Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.12.2002, Blaðsíða 11
Og hvað gott fyrir börnin. Getur hugsast að þeim sé meira virði að fá örvandi at- hygli og góðan tíma en ein- nota leikfang eða vídeóspólu? Ætli öldruðum, sjúkum og einmana komi umhyggja í verki betur en hlutbundin tákn hennar? Ef að er gáð meta að líkindum flestir umhyggju og tillitssemi meira en áþreifan- lega hluti. Hið yfirfulla rúm á mörg- um heimilum, fjölmiðlar fullir af auglýsingum og vörukynn- ingu, streita sem fylgir tilfinn- ingu um tímaskort - allt kallar þetta á aðgát þegar verið er að velja jólgjöf. Arið um kring beinist þungur undirstraumur auglýsingaflóðsins að því að skapa flotta ímynd; auka tákn- rænt gildi markaðsvöru og setja vörumerki á stall. Láta þau tákna eitthvað afar eftir- sóknarvert; það einstaka, nýjasta og glæsta. Þegar mik- ið er lagt í ímyndarsköpun með hönnun og markaðssetn- ingu, umbúðum í víðtækri merkingu orðsins, verða vörur sem eru ósköp líkar að gæð- um og notagildi ólíkar í hug- um okkar - og í verði. Ef jóla- gjafavalið miðast fremur við ímyndað gildi en notagildi erum við farin að taka þátt í einhvers konar sjónarspili. Það hlutverk getur varla talist eftirsóknarvert til lengdar og kann að vekja löngun til að víkja frá venjunum, breyta leikreglunum. Byggja á eigin framtaki fremur en faðmlagi markaðarins. Tilbúin mark- aðsvara segir ekki sögu og geymir færri tilfinningar en það sem gefandinn hefur gef- ið góðan tíma, lagt í sál sína og eigin hæfni að búa til handa öðrum. Hvort sem það er krús með kökum, tusku- bolti, prjónuð peysa eða greinargott jólabréf. Hráefnið kann að vera sótt í búð, svo hófleg jólaverslun hefur sinn gang. En afrakstur vinnunnar ber sinn sérstaka svip og talar einhvern veginn skýrara máli en hlutur sem er keyptur. Notagildið kann að vera mik- ið í hlutfalli við verðgildið. Meira gefið þótt minna sé kostað til. Þótt mér hafi orðið tíðrætt urn offylli nútímans er vitað mál að ýmsir hafa úr litlu að spila. Kaupmáttur eflist ekki með öllum, honum er mis- skipt. Hluti þjóðarinnar á þess einfaldlega ekki kost að vera með í neinu jólasjónarspili. Spurningin er hvort mikils sé misst. Vitnisburður sem vert er að skoða Hér eru tilvitnanir í orð tveggja fræðimanna. Þær varpa frekara ljósi á efni, jólahugvekjunnar“ sem birt er hér á opnunni I sjálfvirku gangverki neysluþjóðfélagsins leika tilfinningar stórt hlutverk. A merkum tímamótum er hrært upp í þeim. Þá erum við óvenju berskjölduð og leitumst við að verja okkur. A öðrum menningarsvæðunt tíðkast aldagamlir hátíðasið- ir, helgisiðir tengdir orðum, athöfnum, klæðaburði o.s.frv. 1 neysluþjóðfélaginu er hins vegar til siðs að kaupa vörur sem þykja hæfa atburðinum. Þær eru annaðhvort ætlaðar til gjafa eða okkur sjálfum til árnaðar. Sem dæmi má nefna mismun- inn á jólaboðskap fortíðar og nútíðar. Aður fyrr var meðtek- inn um miðjan vetur í kirkjum hinn helgi boðskapur: „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Nú á dögum sendir pósturinn frá sér skilaboð í skammdeginu þar sem minnt er á hvenær frestur til að skila jólapökkum og jólakortum til útlanda og innanlands rennur út. Aminning um það gjafakapphlaup sem framundan er. Jprg Gaugler: Forbrugersamfundet, bls. 84, Tiderne Skifter, Kaupmaniiahöfn 1991 1 nútímasamfélagi Vesturlanda, sem byggist upp á efnisleg- um gildum, er okkur talin trú um að allt, meira að segja ást- ina, getum við öðlast með neyslu. Þessu er hins vegar þver- öfugt farið í raun. ... Hún er nefnilega nokkuð sem ekki verður keypt heldur verður að hlúa að henni með þeint hætti að báðir aðilar taki tillit til hins. Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur í viðtali við DV31.10. 2002 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 2002 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.