Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 10
Gæðakönnun á háum barnastólum - góðir stólar í boði Sú kynslóð sem nú er að hverfa fyrir ætternisstapann átti sér öruggan sess í fangi foreldra eða ömmu og afa við mat- arborðið. Þar var líka leitað huggunar í amstri dagsins þegar verið var að rann- saka og uppgötva veröldina með öllum þeim hremmingum sem því fylgdi. Meira öryggi finnst manni vart finnanlegt. Svo komu barnastólarnir. Þá þurfti að finna sem fullkomnast öryggi fyrir barnið, að það dytti ekki aftur fyrir sig úr stólnum eða rúllaði til hliðanna eða klemmdi sig á samsetningu stólanna. Allt fram á þennan dag er verið að framleiða og selja stóla sem hafa þessa skavanka þrátt fyrir margra ára rannsóknir. í danskri gæðakönnun á háum barnastól- um voru kannaöir margir stólar. Það sem kannað var sérstaklega var stöðugleiki stólanna, skarpir kantar, hættan á að klemma litla fingur eða að þeir festist í stólnum, og hreyfanlegir hlutir á stól- unum. Hvort leiðbeiningar fylgdu á umbúðunum um uppsetningu stólanna og á hvaða tungumáli þær væru. Ýmis fleiri atriði voru tekin með í þessa gæða- könnun. Helstu slysin eru þegar barn spyrnir sér út úr stól og fellur á gólfið og fær höfuð- högg eða slæm brot. Ekki ætti að skilja barn eftir í slíkum stólum án beltis. Barn sem er vanið strax á að hafa belti í stóln- um er öruggara en barn sem stundum er haft í belti en stundum ekki. Af þeim stólum sem í könnuninni voru eru sex stólar hér á markaði og er ánægjulegt að geta þess að stólarnir fjór- ir sem fengu bestu umsögnina eru allir á markaði hér en aðeins einn þeirra sem verstu umsögnina fengu fannst á mark- aði hér. Bestu útkomu íþessari gæðakönnun fékk norski TrippTrapp-stóllinn. Hann var tal- inn veita mesta öryggið og fékk bestu um- sögnina. Annar stóll sem fékk ögn lakari umsögn en er þó talinn ágætur gripur var Dan-stóllinn frá Baby Dan í Danmörku. Sænski stóllinn Hokus Pokus fékk þriðju bestu útkomu. Allir eru þessir stólar á markaði hér en Antilop, sem fékk fjórðu bestu einkunn, er ekki seldur hér. Frá því fyrirtæki er hinsvegar hér á markaði stóll fyrir yngstu börnin, og við væntum þess að framleiðandi geri sömu kröfur til allra framleiðsluvara sinna. Sitti-stóllinn lenti í öðrum flokki en í athugasemdum um hann segir að þeir stólar skapi enga alvar- lega hættu og hafi fáa öryggisgalla. Einn stólanna sem hér eru á markaði fékk slaka einkun, Prima Pappa-stóllinn. í ein- kunnagjöfinni var stólunum skipt í fjóra flokka og Ienti þessi stóll í þriðja flokki. Stólar í þessum flokki eru alls ekki taldir hættulegir en gerðar voru athugasemd- ir við fleiri en tvö öryggisatriði. Prima Pappa-stóllinn var sá eini í könnuninni með hjólum. Neytendasamtökin skoðuðu það úrval sem hér er af stólum fyrir yngstu kyn- slóðina Það vakti athygli hvað úrvalið var mikið. Fluttir eru inn stólar frá Norðurlöndum og þar með þeir stólar sem bestu umsögnina fengu, en einnig stólar frá Þýskalandi, Ítalíu og ísrael, svo nokkuð sé nefnt. Ekki er Neytendasam- tökunum kunnugt um gæðakannanir um þessa stóla og verða foreldrar því að hafa vakandi auga sjálfir fyrir því hvað er öruggt fyrir börnin í þessum efnum. Við vekjum athygli á heimasíðu Árvekni þar sem finna má kynstrin öll af upplýsingum um hvað beri að varast þegar börn eru annarsvegar. Veffangið er: www.arvekni.is. Einnig minnum við á að á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is, er birt markaðskönnum á þeim barnastólum sem við fundum í verslununum. Sumir stólarnir eru til í fleiri verslunum en einni og seldir á mis- munandi verði. 10 NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.