því nauðsynlegt að svipast um eftir öðru og ódýrara húsnæði. Aðalherbergið þyrfti að vera 20-30 m2 til þess að rúma bókasafnið og fundaraðstöðuna og helst þarf að fylgja með geymsla fyrir bókalager félagsins. Stjórnin skorar á alla félaga að hafa augun opin og láta stjórnina vita ef þeir vita um eða finna góða aðstöðu fyrir félagið. Ættfræðifélagið vantar tölvu Ættfræðifélagið óskarhér með eftirgóðri borðtölvu fyrir skrifstofuna. Hún má helst ekki vera eldri en tveggja ára. Núverandi tölvukostur er löngu úr sér genginn og þörf á endurbótum. Þeir sem vilja leggja okkur lið hafi samband við stjórnina eða ritstjóra. Félagar! Munið að senda okkur línu. Allur ættarfróðleikur og umfjöllun um ættfræði er velkominn. http://www.ætt.is 7 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.