Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 3
Úr starfi Neytendasamtakanna Verðlækkunar krafist á símgjöldum Ieytendasamtökin sendu stjórnarformanni Pósts og síma bréf hinn 27. janúar 1997 þar sem ítrekuð eru mótmæli við hækkun á símaþjónustu frá því í desember sl. Bent er á að engar skýringar hafa komið fram frá Pósti og síma sem réttlæta þessa hækkun. Raunar hefur verið verulegur hagnaður af fjarskipta- þjónustu Pósts og síma. Þannig var heildarhagnaður fyrirtækisins árið 1995 rúmlega einn milljarður króna, þrátt fyrir rekstrarhalla póstþjónustunnar upp á 650 milljónir og gjaldfærslu áfallinna lífeyrisskuldbindinga að upphæð tæpar 800 milljónir. Því telja Neytendasamtökin eðlilegt að Póstur og sími falli frá þessari hækkun enda engin þörf fyrir hana. I bréfinu er bent á að hækkunin nú hafi verið allt að 32% og ekki í neinu sam- ræmi við kostnaðarhækkanir í þjóðfélag- inu. Samtímis býr þetta fyrirtæki við einokun á þessu sviði og þessar hækkanir eru í fullri andstöðu við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um efnahagslegan stöðugleika og að vinna að bættri afkomu heimilanna. I bréfinu krefjast Neytendasamtökin skýringa á hækkuninni. Einnig er þess krafist að samtökin, eða hlutlaus aðili, svo sem Samkeppnisstofnun, verði upp- lýst um raunkostnað við hvert símtal innanlands svo meta megi hvort álagning Pósts og síma á þessa þjónustu sé eðlileg. Einnig er ítrekuð krafa Neytenda- Að mati Neytenda- samtakanna er ekki síst verið að ná til notenda Intemetsins með hœkkun Pósts og síma á símgjöldum. Póstur og sími hafnar því. samtakanna um stofnun úrskurðarnefnd- ar til að úrskurða um ágreiningsmál milli Pósts og síma og neytenda. Neytenda- samtökin hafa óskað eftir slfkri nefnd en Póstur og sími hefur ekki fallist á það. Að lokum er farið fram á að stofnuð verði sérstök eftirlitsnefnd til að fylgjast með rekstri fyrirtækisins og gera athugasemdir ef þurfa þykir. Slíkt er að mati Neytendasamtakanna eðlilegt vegna einokunarstöðu Pósts og síma. Neytendasamtökin hafa jafnframt skrifað forsætisráðherra, samgöngu- ráðherra og ráðherra neytendamála bréf þar sem óskað er liðsinnis þeirra við erindi samtakanna til Pósts og síma. Neytendasamtökunum hefur nú borist svar frá Pósti og síma hf-. Þar er lögð áhersla á að símgjöld hafi lækkað veru- lega á undanfömum árum og að símgjöld eru svipuð hér og í nágrannalöndunum eða lægri. Að mati Neytendasamtakanna er hins vegar ekki svarað efnislegum Vörugjaldslækkun á að skila sér til neytenda Iinn 1. febrúar sl. lækkaði vörugjald á nokkruin vöruflokkum. Vegna þess sendu Neytendasamtökin frá sér fréttatilkynningu. Mest var lækkunin á ritföngum eins og pennum og blýöntum, þar sem 20% vörugjald var fellt niður (verðlækkun u.þ.b. 16,5%) og á filmum og snyrti- vörum þar sem 15% vörugjald var fellt niður (verðlækkun u.þ.b. 13%). Vörugjald á mynd- og hljómflutnings- tækjum, útvörpum, sjónvörpum, byssum og skotfærum lækkaði úr 30% í 25% (verðlækkun u.þ.b. 4%) og á ýmsum bifreiðavarahlutum lækkaði það úr 20% í 15% (verðlækkun u.þ.b. 4%). Einnig lækkaði vörugjaldið nokkuð á sælgæti, niðursoðnum ávöxtum, sultum, ávaxta- safa og gosdrykkjum. Tilgangur alþingis með þessari lækkun á vörugjaldinu er að verð lækki. í fréttatilkynningunni er minnt á „að í sumum tilvikum er um að ræða vörur sem seljendur hér innanlands hafa haldið fram að keyptar séu í stórum stíl f fríhöfnum vegna óhóflegra opinberra , álaga hér á landi (s.s. snyrtivörur og filmur)“. spurningum í bréfinu. Einnig hefur borist svar frá viðskiptaráðherra þar sem m.a. segir að „ráðuneytið fagni því ef Neytendasamtökin og Póstur og sími hf. koma sér saman um að stofna sérstaka úrskurðarnefnd um deilumál“. I því bréfi er ekki tekin afstaða til hækkunar Pósts og síma. Neytendasamtökin hafa nú á nýjan leik skrifað Pósti og síma og ítrekað fyrri spurningar sínar. Ekki hefur borist svar þegar þetta er skrifað. Hæpnar bílaauglýsingar Hörð samkeppni seljenda bíla hefur að undanförnu endurspeglast í mjög hæpnum auglýsingum þeirra. Þar eru auglýst fjármögnunartilboð sem eru með þeim hætti að ætla ntá að bíllinn sé að stórum hluta gefins. Neytenda- samtökin gerðu athugasemd við auglýsingu Brimborgar um „físlétta fjármögnun“, en í ljós kom að í upphaflega auglýsingu vantaði upplýsingar um útborgun og loka- greiðslu. Lánið sem veitt var, og lögð var megináhersla í auglýsingunni, var aðeins fyrir litlum hluta kaupverðsins. Brimborg lagfærði auglýsinguna, en áfram er lögð áhersla á litla mánaðar- lega afborgun, og öðrum upplýsingum komið fyrir í smáa letrinu. Neytendur eru eindregið hvattir til að gera saman- burð á lánskjörum ætli þeir sér að kaupa bíl á afborgunum. NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.