Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 43

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Síða 43
ARFLEIFÐ OG EGGJAN 25 þrjá, sem hér hafa verið taldir. Hann er mikill, bæði að fyrirferð og inni- haldi, skerfurinn hans Helga Hálf- danarsonar prestaskólastjóra, til ís- lenzku sálmabókarinnar, frumortir sálmar og þýddir. Þar fara saman trúarhiti og innileiiki tilfinning- anna, sem snerta djúpa strengi sál- arinnar. Af íslenzkum samtíðarskáldum vorum mun Valdimar V. Snævarr skólastjóri hafa orðið kunnastur sem sálmaskáld, og ekki sízt fyrir hinn hjartaheita og yndislega sálm sinn, sem hefst á versinu: „Þú Kristur, astvin alls, sem lifir, ert enn á meðal vor.“ Séra Friðrik Friðriksson, hinn ástsæli æskulýðsleiðtogi, á einnig marga fagra frumsamda og þýdda sálma í sálmabókinni íslenzku. í stórbrotnu og snilldarlegu kvæði sínu, sem séra Mattrías orti á sínum tíma til Vestur-íslendinga, kemst hann svo að orði: Hallgrímur kvað í heljar nauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. Hér er bæði brugðið birtu á örlaga- Þunga ævi séra Hallgríms og jafn- framt, á ógleymanlegan hátt, minnt a ómetanlegt gildi sálma hans, og þá sérstaklega Passíusálmana, fyrir ís- tenzku þjóðina. Hver fær mælt það eða metið, hver lífsins lind þeir voru henni öldum saman, kynslóð eftir kynslóð, og þá mest, þegar hún átti við þyngstu hörmungar að stríða? Hei, skuldin við séra Hallgrím er þess eðlis, að hún verður aldrei full- metin. Vér getum aðeins tekið heit- um huga undir þakkaróð séra Matt- híasar og vottað séra Hallgrími helga og klökka og margra alda gróna ástarþökk vora. En milli séra Hallgríms og séra Matthíasar liggja sterkir þræðir andlega og trúarlega, og kvæðið dásamlega, sem ég vitn- aði til, tengir þá órjúfanlega sam- an um ókomna tíð í bókmenntum og hugum íslendinga. Sjálfur var séra Matthías svo frá- bært trúar- og sálmaskáld, þegar hann flaug hæst á vængjum inn- blásturs og andríkis, að hann á sér fáa jafningja, einnig utan íslands stranda. Sannarlega nær hann há- um tónum og frumlegum í nýárs- sálminum sínum, sem hefst með þessu háskáldlega og áhrifamikla versi: Aftur að sólunni sveigir nú heimskautið kalda: sonurinn týndur í átthagann girnist að halda. Sólnanna sól, sál vor er reikandi hjól, snú þú oss, Alfaðir alda. Og hvílík er ekki fegurðin og sam- bærilegt andríkið í þessum alkunnu versum úr öðrum nýárssálmi hans: Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. Það er eigi aðeins í fögrum og til- komumiklum sálmum séra Matthías- ar, frumsömdum og þýddum, sem bjargföst guðstrúin er hin djúpa undiralda, já, sterkasti og hljóm- mesti strengurinn, heldur einnig í mörgum öðrum kvæðum hans, og um annað fram 1 erfiljóðum hans, að náttúrulýsingum hans ógleymd- um. í kvæði sínu um Dettifoss lýsir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.