Unga Ísland - 01.07.1924, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.07.1924, Blaðsíða 4
52 UNGA ÍSLAND í áliti, og eftir fyrsta sögutímann var næstum því hætt að líta niður á hana, þá hafði hún sagt skýrt og rjell frá öllu, sem slóð í lexíunni, án þess nokkuð þyrfti að spyrja hana. Og Ásgerður kensluko'na, sem annars var spör á hól, sagði að hún væri afbragð. Hún hafði likn sjeð svo mikið af heiminum, þvílík undur. Hún hatði komið til Reykjavikur, og þar hafði hún sjeð konungshjónin, og meir að segja: hún hafði hneigt sig fyrir drotningunni. Regar þetta kom upp úr kafinu, þá var farið að lita upp til Belu með aðdáun. Montin var hún að vísu, en hún hafði líka nokkuð að monta af. En sú dýrð: að eiga bekkjarsystur, sem hafði hneigt sig fyrir drotningunni. Rað var eins og öllum bekknum findist hann verða kon- unglegrar náðar aðnjótandi. Pannig var Bela komin til virðinga og álit hennar rótgróið. En hamingjan er hverful. Óvænt og all i einu dró ský fyrir gleðisól Betu. Og það var buxun- um að kenna. Haustið hafði verið hlýlt og gotl. En tíðarfarið breytlist þegar frain kom í nóvember, og einn morgun var komin norðanált með snjó og frosti. Pegar Beta var að búa sig af slað í skólann þann dag, kom mamma hennar með utanyfirbuxur úr rauðum ullardúk, og sagði: »Hjerna færðu hlýjar og góðar buxur, Beta mín. Þú skalt fara úr þeim, þegar þú kemur i skólann, og í þær aftur, þegar þú fer heim. Þjer verður of heill að silja í þeim inni«. Beta klæddist í buxurnar, kvaddi mömmu sína með kossi og hljóp í skólann. í skólaganginum var mas og hávaði. Annarsbekkingar voru allir I besta morg- unskapi. Telpurnar gáfu hver annari olnbogaskot og köstuðust á glettniyrðum, meðan þær fóru úr kápunum, og tóku af sjer haltana og röðuðu skóhlífunum meðfram veggnuin. »Nei', góðan daginn, Bela. Fansl þjer ekki þungt það, sem við áttum að hafa í málfræðinni? Mjer hæltir við að segja: »mjer dreyindi«, og jeg er viss um jeg segi það i líinanum — sannaðu til. . . . Nei, en hvað er þetta? Þú ætlar þó ekki að fara að hátta?« Selma lók fram í sínar eigin kvartan- ir um málfræðina og glápti undrandi á Betu. Hún hagaði sjer svo skringiiega. Bretti hún ekki upp um sig pilsin og fór að leysa niður um sig buxurnar. Það var ekki svo sjerlegt, þó að bux- urnar væru rauðar. Lillu sjrstkinin heima á preslsetrinu voru venjulega í rauðum eða bláum baðmullarbuxum hversdags, svo það gat ekki verið at- hugavert. Þótt það væri vitanlega fjarska barnalegt. Og það átli ekki sem best við annan klæðnað Betu, því að hún var ælíð mjög smekklega búin. En hvers vegna var hún að fara úr buxunum? Beta lók þessu ósköp rólega. Hún hló, fór úr þeim rauðu og hengdi þær upp á snaga, eins og ekkert hefði í skorist. »Ertu í öðrum innan undir?« »Já, það er víst um það«, svaraði Bela, hissa á slíkri spurningu, »Nei, hvað heyri jeg? Erlu í tvenn- um, alveg eins og strákur? Heyri þið, stelpur, sjáið þið buxurnar hennar Belu«. Nú varð almennur hlátur. Fyrst hló Beta með, en svo firtist hún, setti á sig svip og fór inn í slofu. Henni fanst ó- þolandi að vera liöfð að athlægi. Hún gleymdi þessum raunum alger- lega, meðan á tímum slóð. Þar gekk

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.