Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 2
Skipulagsbreytingar í samkeppnismálum og opinberri neytendavernd; afstaða Neytendasamtakanna Efni Frá kvörtunarþjónustunni 3 Uppgreiðsluþóknun 4 Eitraður ilmur 5 Kerti og eldhætta E Gæðakönnun á espressó-vélum S Kvörtunarfrestur 11 Matvælaskýrsla 12 Úréttlátir skilmálar 14 Leikfangaframleiðsla í Kína 15 Gæðakönnun á DVD-spilurum 18 Vistvæn/lífræn/hefðbundin ræktun 21 Þing Neytendasamtakanna 23 í tillögum nefndar um íslenskt viöskiptaum- hverfi er gert ráð fyrir aö starfsemi Samkeppnisstofnunar veröi breytt og aö ein stofnun, Samkeppniseftirlit, sinni eingöngu eftirliti meö samkeppnismálum en neyt- endaverndin sem Samkeppnisstofnun hefur einnig haft á sinni könnu veröi færö til Löggildingarstofu sem um leið skiptir um nafn og heitir eftir það Neytendastofa. Viðskiptaráöherra hefur kynnt drög aö þremur lagafrumvörpum sem leysa eiga af hólmi gildandi samkeppnislög. Stjórn Neytendasamtakanna hefur fariö ítarlega yfir frumvarpsdrögin og leggur blessun sína yfir þau, þó meö mikilvægum athuga- semdum. Þetta eru drög aö frumvörpum til -nýrra samkeppnislaga, laga um óréttmæta viðskiptahætti og gagnsæi á markaönum og drög aö frumvarpi um Neytendastofu og talsmann neytenda. Viö síöasttalda frum- varpiö gera Neytendasamtökin þó athuga- semdir. Neytendasamtökin fagna jafnframt yfirlýsingu viöskiptaráöherra í tengslum við þessi frumvörp um aö efla eigi Samkeppnis- stofnun enda hafa neytendur itrekaö oröið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna ólögmæts samráðs fyrirtækja þar sem Samkeppnis- stofnun hefur ekki getað sinnt málum eins og henni ber vegna of lítilla fjárveitinga til stofnunarinnar. í þvi sambandi má minna á aö í fámennu landi eins og okkar er enn mikilvægara aö hafa skörp samkeppnislög en í fjölmennari iöndum, þó er ekki gengið lengra í drögunum en samkeppnislög gera almennt í öörum löndum á EES-svæðinu. í frumvarpi til laga um óréttmæta viðskipta- hætti og neytendavernd er fyrst og fremst um aö ræöa breytingar á því hver fer meö eftirlit meö þessum lögum en þaö færist frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Neytendasamtökin benda þó á aö í dag er ýmsum verkefnum sinnt á Löggildingarstofu sem eiga lítið skylt við neytendavernd og leggja áherslu á að þau verkefni verði færð annaö. Aö öörum kosti er verið aö gera lítið úr neytendaverndinni, gagnstætt því sem viðskiptaráöherra hefur lýst yfir. Gera veröur þýðingarmikla athugasemd viö frumvarp viðskiptaráöherra um Neyt- endastofu og talsmann neytenda. Þaö er skoðun Neytendasamtakanna að við þá breytingu sem nú á aö gera á neytenda- vernd sé farsælast aö sækja fyrirmyndir til þeirra landa þar sem neytendaverndin er best, þ.e. er til annarra Norðurlanda. I þessum löndum gegna umboösmenn neyt- enda mikilvægu hlutverki á sviði neytenda- verndar. Ekki er sjáanleg nein ástæða fyrir því að fara íslenska sérleiö eins og gert er ráö fyrir í frumvarpinu með því aö hafa sérstakan opinberan talsmann neytenda í staö umboðsmanns. Meö slíkri sérleiö er verið að skipa neytendaverndinni í lægri sess hér á landi. Hugtakiö umboösmaöur er vel þekkt meðal íslendinga og hlutverk umboösmanna flestum Ijós. Þaö sama verður ekki sagt um opinberan talsmann ákveðins hags- munahóps. Og þegar litið er til frumvarps viöskiptaráöherra um talsmann neytenda og það borið saman við lög um umboðs- rnann barna kemur í Ijós aö lagastoðin aö baki þessum tveimur embættum er nánast sú sama. Aö auki gera Neytendasamtökin breytingartillögur til aö tryggja enn frekar sjálfstæöi talsmanns (umboðsmanns). Þeim sem vilja kynna sér athugasemdir Neytenda- samtakanna viö þessi drög er bent á aö þær er að finna á heimsíðu samtakanna, www.ns.is. Jóhannes Gunnarsson Prentaö efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. NEVTENDABLAÐIÐ 4. tbl., 50. árg. - desember 2004 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími 545 1200 Fax 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritnefnd: Brynhildur Pétursdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Þórólfur Daníelsson Umsjón með gæöakönnunum:Ásmundur Ragnar Richardsson Yfirlestur: Laufey Leifsdóttir Umbrot og hönnun: Ásprent Stíll hf. Prentun: HjáGuöjónÓ ehf. - vistvæn prentsmiöja Pökkun: Bjarkarás Upplag: 12.200 eintök, blaöið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: 3.400 krónur og gerist áskri- fandi um leið félagsmaður í Neytendasam- tökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eöa töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt aö nota í auglýsingum og viö sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Blaðiö er prentað á vistvænan hátt - Merkt Norræna Svaninum. Lykilorð á heimasíðu: kaffi412 2 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.