Bændablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 2
1.TBL1989 FÆRRI SLASAST A LANDSBYGGÐINNI Slysum í umferðinni fækkar eftir því sem fjær dregur Reykjavík. Ástandið þó ekki verst þar heldur á Suðurlandi og Vesturlandi. 1987 1988 1987 1988 Súluritið sýnir samanburö á fjölda þeirra sem siösuöust í umferöinni á árunum 1987 og 1988. Hér er landinu skipt í tvennt eftir kjördæmum. Súlurnar sem merktar eru "SV" tákna Reykjavík, Reykjanes, Vesturland og Suöurland, en súlurnar sem merktar eru "NA" standa fyrir Vestfiröi, Noröurland vestra, Noröurland evstra og Austurland. Fjöldi síasaöra er hér settur f samhengi viö íbúafjölaa og tölurnar tákna fiölda slasaöra af hverjum þúsund ibúum. Eins og sjá má var munurinn ekki mikill áriö 1987 en hefur aukist gríöarlega milli ara. Umferðarslysum fækkar hlutfallslega eftir því sem fjær dregur suðvesturhorni landsins. Þetta má lesa út úr nýlegum tölum frá Umferðar- ráði, þar sem einnig kemur fram að þróunin í þessum efnum virðist ganga í and- stæðar áttir. Milli áranna 1987 og 1988 fjölgaði slösuðum í Reykjavík og á Reykjanesi, en fækkaði annars staðar á land- inu. Ef landinu er skipt f tvo hluta og Suöurland og Vesturland talin með R-kjördæmunum, kemur f Ijós aö árið 1987 slösuöust 3,9 af hvcrjum þúsund fbúum þessa svæöis. Samsvarandi tala fyrir hin kjördæmin fjögur, er 3,7. Á sföasta ári fjölgaði þeim hins vegar verulega scm slösuöust f um- fcröinni f Reykjavík og á Rcykja- Lánsréttindi sjóðfélaga í lífeyrissjóði bænda 1989 Óbundin lán Lífeyrissjóöur bænda lánar svonefnd óbundin lán til sjóðfélaga sinna í samræmi við neðangreindar reglur: 1. Það er skilyrði fyrir veitingu lífeyrissjóðsláns að sjóðfélagi skuldi eigi Stofnlánadeild landbunaðarins vegna bústofnskaupalána, annarra en loðdýralána vegna búháttabreytinga, eða íbúðabyggingalána og óbundinna lána yngri en 5 ára. Eigi er heimiít að greiöa upp slík lán í því skyni aö skapa nýjan lansrétt. Þeir sem skulda lán, eldra en 5 ára, eiga rétt á láni í samræmi við áunninn lánsrétt, sbr. lið 5. Það er skilyrði fyrir veitingu lansins aö eldri lán verði greidd upp að fullu. 2. Þeir sjóðfélagar eiga rétt á láni sem náð hafa a.m.k. 5,0 stigum í sjóðnum samkvæmt nyjustu iðgjaldaskrá og höfðu pá verið aðilar að sjóðnum í fjögur ár.Tekið er tillit til allt að 70% af stigaeign i öðrum sjóðum, enda hafi lánsréttur samkvæmt þeirri stigaeign eigi verið nýttur. 3. Eftirfarandi regla aildir fyrir þá sem urðu sjóðfélagar með gildistöku laga nr. 50/1984 og öðlast hafa a.m.k. 5,0 stig, (bæöi við skiptingu á stigum maka og með áunnum stigum eftir það), í staö skilyrðisins um fjögurra ára aðild: 3.1. Maki hefur ekki fengiö lán úr sjóönum: Sjóðfélagi hafi áunnið sér a.m.k. 5,0 stig í sjóðnum. 3.2. Maki hefur fengið lán úr sjóönum: Fimm þeirra stiga, er sjóðfélagi hefur áunnið sér, skulu vera vegna iðgjalds, sem greidd hafa verið eftir að maki fékk síðast lán úr sjóðnum, hafihann fengið lán áður en skipting stiga fór fram í ársbyriun 1984. Þetta skilyrði fellur niður, ef stig eftir skiptingu voru 6,0 eða fleiri njá hvoru hjóna, (stig í öðrum sjóðum gilda ekki). 4. Lánstími er 15 ár, verðtrygging 100% og vextir skulu vera 8,1% og breytast í samræmi viO vegna meðaTtalsvexti á fullverðtryggðu fé, samkvæmt auglysingu Seðlabanka Islands á hverjum tíma. 5. Lánsupphæð er á bilinu kr 185.000 - 605.000 eftir stigaeign sjóöfélaga samkvæmt síöustu iðgjaldaskrá 6. Lánsréttur feliur niður þegar sex mánuðir eru liðnir frá því að sjóðfélagi greiddi síðast í sjóðinn, sbr. þó grein 2.9. 7. Heimilt er að sækja um yfirfærslu óbundins láns af nafni eins skuldara yfir á nafn annars, enda sé hinn nýji skuldari kaupandi að eianinni sem er í veöi fyrir láninu. Engu að síöur telst uppnaflegur skuldari hafa með lántökunni nýtt sér lánsrétt sinn og yfirtaka lánsins hefur ekki áhrif á lánsrétt þess sem lánið yfirtók. Stofnlánadeild landbúnaðarins tilkynnir Lífeyrissjóði bænda um allar breytingar af því tagi sem um ræðir í þessari grein. 8. Sjóöfélagi, sem náð hefur 70 ára aldri, eða hefur töku lífeyris á tímabilinu 67 - 70 ára, og nefur áunnið sér á milli 4,0 og 5,0 stig, á rétt a 165.000 króna láni úr sjóðnum, en lánsréttur slíkra aðila er að öðru leyti sá sami og annarra sjóðfélaga. 9. Eftirlifandi makar látinna sjóðfélaga eiga lánsrétt í samræmi við stigaeign hins látna sjóðfélaga. 10. Umsóknir, ásamt veðbókarvottorði, skulu sendar Stofnlánadeild landbúnaðarins, Laugavegi 120, 105 Reykjavík. 11. Upplýsingar um óbundin lán fást hjá Lífeyrissjóði bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 91-18882 og hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, Laugavegi 120, 105 Reykjavík, sími 91-25444. 12. Lánareglur þessar gilda frá 1. janúar 1989 til 31. desember 1989. Lífeyrissjóður bænda nesi. Þrátt fyrir nokkra fækkun á Vesturlandi og umtalsveröa fækkun á Suöurlandi, fjölgaöi slös- uöum f þessum fjórum icjördæmum nokkuö. Á árinu 1989 slösuöust þannig 4 af hverjum þúsund fbúum þessa svæöis. Annars staöar á landinu fækkaöi þeim verulega sem slös- uðust f umferöinni. Hlutfall slasaðra á svæðinu frá Vestfjöröum til Austurlands fór niöur í 2,3 af hverjum þúsund íbúum á síöasta ári. l^egst komst þetta hlutfall niöur í 1,5 á Norðurlandi eystra og Austurlandi, þeim tveim kjördæm- um sem eru lengst frá suövestur- horninu. Þótt þaö kunni e.t.v. aö virðast undarlegt, þá er ástandiö ekki verst í Rcykjavfk eða á Rcykjancsi. Flest- ir slasast ncfnilega í umferöinni í nágrannakjördæmunum tveimur, Suðurlandi og Vesturlandi. 1987 slösuöust 8,2 af hvcrjum þúsund íbúum á Suðurlandi og á Vcstur: landi var samsvarandi tala 6,0. í báöum þcssum kjördæmum fækkaði slösuöum talsvert milli ára, en sú fækkun nægöi þó ekki til að vcga upp á móti fjölguninni í R- kjördæmunum. Nú cr rétt aö taka fram aö þær tölur scm hér cr byggt á, eru þrátt fyrir allt svo lágar, aö hæpiö er aö draga af þeim mjög ákvcðnar álykt- anir á tölfræöilcgum grundvelli. Þaö styöur cinnig þcssíi skoðun, aö svciflur milli ára eru býsna stórar, einkum f einstökum kjördæmum. Þó virðist mcga draga af þcssum tölum þá ályktun aö hlutfallslega færri slasist í umfcröinni eftir því sem fjær drcgur suövesturhorninu. í fyrsta tölublaöi Landsbyggö- arinnar f fyrra, fjölluöum viö um iðgjöld bílatrygginga og settum þau f samhengi við tíöni umferöaslysa, skipt cftir landshlutum. Þar kom- umst viö að þeirri niöurstöðu, að þrátt fyrir þá staöreynd aö bílatryggingar séu mun dýrari á suðvesturhorninu, en annars staöar á landinu, þá greiöi landsbyggðar- fólk samt niður iögjöldin suövest- anlands. Þær slysatölur frá umferö- arráöi scm hér hafa veriö til um- fjöllunar viröast enn rcnna stoðum undir þcssa kenningu. Víst skógur í Laugardal! Nytjaskógrækt í I juigardal hefur enn ekki oröiö aö veruleika. Þaö hafa veriö og eru enn mörg Ijón í veginum en það sem málið strandaði síöast á voru deilur við einn bóndann um þaö hversu mikinn mjólkurrétt hann fengi fyrir sauöfjárrétt sinn en forsenda skógræktarinnar er aö svæöið verði fjárlaust. Nú höfum viö frétt aö tekist hafi að leysa þetta mál og er þvf möguleiki á að skógrækt veröi hafin þarna samhliða þvf að samið veröur um skógrækt bænda á riðujörðum á Héraöi... Hljómsveit Braga Arnasonar leikur dansmúsík viö flestra hæfi. Spilum á jDorrablótum, arshátíðum og einkasamkvæmum. Stuöhljómsveit. Upplysingar í símum 98-78130 (Smári) og 98- 78598 (Bragi).

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.