Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.10.2004, Blaðsíða 2
Samkeppni á peningamarkaði Fyrir nokkrum árum ríkti stöðnun og fá- keppni á fjármálamarkaði. Auglýsingar banka/sparisjóða beindust að tilbúinni jákvæðri ímynd þeirra. Stuðningur við landvernd og ýmis önnur þjóðþrifamál var áberandi. Út á ímyndina var reynt að fá nýja viðskiptavini. Flestir bankar sem eitthvað áttu undir sér voru í eigu ríkisins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar; bankar hafa sameinast, sparisjóðir líka og stærstu bankarnir hafa verið einka- væddir. Á sama tíma hafa vextir verið gefnir frjálsir og gjaldtaka sömuleiðis. Fyrst reyndist bönkunum að sumu leyti erfitt að fóta sig í nýfengnu frelsi, enda til þess ætlast að þeir kepptu á samkeppnis- grundvelli. Þeir hafa þó að mörgu leyti notað tímann vel til að hagræða, þó mis- mikið sé, og allir hafa þeir farið í útrás á erlenda markaði, vegnað vel og því fagna neytendur. Þetta hefur þýtt að á síðustu árum hefur hagnaður þeirra aukist ár frá ári, enda hafa tekjur af mismuni á inn- og útlánum verið miklar og sömu sögu er að segja af þjónustutekjunum, enda eru þetta þau fyrirtæki á íslandi sem sýna langmesta arðsemi í dag. Eitt af því sem gerðist þegar breytingar voru gerðar á lánum íbúðalánasjóðs, frá húsbréfum út í beinhörð peningalán, var að sjóðurinn hóf samstarf við Deutsche Bank. Að sjálfsögðu vonum við hjá Neyt- endasamtökunum að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í mikilvægri samkeppni erlendis frá. En nú gerðist hið óvænta. KB banki reið á vaðið og bankar og spari- sjóðir ákváðu að fara í samkeppni við Ibúðalánasjóð og buðu lægri vexti. Fyrir okkur neytendur er þetta mikið fagnaðar- efni og að sjálfsögðu vonum við að þetta sé fyrsta stóra skrefið sem stigið er á þess- um markaði, en alls ekki það síðasta. Þessi markaður er erfiður fyrir okkur neytendur og við þurfum svör við ýms- um spurningum áður en við getum metið hvað hentar hverjum og einum best. Til þess þurfum við góða og hlutlausa ráðgjöf. Ekki skal dregið í efa að starfs- menn bankanna sinni starfi sínu vel og heiðarlega, en þeir eru samt starfsmenn bankanna og það hlýtur að hafa áhrif að minnsta kosti á framsetningu. Neytenda- samtökin hafa óskað eftir fjárstuðningi viðskiptaráðherra til að sinna þess hátt- ar verkefnum, en án árangurs. Það væri betra nú þegar langþráð samkeppni lítur dagsins Ijós að þeim óskum hefði verið sinnt og að Neytendasamtökin gætu sinnt vandaðri og hlutlausri ráðgjöf fyrir okkur öll sem erum dálítið rugluð yfir öllum kostaboðunum. Við höfum einfald- lega ekki vanist svonalöguðu. Það er þó Ijóst að full ástæða er til að neytendur skauti varlega á þessu svelli og ígrundi sín mál vel. Margar spurning- ar vakna; hvað er íbúðarlánið gamalt, hver eru vaxtakjörin hjá lífeyrissjóðnum og hefur hann lækkað vextina. Svo má ekki gleyma ranglátri skattlagningu, eða stimpilgjöldunum sem fara til ríkisins, þar við bætist lántökukostnaður hjá bönkum/sparisjóðum og sem ættu að heyra sögunni til við skuldbreytingar lána. Spurningarnar eru ótalmargar og við þurfum að meta allt sem best út frá okkar forsendum, ekki lánveitanda. Fyrir suma getur verið hagkvæmt að endurfjár- magna með íbúðarláni hjá bankanum/ sparisjóðnum, en fyrir aðra ekki. Aukin samkeppni birtist okkur neytend- um ekki bara í jákvæðri mynd eins og rakið hefur verið hér að framan. Atgangur banka og sparisjóða við fram- haldsskólanemendur er mikill Ijóður á markaðsstarfi þessara fyrirtækja. Öll þekkjum við auglýsingarnar um ham- ingjusömu nemendurna sem fengu lán fyrir fartölvunni og raunar enn meiru með yfirdrætti á háum vöxtum. Auglýs- ingar í fjölmiðlum eru ékki látnar duga því þegar framhaldsskólarnir byrja eru sumar fjármálastofnanir með sölubása í skólunum og aðrar semja við nemenda- félög um greiðslur fyrir að skaffa nýja viðskiptavini. Einnigeru dæmi um banka sem kaupa miða á busaballið og gefa síð- an miðana til þeirra sem gerast viðskipta- vinir. Þeir sem voru viðskiptavinir fyrir er að sjálfsögðu fullgott að kaupa sinn eigin miða. Lái okkur hver sem vill þegar við leyfum okkur að gagnrýna slíka markaðs- setningu. Við teljum hana einfaldlega vera högg undir beltisstað og stöndum við það. Jóhannes Gunnarsson Efni Frá kvörtunarþjónustunni 3 Skyldur fasteignasala 4 Aukaverkanir lyfja 6 „SmoDthies” drykkir 8 Nýr búvörusamningur 10 Áfengisgjald 12 Gæðakönnun á stafrænum myndavélum 14 Bíllaus - fótalaus 17 Ekki á innihaldslýsingunni 18 Afsöltun á sjó 20 Spiderman 21 Þvottavélar 23 Prentað efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. NEYTENDABLAÐIÐ 3. tbl., 50. árg. - október 2004 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími 545 1200 Fax 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritnefnd: Brynhildur Pétursdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartar- dóttir, Þórólfur Daníelsson Umsjón með gæðakönnunum: Ólafur H. Torfason Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir Umbrot og hönnun: Ásprent Stíll hf. Prentun: HjáGuðjónÓ ehf. - vistvæn prentsmiðja Pökkun: Bjarkarás Upplag: 12.200 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasam- tökunum Ársáskrift: 3.400 krónur og gerist áskriíandi um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasam- takanna. Upplýsingar úr Neytenda- blaðinu er óheimilt að nota í auglýs- ingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: sosa09 2 NEYTENDABLAÐIÐ 3.TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.