Verktækni - 01.02.1984, Blaðsíða 9

Verktækni - 01.02.1984, Blaðsíða 9
Heiðurs- félagar WÍ Heiðursfélagar, lalið frá vinstri: Júllus Sólnes, formaður VFÍ, sem afhenti verðlaunin, dr. Trausti Einarsson, dr. Bjðrn Jóhannesson, Páll Ólafsson, dr. Leifur Ásgeirsson, Anna Júiianna Sveinsdóttir, sem tók við verðlaununum tyrir föður sinn — Svein S. Einarsson, Pélur Sigurósson, sem tók við verðlaununum fyrir bróður sinn — dr. Ólat Sigurðsson. Stjórn VFÍ hefur ákveðið að heiðra árlega þá lélagsmenn, sem þykja hafa skarað fram úr á sinu vlslndasvlðl. Eftirtaldir hlutu viðurkenninguna þeg- ar hún var veitt I fyrsta sinn á ársháttö VFÍ I janúar sl.: Dr. LEIFUR ÁSGEIRSSON, (f. 25.5. 1903) prófessor, er meðal fyrsfu ís- lendinga, sem lagt hafa stund á stærófræði sem vlsindagrein. Hann hefur tekist á við vandasöm rann- sóknaverkefni I grein sinni og er kunnur fyrir miklar kröfur, sem hann gerir til vinnubragða á þvl svlöi. Má telja hann með fremstu vlsinda- mönnum sinnar samtlðar hér á landi. Leifur Ásgeirsson er lærifaðir nær heillar kynslóöar Islenskra verk- fræðinga I stærðfræði, undirstööu- grein verkfræðinnar. Dr. TRAUSTI EINARSSON, (f. 14.11 1907) prófessor, er einn af fyrstu is- lendingum, sem beitt hafa eðlisfræöi og stærðfræði við jarðfræðileg við- fangsefni, og er þvl brautryðjandi hér á sviði jarðeðlisfræði. Meðal annars hefur hann lagt fræðilegan grundvöll að skllningi að eðli jarðhita á Islandi. Má telja hann meðal fremstu raunvls- indamanna sinnar samtlðar hér á landi. Trausti Einarsson er lærifaðir nær heillar kynslóðar af fslenskum verkfræöingum og stuðlaði að þvl að kennsla til verkfræðiprófs var tekin upp I Háskóla islands. PÁLL ÓLAFSSON, (f. 9.11. 1911) efna- verkfræðingur, er meðal brautryðj- enda á sviði fiskiönaöar á íslandi. í rúmlega fjóra áratugi hefur hann starfað að gæðaeftirliti og þróun aðferða til vinnslu á sjávarafurðum, fyrst sem forstöðumaður rannsóknar- stofu Slldarverksmiðja rlkisins á Siglufiröi, slðar sérfræðingur hjá Lýsi hf. I Reykjavlk og loks á Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. Páll er vel þekktur og nýtur álits meðal starfs- bræðra erlendis. Hann var um langt skeið fulltrúi fslands hjá Vlslnda- nefnd alþjóðasamtaka fiskimjöls- framleiðenda, svo og I samtökum fituefnafræðinga á Norðurlöndum. Páll hefur einnig starfað aó félags- málum hérlendis, m. a. I stjórn VFÍ og I stjórn LVFÍ. Dr. BJÖRN JÓHANNESSON, (f. 25.10 1914) efnaverkfræðingur, er fyrsti islenski verkfröingurinn, sem er sér- fræöingur I jarðvegsfræði. Hann starfaöi i nærfellt tvo áratugi við búnaðardeild Atvinnudeildar Háskól- ans, þar sem hann byggði upp skipu- legar jarðvegs- og gróöurrannsóknir hér á landi. Um 14 ára skeiö vann Björn.hjá Þróunarstofnun Sameinuöu þjóðanna (UNDP) við áætlanagerð og eftirlit með verkefnum, einkum á sviði jarövegsrannsókna og ræktunar. Á seinustu árum hefur hann unnið að jarðvegsrannsóknum I Grænlandi I samvinnu við sérfræðinga á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Meðal ritverka Björns Jóhannessonar má nefna „The Soils of lceland", sem er undirstöðurit um Islenskan jarðveg. Dr. ÓLAFUR SIGURÐSSON, (f. 22.11. 1914) varð skipaverkfræðingur árið 1939, fyrstur islenskra manna. Hann hefur starfað samfellt á þvl sviði slðan, lengst af I Svlþjóð. Um langt árabil hefur hann verið tæknilegur framkvæmdastjóri og slðan forstjóri Kockums Mekaniska Verkstad, eins stærsta fyrirtækis I skipasmlöi á Norðurlöndum. Ólafur Sigurðsson hefur verið virkur framfaramaður á verkfræöisviöi slnu, náð þar miklum árangri og hlotið ágætan frama I starfi. SVEINN S. EINARSSON, (f. 9.11. 1915) er einn af fyrstu íslendingum, sem Ijúka háskólaprófi I vélaverk- fræði. Hann hefur verið forgangs- maður einkum á tveimur sviðum, fyrst á sviði fiskiönaöar og slðan við hagnýtingu jarðvarma til iðnaðar og raforkuvinnslu. Sveinn hefur sem starfsmaöur og slðan aðalráðunautur tæknideildar Sameinuöu þjóðanna I jarðhitamálum um 15 ára skeiö beitt sér fyrir útflutningi á Islenskri tækni- þekkingu með góðum árangri. Sveinn S. Einarsson hefur tekið virkan þátt I félagsmálum VFÍ, og var m. a. for- maður félagsins árin 1956—1958. Dr. GUNNAR BÖÐVARSSON, (f. 8.8. 1916) prófessor, á að baki fjölbreytt- an lærdóms- og starfsferil, þar sem saman tengjast stærðfræði, eðlis- fræði, verkfræöi, jarðfræði og jarðeðlisfræði með óvenjulega frum- legum og frjósömum hætti. Hann lagði grundvöll að starfsemi Jarðbor- ana rlkisins og Jarðhitadeildar. Á slðari árum hefur Gunnar verið brautryðjandl á alþjóðavettvangi I jarðvarmaverkfræði og mati á vinnslugetu og endingu jarðhitakerfa. Má telja hann meðal fremstu vlsinda- manna okkar. Gunnar hefur sýnt VFÍ mikla ræktarsemi, m. a. með þvl að birta margar fræðilegar ritgerðir I timariti félagsins. OrðabelgUT Frá orðanefnd. byggingarverkfræðinga Orðanefndin óskar lesend- um árs og friðar og vonar að fá frá þeim snjallar leiðbein- ingar og athugasemdir á hinu nýja ári. í nefndinni eru 7 byggingarverkfræöingar: Ein- ar B. Pálsson, Eymundur Run- ólfsson, Jónas Frlmannsson, Ólafur Jensson, Pétur Ingólfs- son, Sigmundur Freysteins- son og Stefán Eggertsson. Málfræðilegur ráðunautur er Halldór Halldórsson prófess- or Nefndin heldur fundi reglu- lega á þriðjudags-eftirmið- dögum, nema þegar margir nefndarmanna eru utan bæj- ar. Á liönu ári urðu fundirnir 37 og fundarsókn nefndar- manna að meóaltali 70%. Nefndin fjallaði einkum um orð varðandi fráveitur og vegagerö, en leysti einnig úr ýmsu öðru. Stefnt er að birt- ingu á oröaskrám fyrir einstök sérsvið, en hér I oröabelg eru aðeins tekin fyrir fáein orö af þeim, sem fjallaö er um I nefndinni. Þegar leggja skal veg, þarf að velja vegstæði. Vegstæði er sú landræma, sem vegur hvllir á. En fyrir veg þarf oft meira rými en vegstæðið sjálft. í 1. grein vegalaga seg- ir: „Oröiö vegur merkir I lögum þessum akbraut, land og mannvirki, sem að staðaldri eru nauösynleg til þess að vegur sé varanlegur, unnt að halda honum við og hafa af honum sem fyllst not. Til veg- ar teljast þvl, auk vegstæðis og vegar, vegbekkir, skuröir, sneiðingar, fyllingar, ræsi, öryggisgrindur, biðstæði og umferðarljós”. Við þetta má svo bæta, að til sumra vega þarf aö leggja land að auki i öryggisskyni eða til að draga úr ónæði fyrir þá, sem búa I nágrenninu. Þannig er til dæmis 100 metra breiö landræma helguö Miklu- braut I Reykjavlk, frá Stakka- hllð inn aö Elliöaám. Það er mun breiðara en þarf undir sjálfa götuna. Ekkert oró er okkur kunnugt á Islensku um allt landsvæð- ið, sem tekiö er frá vegna veg- ar. Oröanefnd leggur til að svæðiö sé nefnt veghelgi. Nefndin leggur ennfremur tll, aö takmörk veghelginnar séu nefnd veghelgismörk eða veg- helgisllna. Oröanefnd kappkostar að orð hennar séu stutt, einkum þau, sem búast má við að oft þurfi að nota og svo þau, sem eiga að fara vel I samsetning- um. Þetta er ekki neitt nýtt. Fyrir rúmri hálfri öld orti einn af mörgum vegagerðarmönn- um þessa lands, Karl ísfeld, vlsu: Á liðnu sumri sérhver sála söng I moll og dúr I Vaölaheiðarvegamála- verkfærageymsluskúr. Einar B. Pálsson VERKTÆKNI • 9

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.