Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA frænda þeirra austan hafs aukizt stórum. Hvert ár býr yfir sínum erfiðleik- um, en rétt er að hugfesta einnig, að á hverju ári ganga ýmsir hlutir í vil. Hollvættir Þjóðræknisfélagsins hafa stundum dugað því svo vel, að jafnvel hinum bjartsýnustu í hópi félagsmanna hefir reynzt það um megn að spá fyrir um velgengni fé- lagsins. Á þetta einkum við um sam- skiptin við Ísland. Að vanda var mjög rætt um hin gagnkvæmu menningartengsl á hinu fertugasta og öðru ársþingi Þjóð- ræknisfélagsins síðast liðið ár. Komu ræður manna víða niður, og leizt mörgum, að vel hefði tekizt til um frændræknina á liðnu ári. Fæstum mun þá hafa boðið í grun, að næsta ár tæki hinu fyrra fram, og var þó svartsýni víðs fjarri þinggestum. En nú leyfist okkur á hinu fertugasta og þriðja ársþingi Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi að fella dóm um það árið, sem fram undan var í fyrra, en þá óliðið. Er ekki efa- mál, að menn muni ljúka upp einum munni um, að það ár hafi orðið við- burðaríkast í sögu Þjóðræknisfélags- ins frá upphafi. En á árinu taldi fé- lagið meðal gesta sinna forsetahjón íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóru Þórhallsdóttur. Forsetaembættið er æðsta tákn lýðfrjálsar þjóðar. Meðal íslendinga leikur mikil birta um það embætti. Það minnir menn ekki einungis á aldalanga baráttu við ofureflið, sem lauk með endurreisn hins íslenzka lýðveldis. Það á og að vera hverjum íslendingi hvöt til þess að standa dyggilega vörð um frelsi sitt og menningarerfðir, þessa dýrgripi, sem engin þjóð vildi án vera. Þegar þjóðhöfðingi íslands heim- sækir Kanada í boði landsstjórnar- innar, er um gagnkvæma virðingu að ræða. í heimboðinu sjálfu felst mikil viðurkenning, og vissulega er það mikil virðing að taka á móti æðsta manni hins forna, en þó unga íslenzka lýðveldis. Kanadamenn spyrja margs um ís- land, og finnst manni stundum, að þar sé um langan og oft heldur fá- farinn veg tíðindi að spyrja. Þessi tvö lönd hafa átt minna saman að sælda en vert væri. Vitneskja Kan- adamanna um eylandið byggist eink- um á kynnum af þeim þegnum kana- dískum, sem eru íslenzkrar ættar. Þekking íslendinga á hinu mikla landi norðursins hefir og að vonum verið mjög bundin við Rauðárdal- inn og önnur þau héruð, sem landar þeirra námu í öndverðu. Á hinum síðari árum hefir þetta þó breytzt. Atburðir í heimspólitík hafa skipað báðum þjóðum á einn bekk, og mikla eindregni sýndu þær báðar með tillögugerð um lausn þeirra vandamála, sem varða fiskveiðirétt- indi einstakra þjóða í Norðurhöfum. Við hljótum að skoða heimboð for- seta íslands til Kanada sem sönnun þess, að hin æðstu kanadísku stjórn- arvöld vilji brúa það bil, sem verið hefir landa í milli. Hlýtur slíkt að vera óblandað fagnaðarefni öllum, sem láta sig skipta málefni beggja þjóðanna. Meðan forsetahjón íslands gistu Kanada á liðnu hausti, mátti segja, að ísland væri á hvers manns vör- um. Stærstu blöð landsins birtu ítar- legar frásagnir um heimsóknina dag hvern. Sumir dálkar þessara blaða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.