Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.02.1999, Blaðsíða 4
I stuttu máli llla hannaðar matvinnsluvélar í desemberblaði sænska neyt- endablaðsins Rád och rön eru birtar niðurstöður gæðakönn- unar á þrettán matvinnsluvél- um. I öllum tilvikum er um að ræða vörumerki sem eru vel þekkt hér á landi, en þó fund- Umhverfis- vænir pennar í síðasta Neytendablaði sögðum við frá vörum sem uppfylla þær kröfur sem þarf til að fá Svaninn, Norræna umhverfismerk- ið. Þar sagði meðal annars frá nýjum umhverfisvæn- um pennum, Ergopen, sem eru komnir á markað hér með Svaninn. Fram kom að þessir pennar væru seldir í Pennanum, en það er ekki rétt. Ennþá er framboð á þessum pennum takmarkað, en fyrirtækið Mergi ehf. flytur þá inn. Pennarnir eru framleiddir í Sví- þjóð og að sögn inn- flytjanda eru helstu eiginleikar pennans þessir: Penninn er fram- leiddur úr endur- vinnanlegu gúmmí- efni. Ný fylling er keypt þegar búið er úr þeirri eldri, en fyllingarnar ændast vel miðað \við marga aðra ^penna. Mergi ehf. Iskuldbindur sig til að taka á i móti tómum jfyllingum og koma þeim í endur- vinnslu. um við aðeins fimm þeirra á markaði hér. Tilgangurinn með mat- vinnsluvélum er að auðvelda eldhúsverkin. Að skera og rífa grænmeti, hakka lauk, gera mús og blanda pönnu- kökudeig, svo eitthvað sé nefnt. Það sem vekur hins vegar undrun blaðsins er hve ópraktískar þær eru oft í notk- un og illa hugsaðar af hálfu framleiðenda. Það er því veruleg hætta á að sumar þessara véla dagi uppi inni í skáp án nokkurs gagns. Sigurvegarar þessarar könnunar voru tvær vélar og fást þær báðar í verslunum hér, Philips Facilio sem kost- ar 9.390 krónur og Kenwood FP 560 en hún er á tilboðs- verði á 10.800 krónur. Ódýr- Matvinnsluvélar eru alltofoft illa hannaðar og nýtast því miklu verr en til er œtlast. ari Philipsvél með heitinu Compacto de luxe fær dóm- inn ópraktísk, en þessi vél kostar 7.990 krónur. Að lok- um fá svo miðlungseinkunn Braun combimax 600 sem kostar 9.980 krónur og Moulinex Masterchef 650 duotronic sem kostar 9.975 krónur. Hvað deyja margir? Botnlangar sem fjarlægðir hafa verið úr fólki geta geymt leyndardóminn um hve margir eru í raun sýktir af kúariðunni alræmdu sem veldur Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómnum, segir í blað- inu EU Food law. Fram til þessa hafa 27 sjúk- lingar, flestir Bretar, dáið af þessum sjúkdómi. Sérfræðingar hafa þó varað við því að þúsundir manna muni deyja úr sjúkdómnum, en segja að mörg ár muni líða áður en svo verði. Það getur tekið tugi ára frá því að einstaklingur smitast og þar til hann veikist. I júlímánuði í fyrra lést breski baðvörðurinn Tony Barret, 45 ára, af sjúkdómnum. I septem- ber árið á áður, átta mánuðum áður en sjúk- dómseinkenni komu fram, hafði botnlanginn verið fjarlægður úr Tony. Þegar vísindamenn við Western General-sjúkrahúsið í Edinborg rannsökuðu sýni úr botnlanganum fundu þeir smitefnið'sem veldur sjúkdómnum. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að greina sjúkdóm- inn hjá smituðum einstaklinj>i áður en sjúk- dómseinkenni komu fram. Aður hafði smitefn- ið aðeins fundist í heila sjúklinganna að þeim látnum. Vísindamenn munu nú rannsaka fleiri þús- und botnlanga sem geymdir eru í frystum í breskum sjúkrahúsum. Þessir botnlangar eru frá aðgerðum 1985-95, en það var einmitt á þeim árum sem mest hætta var á að smitast af þessum sjúkdómi. Vísindamenn telja að þeir geti með þessum rannsóknum áætlað hve stór Hvað verða fórnarlömh kúariðunnar í Bret- landi mörg? Vísindamenn vonast nú til að geta nálgast svarið. hluti bresku þjóðarinnar sé smitaður af þessum óhugnanlega sjúkdómi. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.