Unga Ísland - 01.07.1905, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.07.1905, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 5B ft'á honum og hversu hann sje óargur °g ægilegur viðfangs. Sö gur þessar eru j)ó ýkjur einar og hugarburður villimanna, enda er nú lítill trúnaður á þær lagður. Ef satt skal segja, þá er hann mjög ragur og huglaus að eðlisfari. En ef hann á líf sitt að verja og eigi er und- ankomu auðið, þá verst hann af mik- illi hreysti og hugrekki og eirir engu. Gorillaapinn elur aldur sinn í smá- hópum. Optast gjöra tvær fjölskyldur fjelag með sjer og fylgjast að. Þó eru þær aldrei til lengdar á sömu slóðum, held- ur flytja sig iðulega vistferlum og eru á sífeldum ferli. m Ondi n. Það var á stekkjatímanum, sem ]>essi saga gerðist. Ari hjet lítill drengur, ljóshærður. Hann átti að ganga kringum lambærn- ar hjá foreldrum sinum og smala þeim hl stekkjar á kvöldin. Honum þótti ósköp garnan að því og leysti verk sitt trúlega af hendi. Lömbin voru fjörug °8 spretthörð eins og hann, Ijeku og stukku um grundir og bala, hóla og hæðir umhverfis mæður sínar. Ara veitti erfitt að ná þeim úti, nema þeim, sem yngst voru, en í stekknum skoðaði hann þau og handljek að vild sinni. Hann fann opt egg ýmissa fugla, l'egar hann var að smala. Þótti hon- Ul)1 sú fundur mjög góður og gerði á s>g margan krókinn lil þess að leita þeirra. Var hann þá hróðugur mjög °g glaður í skapi er hann kom á stekk- 11111 nieð eggihúfunni sinni. En aldrei v’ddi hann sýna þau stekkjarfólkinu nje se8ja því, hversu mörg ]iau væru. því að niamma hans átti jafnan að sjá þau fyrst, dást að og samfagna drengn- um sínum. Einu sinni var hann á heimleið með ærnar. Kvöldið var kyrrt og blítt, sól- sælt og yndislegt eins og vorkvöld eru opt til sveita á Islandi. Ánum varheitt og ómótt í ullarfeldinum, því að enn þá var eigi búið að rýja þær. Þær fóru hægt og bítandi, ráku upp jarm við og við. þegar þær söknuðu lamb- anna sinna, sem lötruðu langt á eptir seint og letilega í blíðviðrinu, svotóku þau kipp og þutu í einum spretti til þeirra, hlupu undir þær og fengu sjer góðan og sætan mjólkurteyg. Hann var nú kominn heim undir stekkinn, sem stóð á rennsljettum gras eyrum fram við ána. Hún rann lygn og tær fram til sævar og myndaði nes og hólma hjer og þar. Hann var hugfanginn af náttúrufeg- urðinni og veðuryndinu. Svona fag- urt kvöld fannst honum hann aldrei tiafa lifað. Fuglarnir kvökuðu í móum og mýrum, á holtum og hæðum. Alstað- ar var lifogfjör, friður og yndi. Eggja- mæðunnar flugu upp í kring um hann og læddust hræddar og kviðnar eptir lautum og gjótum. Þenna dag hafði hann fundið óvenju- mikið af eggjum. Hann var því mjög áriægður og gaf öllum frið og grið þetta kvöld. Þó var honum ríkt i skapi að reyna að finna andarhreiður, sem hann Jx'itlist vita, að væri einhversstað- ar í árbakkanum. Hann hafði opt sjeð hana synda á ánni, en aldrei getað þefað uppi hreiörið hennar. Þó var hann snillingur i þeirri gre'n, enda vissi hann það vel sjálfur. Þess vegna þótti honum sárt að geta eigi liaft upp á því. Nú hugsaði hann sjer að láta til skarar skríða livað sein ]iað ko taði. Hann þræddi ])ví árbakkann og tók nákvæmlega eplir öllu þar í grendinni. Hann skimaði ofan í bverja holu og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.