Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 14
Neytendaréttur Ferðaþjónustan - fyrir neytendur? Síðustu vikur hafa hrúgast inn um bréfalúguna hjá okkur lit- prentaðir ferðabæklingar þar sem auglýstar eru spennandi utanlandsferðir. Haft hefur ver- ið á orði að fáar þjóðir séu jafh- ómeðvitaðar um neytendarétt sinn þegar valin er ferðaþjón- usta eins og Islendingar. Því er ffóðlegt að velta upp nokkmm spurningum sem upp kunna að koma við kaup á ferðaþjónustu. Við skilum ekki ferða- þjónustunni ef hún er gölluð Fyrst er til að taka að í ferða- þjónustu kaupa neytendur ekki hefðbundna vöru eins og skáp, kjól, buxur eða teppi. í slíkum tilvikum sjá neytendur vöruna fýrirfram, geta sannreynt hvaða viður er í skápnum, hvemig snið er á kjólnum, hvaða efni er í buxunum eða hvemig teppið er á litinn. Ef neytandinn fær kjólinn óvart afhentan í röng- um lit eða buxumar í rangri stærð skilar hann vömnni aftur og fær réttan lit eða rétta stærð. Ferðamaður sem fær gallaða ferðaþjónustu getur ekki skilað henni til baka og fengið skipt. Neytandinn veit nefnilega ekki fyrr en eftir á hvort maturinn var óætur, það er ekki fyrr en hann hefur þegar borðað hann og jafnvel fengið í magann. Þá er ekki hægt að skila matnum aftur, a.m.k. ekki á réttan stað, til að fá honum skipt. Ekki er heldur hægt að vita fyrirffam hvort rúmdýnan er of hörð eða of mjúk, ekki fýrr en eftir að neytandinn hefúr sofíð í við- komandi rúmi og þegar fengið bakverk sem eyðileggur ferðina. Kaupandi ferðaþjónustu, í hvaða formi sem er, getur ekki séð það sem hann er að kaupa, þreifað á því eða fundið lykt af 14 því. Hann getur ekki séð fýrir- ffam hvaða útsýni hann hefúr út um gluggann hjá sér. Er það haf og strönd, himinninn, sundlaugin, bílageymslan, þök næstu húsa eða jafúvel sorp- tunnur hótelsins? Má búast við að neytandinn þurfí að hreinsa salemi eða þvo veggi herberg- isins áður en tekið er upp úr töskunum - eða hreinsa úr fata- skápunum ýmislegt dót frá fýrri gestum til að koma far- angri sínum fýrir? Hann kemst ekki að því fýrr en komið er á staðinn. Ferðaþjónusta er stundum kölluð „ferðavara“ til aðgrein- ingar frá því sem venjulega er bara kallað „vara“. Hvemig verður best komið til móts við þarfír, kröfúr og rétt þeirra neytenda sem kaupa (ferða)þjónustu eða ferðavöm svo að þeir viti hvað þeir em í rauninni að kaupa? Og hvað geta þeir gert ef gæðin standast ekki væntingar og fýrirheit? Hvers vegna heyrist oft talað um gæðavöm en sjaldnar um gæðaþjónustu? Hvað er innifalið? I áðumefndum litprentuðum ferðabæklingum er til dæmis stundum tekið ffam að um til- boðsverð sé að ræða á ferðunum, en ekki tilgreint hvert hafí verið fullt verð. Stundum er upplýst hver verður fararstjóri í ferðinni en við nánari lestur kemur í ljós að oft er um að ræða gamanleik- ará, fímleikakennara, skíða- kennara eða hjúkmnarfræðing. Skilgreining á starfsheitinu „fararstjóri" mun vera til í al- þjóðlegum viðskiptum, en ósennilegt er að neytendur átti sig yfirleitt á hvert verksvið fararstjóra er í hinum ýmsu til- vikum. Hver er til dæmis munurinn á verksviði fararstjóra, skemmtanastjóra og skíðakenn- ara? Hvaða þjónustu eða fýrir- greiðslu em farþegar að kaupa og greiða fýrir af þeirra hendi? Nýlega var tilkynnt að ákveð- inn nafngreindur fararstjóri í tiltekinni utanlandsferð væri leiðsögumaður. Það er enn eitt starfsheitið sem stundum sést auglýst. Hver er munurinn? Er það ekki réttur neytenda að vita hvað liggur að baki þessum starfsheitum og hvaða þjónustu er verið að kaupa í hverju tilviki - og þá áður en ferðin er keypt? Ekki er nægjanlegt að þau svör séu gefin hér heima að einfald- ast sé að spyrja fararstjórann þegar út er komið. Sá sem er að velta fýrir sér að fá sér bíla- leigubíl þegar út er komið vill fá að vita hvað það kostar áður en hann kaupir ferðina. Einnig hvað mundi kosta að taka leigu- bíl með bílstjóra sem talar mál sem ferðamaðurinn skilur. Lágmarkskrafa neytandans er að fá að vita áður en ferð er keypt hvað er nákvæmlega innifalið í ferðinni. Er innifalin skoðunarferð eða heimsókn á safn? Eða þarf farþeginn að borga það aukalega? Skipu- leggja það sjálfur? Fer farar- stjórinn með í slíkar ferðir og segir farþegunum hvað er merkilegt að sjá? Ef farþega- hópurinn ákveður að fara sam- an út að borða eitthvert kvöldið - er þá innifalið að skíðakennar- inn (eða fararstjórinn) fýlgi hópnum, sitji með honum um kvöldið og fýlgi honum aftur heim á hótelið? Eða eiga far- þegamir að komast af eigin rammleik í náttstað? Dæmi em um að farþegar muni ekki nafn hótelsins og hafí átt í erfiðleik- um með að komast þangað aft- ur. Ekki nægir að taka leigubíl því að ekki sér leigubílstjórinn á farþegunum hvar þeir gista og getur þurft að aka um borg- ina fram og aftur þar til far- þegamir telja sig þekkja fram- hlið hússins. Ef vinnufélögum dettur í hug að fara í skíðaferð vakna ýmsar spumingar. Hvemig má búast við að veðrið verði á þess- um árstíma? Hvemig klæðnað- ur hentar? Er hægt að taka bömin með? Er sérstakt skíða- svæði fýrir böm? Er hægt að taka á leigu (bama)skíði og (bama)hjálma? Er innifalin skíðakennsla? Er hætta á að maður villist á þessum víðáttu- miklu skíðasvæðum? Er það í verkahring fararstjóra að vera með hópnum í skíðabrekkunum eða eingöngu ef hann er skíða- kennari? Hefur farar- stjóri/skíðakennari leyfi til að skilja farþega sína eftir efst í skíðabrekku og segja þeim að hitta sig á ákveðnum veitinga- stað neðar á skíðasvæðinu? Hver á að borga brúsann ef svo fer að hluti hópsins villist, skíðar óvart yfír á allt annað skíða- svæði sem endar í margra kíló- metra fjarlægð og þarf að taka leigubíla til að komast á réttan stað? Hver er munurinn á að kaupa ferð með fararstjóra, skíðakennara, skopleikara, list- ffæðingi eða með leiðsögu- manni? Hvað er innifalið í rútuferð um Evrópu (eins og stundum er auglýst)? Væntanlega akstur og gisting og hugsanlega ein- hver matur, en hvað með leið- sögn í bílnum? Dæmi eru um að í slíkum ferðum sé aðeins bílstjóri sem varla segir annað alla leiðina en í hvaða landi þeir eru staddir þá og þá og fram- hjá hvaða borgum sé verið að aka. Enda þótt fararstjórar séu stundum með í ferðinni þylja þeir upp úr ferðahandbókum það sama og farþegamir geta lesið í eigin ferðahandbókum. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 2002

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.