Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 Eiturefnanámskeið Námskeið um notkun eiturefna og hættulegra efna við meindýra- eyðingu verður haldið dagana 18. og 19. mars 1999. Námskeið um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og við garðaúðun verður haldið dagana 22. og 23. mars 1999. Sunnlenska Námskeiðin eru einkum ætluð þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum, svo og þeim sem óska eftir að starfa við garðaúðun eða meindýraeyðingu. Þátttaka í eiturefnanámskeiði veitir þó ekki slík réttindi og verður að sækja um þau sérstaklega Þátttökugjald er kr. 14.000 fyrir námskeið um notkun eitur- efna og hættulegra efna við meindýraeyðingu. Þátttökugjald er kr. 15.000 fyrir námskeið um notkun eitur- efna og hættulegra efna í landbúnaði, garðyrkju og við garða- úðun. Námskeiðin verða haldin hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Tilkynna skal þátttöku sem fyrst og eigi síðar en 4. mars 1999 til Hollustuverndar ríkisins í síma 568 8848. Hollustuvernd ríkisins Rannsóknastofnun landbúnaðarins Vinnueftirlit ríkisins Soffía í stúdíói Útvarps Suðurlands. Jörð til sölu Lynghóll í Skriðdal til sölu. Jörðin er 24 km frá Egils- stöðum og er fjárbú. Jörðin getur verið laus strax eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 471-1215. Sveitakona kaupir útvarpsslöð Það var í upphafi ársins að Soffía Sigurðardóttir á Neista- stöðum í Villingaholtshrcppi keypti sér útvarpsstöð. Soffía, sem hefur m.a. unnið fyrir Bændablaðið sannfrétti að stöð- in væri til sölu og lét slag standa. - En Soffía, er rekstrargrund- Aq/uaBiená Fljótandi steinefnablanda fyrir NAUTGRIPI AquaBlend er blanda mikilvægustu steinefna sem nautgripir hafa þörf fyrir. Steinefnin eru á sérstöku efnafræðilegu formi sem tryggir vatnsleysanleika blöndunnar og gerir það að verkum að nýting efnanna í nautgripum verður mun betri samanborið við hefðbundna steinefnagjöf. AquaBlend er skammtað sjálfvirkt með þar til gerðum búnaði inn á drykkjarvatnskerfi í fjósum. Aðferðin er í senn öruggari og umhverfisvænni en hefðbundin steinefnagjöf. Vatnsneysla eykst í réttu hlutfalli við nyt og þannig haldast í hendur aukin steinefna- þörf vegna mjólkurframleiðslu og aukin hagkvæm steinefnagjöf. AquaBlend er engin töfralausn fyrir íslenska nautgriparækt heldur hagnýtur valkostur við faglega fóðrun þar sem mark- miðið er m.a. að fyrirbyggja sjúkdóma. Betra heilbrigði dýranna stuðlar að meiri afurðum hvort sem um er að ræða kjöt eða mjólk. Athuganir hérlendis með AquaBlend lofa góðu og því full ástæða að hvetja bændur að kynna sér málið með fóðurráðgjafa sínum og leita eftir viðbótar upplýsingum ef þörf er á. Upplýsingar um AquaBlend eru fáanlegar á vefsíðu Pharmaco hf. Vefslóðin er: www.pharmaco.is/aquablend.htm Bi Dreifingaraöili: Olíuverslun Islands HéBinsgötu 10,105 Reykjavík Sími 515 1100 Innflytjandi: Pharmaco Hörgatúni 2, 220 Garöabær Sími 535 7000 Framleiöandi: EPENHUYSEN NL-3336 LH Zwijndrecht, Holland völlur fyrir hendi? Já, Útvarp Suðurlands hefur smám saman verið að vinna sér sess hér á Suðurlandi. Hér er ekkert svæðisútvarp á vegum Ríkisútvarpsins. Hlustendur verða varir við að á Útvarpi Suðurlands er verið að tala við fólk sem hlust- endur þekkja og um mál sem hlustendum koma við. Það eru tengiliðir um allt Suðurland og Vestmannaeyjar sem haft er reglulega samband við. Svo eru viðtalsþættir þar sem rætt er við fólk um ættir og uppruna, áhugamál og lífshlaup. Útvarp Suðurlands er orðið hluti af sunn- lensku mannlífi, menningarlífi og atvinnulífi. Hér er eini útvarps- þátturinn um landbúnaðarmál og hefur verið vikulega á dagskrá frá því að útvarpið byrjaði sumarið 1997. Svo er hér líka mjög fjölbreytt tónlist. Að mestu leyti höfðar tónlistin til þeirra eldri, en unglingamir hafa hér eigin þætti. Það kemur í ljós þegar ólíkt fólk sér um þætti eftir eigin höfði, að síbyljustöðvamar sem svo hafa verið kallaðar, hafa alveg ótrúlega þröngt tónlistarsvið að ekki sé minnst á hvað þær hafa frá litlu að segja. Stór hópur sumarbú- staðafólks bætist hér í dyggan hlustendahóp um hverja helgi. -Má ekki fidlyrða að þú sért ein af fáum konum á jarðar- kringlunni sem á útvarpsstöð? Jú, líklega. Mér finnst hins vegar að ég eigi Útvarp Suður- lands ekki ein nema að forminu til, þetta er útvarp okkar allra sem að því störfum og þar leggja margir fram vinnu fyrir lítil eða engin laun. -Hvað er fyrirhugað í rekstrinum? Við þurfum að styrkja útsend- ingarsvæðið okkar, einkum í V- Skaftafellssýslu og sums staðar í uppsveitum, t.d. Þingvallasveit, Grafningi og Laugardal. Fyrir- hugað er að koma á tengingu fyrir útsendingar frá Vestmannaeyjum. Þetta er dýrt, en það kemur að þessu þegar reksturinn styrkist. Allar okkar tekjur koma frá aug- lýsendum og hafa alltaf gert. Svo er verið að skoða samstarf við Ríkisútvarpið um rekstur svæðis- útvarps á Suðurlandi. Útvarp Suð- urlands er komið til að vera. Ný jaröabök lyrir Island Ákveðið hefur verið að ráðast í gerð jarðabókar fyrir allt landið og er stefnt að því að ljúka því á 10 árum. Að verkinu munu standa Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Landgræðsla ríkis- ins, Bændasamtök íslands og Skógrækt ríkisins. I jarðabókinni eiga að vera upplýsingar á borð við stærð jarða, landeininga og uppgræðslusvæða, staðsetningu landmerkja og almennar upplýsingar um einstök lönd. Ætlunin er að í slíkri jarða- bók, sem verður á tölvutæku formi, verði myndrænn grunnur af landinu þar sem notaðar verða stafrænar gervihnattamyndir, Ólafur Amalds hjá RALA segir að staðan sé sú núna að það vanti landupplýsingar af mjög mörgum ástæðum og að sú vöntun sé að verða sífellt bagalegri. „Ég sé fyrir mér að allir sem komi að land- græðslu geti notað upplýsingar úr slíkri jarðabók, sem og bændur sjálfir, samtök þeirra og aðrir sem bera ábyrgð á sjálfbærri nýtingu landsins. Svo getur þetta verið mikilvægt tæki fyrir bændur og sveitarfélög í skipulagsmálum. Hugsunin er sú að Bændasamtökin, stofnanir landbúnaðarins og bændur sjálfir hafi sem mestan hag af þessu en hins vegar muni fleiri gera það þegar fram í sækir,“ segir hann. Ólafur tekur fram að ekki standi til að gefa út nein kort af jörðum. Ætlunin er að það liggi fyrir gögn á tölvutæku formi og síðan geti menn prentað út það sem þeir vilja. „Við sjáum líka þann möguleika að hver bóndi geti fengið hluta af gögnunum í tölvuna hjá sér og unnið með þau þar. Ef hann ætlar t.d. að leggja girðingu hjá sér gæti hann séð þama hvað girðingin þyrfti að vera löng og hvað svæðin sitt hvorum megin við girðinguna verða stór,“ segir hann. Ólafur bætir því við að það sem þeir ætli að áorka með þessu sé margt og ekk' sé hægt að tiltaka það í stuttu máli. „Það má þó segja að það sem við ætlum að fá fram með þessu sé fyrst og fremst þjón- usta,“ segir hann að lokum. Eins og áður segir er áætlað að þetta verk taki um 10 ár. Þar af er reiknað með að fyrstu 2-3 árin fari í að móta gagnagrunn og flokka landið. Þegar hefur verið tryggt grunnfjármagn til verkefnisins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.