Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 50
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Goðv.: Mig varðar ekkert um þá. (Fer að ráði Ali og leggur Þórásu á legubekkinn. Hún hressist smátt og smátt). Ali: Kærleikurinn verður það, sem kemur vitinu fyrir kóngs son; en hvorki dulspeki né alkemía. (Hnígur í stól og fellur í dulspeki- dá). Þórása (rankar við sér): Hvar er ég? Goðv.: í fíflstúkunni, elskan mín. Það leið yfir þig. Ég hélt þú værir að deyja. Hvað kom fyrir? Þú, sem ætíð ert svo heil og hress. Þórása: Já, þegar ég er heima og útí náttúrunni. Þar er allt eins og það á að vera. Goðv.: Hér líka er allt eins og það á að vera — í kóngshöll og ástin mín hjá mér. Þórása: Nei, vinur minn. Hér fer ég hjá mér, og verð ekki hjá þér. Hallarskrautið og hirðmál ykkar rænir mig vitinu, og allt þetta gull blindar mig. Og þegar þið talið, get ég ekki greint milli þess, sem satt er og ósatt. Goðv.: Þess gerist ekki þörf í kóngshöll. Eini sannleikurinn er boð kóngsins. Hann er alls ráðandi og orð hans, sem gullið, öðru æðra. Þú venst þessu, ástin mín. Þórása: Aldrei, aldrei. Einu sinni sagðir þú, að ég væri það fallegasta, sem til er í veröldinni, hárið á mér eins og sólargeislar og hörund mitt bæri rósa- og liljulit. Því hafðir þú ekki gull og gimsteina til sam- líkinga. Goðv.: Það er allt annað. Og þetta skilur þú, eftir stutta dvöl í Gull- höll. Og hér áttu eftir að verða drottningin mín. Þórása: Við erum drottning og kóngur, en ekki í Gullhöll. Manstu ekki daginn, sem þú beiðst mín á Blómkletti og ófst mér kórónu úr blómum? Og þegar ég settist hjá þér, stóðst þú upp og krýndir mig, og hneigðir þig fyrir drottningunni í Sólhöll. Og ég óf stærri kórónu og krýndi þig, og hneigði mig fyrir kónginum í Sólhöll. Og höllin okkar var öll veröldin og ríki okkar í til- bót. Og þú sagðir að enginn kóngur væri þér æðri né voldugri. Goðv.: Það var allt fyrir utan raunveruleikann. Mitt í honum er Gullhöll og Undralands-ríkið, og hér hef ég skyldum að gegna. Þórása: En ef spá Ali rætist og allir í höllinni farast í nótt? Goðv.: Það er órökstudd ágizkun. Þórása: Og eins þó alkemistar reynist spekingnum sammála? Goðv.: Það kemur ekki til þess. Við heyrum hvað þeir hafa að segja. Þórása: Hvað sem þeir segja, trúi ég spekingnum, og verð að komast út í náttúruna, og gegna skyldum mínum í Sólhöll. Þar krýndir þú mig, en ekki í Gullhöll. Hér mundi ég veslast upp og deyja, eins og þú hefur séð merkin til. Goðv.: Nei, ástin mín, við megum aldrei skilja. Þú venst brátt hirð- siðum og lærir að mæla á Gullhallar- tungu. Þá verður allt gott. Þórása (fær aðsvif): Bikar lífs að bleikum vörum . . . Veit mér veigar vara þinna. (Fellur í dá). Goðv. (marg-kyssir hana milli þess): Hún mælti á hirðtungu . . . og það fór með hana . . . Er hún dauð? . . . Ertu dauð, ástin mín? Þórása: Ég lifi ef —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.