Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 1
20. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 26. nóvember 2002 ISSN 1025-5621 unegur fundun „Mönnum var verulega brugðið þegar Þjóðlendunefnd fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar Islands, lagði fram kröfur ríkisins. Það þarf nefnilega tölu- vert mikið hugmyndaflug til að leggja fram slíkar kröfur. Við hjá Bændasamtökunum urðum ekki síður undrandi á þeim en aðrir og höfum síðan fylgst grannt með þessum málum. Umbjóðendur okkar eru íslenskir bændur. Þeir eiga enn stóran hluta landsins og réttilega er talað um þá sem vörslumenn þess,“ sagði Gunnar Sæmundsson, varaform. Bænda- samtakanna við upphaf fundar sem landeigendur og Bænda- samtök Islands efndu til á Hótel Sögu fyrir skömmu. Þar var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Op- inn fundur landeigenda haldinn í samvinnu við Bændasamtök ís- lands að Hótel Sögu IS. nóvember 2002 skorar á fjármálaráðherra að draga til baka allar kröfur ríksins til þinglýstra eignarlanda, jafnt fyrír dómstólum sem Óbyggðanefnd, en þess í stað beita sér fyrir sátt milli ríkis og land- eigenda." Hinn 1. júlí 1998 tóku gildi lög nr. 58/1998, Þjóðlendulög. Hlutverk 500. kaupandinn fær verOlaun! Salan á dkBúbót hefur tekið mikinn kipp undanfarnar vikur. Yfir 480 einstaklingsútgáfur af forrítinu hafa veríð seldar og eru notendur almennt mjög ánægðir með það. Sá sem kaupir 500. ein- takið mun að sjálfsögðu njóta þess með viðeigandi hætti. Söluaukninguna má rekja til þess að um þessar mundir bjóða búnaðarsamböndin og Bændasam- tök Islands bændum víðsvegar um landið námskeið í grunnatriðum bókhalds og notkun dkBúbótar. Frá miðjum nóvember hafa verið haldin ellefú námskeið fyrir alls 180 þátttakendur. Hluti af námskeiðinu eru verklegar leiðbeiningar sem ráðunautur gefiir með því að heim- sækja hvem og einn þátttakanda. Reynslan af þessu fyrirkomulagi hefúr verið mjög góð og bændur ánægðir með hvemig til hefúr tekist. Þeir sem hafa áhuga á að sækja slíkt námskeið geta skráð þátttöku sína hjá viðkomandi búnaðarsam- bandi. A meðfylgjandi mynd má sjá f.v. Ólaf Jósefsson, Syðri-Gegnishól- um í Gaulveijabæjarhreppi, Rúnar Gestsson, Jórvík í Arborg (gamla Sandvíkurhreppi) og Atla Rafh Hró- bjartsso,n Brekkum 1 í Mýrdal. Mynd:Jóhannes Hr. Símonarson laganna var að leysa úr þeirri óvissu sem uppi hafði verið um eignarhald á vissum hálendissvæðum landsins. Undirbúningur að þessari laga- setningu hafði staðið um ára bil. Búnaðarþing fékk til umsagnar frumvarp að lögunum og fjallaði um það. Gerðar voru nokkrár ábend- ingar en efnislega fékk frumvarpið ekki mikla andstöðu. Mönnum var ljóst að til væm landsvæði sem ekki féllu undir hefðbundinn eignarrétt og rétt væri að koma slíkum málum á hreint. Samkvæmt Þjóðlendu- lögum tók svo Óbyggðanefnd til starfa og auglýsti að fyrsta svæðið sem tekið yrði fyrir yrði í Ámes- sýslu. Bændasamtökin boðuðu þá forsvarsmenn í Amessýslu til fúndar strax og auglýsingin kom og hvöttu heimamenn til að standa saman og vanda allan undirbúning af sinni hálfú. Gunnar ræddi um fyrsta úrskurð Óbyggðanefndar og sagði að að fáir bændur í Ámessýslu áffýjuðu mál- um sínum til dómstóla. „Á hinn bóginn vekur það undmn að fjár- málaráðherra, fyrir hönd ríkis- stjómar Islands, skuli áffýja í þessu máli, í ljósi þess hvemig þeir sem lögin settu hafa talað og sumir kveðið fast að orði. Á einu vil ég vekja sérstaka athygli. Það er ólík aðstaða málsaðila í þeim málaferl- um sem ffamundan em. Annars vegar er ríkisvaldið með sinn ríkis- sjóð til að kosta lögffæðinga til verksins og hins vegar sveitarfélög og þá sérstaklega einstakir landeig- endur sem em í flestum tilfellum bændur. Þeir hafa í mörgum til- fellum ekki í mikla sjóði að leita til að greiða málskostnað. Nú þegar ríkið stefnir vegna landsvæða sem er í eigu einstakra bænda vaknar spumingin, er kannski ffamundan mesta eignaupptaka íslandssögunn- ar? Sjá nánar á bls. 16 og 17. Bændablaðiö/Jón Eiríksson. .komdu með ungi maður, komdu með.' Alftir stórskemma kornakra „Álftimar em orðnar hrein plága víða í komrækt og valda milljóna tjóni á uppskeru,“ segir Þórarinn Leifsson, bóndi í Keldu- dal í Skagafirði, en hann er í hópi stærri kornræktenda í landinu. Kornræktendur í Skagafirði hafa að hluta til notað þá aðferð að slá komið og láta það liggja í skárum til þurrkunar áður en það er hirt upp og þreskt. Með þessari aðferð má þurrka kom á velli án þess að eiga á hættu að það fjúki og spara þannig mikinn þurrkkostnað. Samtals var slegið korn með þessum hætti af 50 hekturum nú í haust en hætt var að slá niður þegar ljóst var í hvað stefndi með álftapláguna. Af því komi sem þannig var slegið gereyðilögðu álftir 50-60% í ár, eða á bilinu 25 til 30 hektara að sögn Þórarins. Hann sagði að álftimar hefðu líka farið inn á hina akrana áður en komið var slegið og þreskt á hefðbundinn hátt. Ómögulegt sé að meta hve mikið af komi fúglinn hafi tekið þar. Víða em drög í akrana þar sem ekki er hægt að sá, og þar getur fúglinn sest og farið að éta sig inn í akurinn. Einnig er vatns- borð í skurðum sums staðar það hátt að fúglinn getur ferðast eftir þeim og skriðið upp í akrana. Útilokað er að girða fyrir alla möguleika á að álft komist í akrana. Étur á vió œr meö tvö lömb Þórarinn sagði að um væri að ræða á bilinu 200 til 400 fúgla á komökrum Skagfnðinga. Samkvæmt því sem honum hefði verið sagt æti hver álft á við á með tvö lömb þannig að ef um væri að ræða liðlega 300 fúgla ætu þeir á við nærri eitt þúsund fjár. „Álftum hefúr fjölgað alveg gríðarlega síðustu árin. Þær eru eins og mörg önnur dýr og helga sér óðöl, sem þýðir að hvert álftapar hefúr visst landsvæði fyrir sig, og þessi óðöl standa í áratugi. Með fjölgun fuglanna eru öll óðöl fúllsetin og því er um að ræða hundruð geldfugla sem fá ekki óðöl og leggjast á ræktarlönd bænda. Þessar álftir em orðnar svo spakar að þær labba bara um við híiðina á dráttarvélunum," sagði Þórarinn. Tálakrar gcetu hjálpad Hann segir að nauðsynlegt sé að fækka álft umtalsvert þar sem hún er orðin veruleg plága i ræktunarlandi bænda, bæði túnum og komrækt. Álftin er alfriðuð og því bannað skjóta hana og fátt til ráða. Til að bjarga kominu er hægt að vera með tálakra, eins og gert er tii að mynda í Skotlandi. Það er alfarið kostaá af hinu opinbera og að sjálfsögðu fylgir því nokkur kostnaður. Auðveldara ætti að vera að halda plágunni ffá ökmm bænda ef álftin hefúr einhvers staðar aðgengilegan akur ti! að liggja í. Lárus Pétursson var með kom á 60 hekturum í Landeyjum í sumar. Hann segist telja að álftin hafi eyðilagt korn af 15 til 20 hektara svæði hjá sér. Hann segist ekki slá komið og láta það liggja eins og Skagfirðingar hafa gert tilraunir með. Hins vegar hafi sinn akur staðið dálítið sér og aðstæður fýrir álftina til að lenda þar verið góðar. „Ef maður girðir allt svæðið og sáir í akurinn alveg út að girðingu kemst hún ekki í komið. Fuglinn getur ekki lent á sjálfum komakrinum. Hann verður að hafa lendingarbraut innan girðingar. Hins vegar er sjálfsagt ekki auðvelt að leysa vanda þeirra Skagfirðinga sem láta komið liggja, því að þeir búa til flug- braut fýrir álftina um leið og þeir slá komið,“ sagði Láms.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.