Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 14
FRÁ AÐALFUNDI STÉTTARSAMBANDS BÆNDA AÐ REYKJUM í HRÚTAFIRÐI 29. TIL 31. ÁGÚST 1990 * FRÁ AÐALFUNDI STE 30 - 40% SKERÐING FULLVIRÐISRÉTTAR SAUÐFJÁRBÆNDA Aðalmál Stéttarsambandsfundarins í Hrútafirði var væntanleg fækkun sauðfjárbænda eða skerðing sauð- Qárfullvirðisréttar um allt að 40%. Segja má að fundurinn hafl staðið úrræðalaus gagnvart þessu stóra máli, eins og velflestir aðrir sem um það hafa fjallað. Formaður Stéttarsambandsins hefur nefnt í þessu sambandi að um 800 sauðQárbændur eigi ef til vill eftir að flosna upp af jörðum sínum. Af fullum fundarmönnum "Kjörmannafundur er lögnuelur ef fullur helmingur kjönnanna iir viökomandi sýslu silur fundinn..." Þessi setning var í samþykktum Stéttarsambandsins og var tekin óbreytt upp f drög aö nýjum sem iágu fyrir fundinum. Hálfdán Björnsson benti aftur á móti á aö þetta gæti vafist nokkuö fyrir mönnum hvaö átt væri við, nema ef vera kynni aö þess sé krafist aö fundarmenn mæti fullir. Prakkarar í bændastétt Eitthvaö er um bændur sem leigt hafa eöa selt sinn fullviröisrétt til kindakjötsframleiðslu en eru samt áfram meö fé f húsum sfnum og framleiða þvf ef til vill kjöt sem selt er framhjá. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fjallaöi síöasta vetur um mál tæplega 20 slíkra aöila og leitaði eftir þaö álits ríkislögmanns á réttarstöðu málsaðila... Reiöhöllin til sölu Reiðhöllin í Víðidal sem á sföasta vetri var seld á uppboði er nú til sölu. Á uppboðinu keyptu húsiö í sameiningu Framleiðnisjóður, Búnaðarbankinn og Stofnlánadeild fyrir 69 milljónir. Hefur síöast taldi aöilinn annast húsiö síöan og leigt þaö hestamönnum sem hafa haft þar ýmsa starfssemi. En nú stefnt aö því aö selja húsiö. Þetta kom fram f ársskýrslu Framleiönisjóðs sem Jóhannes á Torfalæk flutti á aöalfundi SB... Jafnvægi 1995 í mjög grófum dráttum má lýsa ástandinu þannig: Kindakjöts- neysla fslendinga er nú komin niöur fyrir 8000 tonn en sá full- viröisréttur sem bændur hafa sam- svarar alls um 12000 tonna fram- leiðslu. Þar af er þó á þriðja þúsund tonna réttur óvirkur nú scm stcndur vegna samninga um leigu og riöusamninga. Fram- leiðslan nú nemur því um 9500 tonnum. í drögum aö samningi ríkis og bænda um "grundvöll búvöru- framleiöslu frá 1. september 1992" er gert ráö fyrir aö áriö 1995 beri rfkið ekki ábyrgö á meira kjöt- magni heldur en sem samsvarar neyslu kindakjöts árin 1992 og 1993 að viðbættum lftilsháttar birgðum til öryggis. Nú er ekki vitað hversu margir af þeim sem eiga óvirkan fullviröis- rétt (vcgna riðuniöurskuröar eöa leigu hjá Framleiðnisjóði) ætla aö hefja búskap aö nýju. Ljóst er þó, m.a. af samtölum viö fulltrúa úr "riðu"sveitum aö þaö getur verið vel helmingur sem kemur þannig inn aö nýju, veröi ekkert fýsilegra til atvinnu í viðkomandi sveit. Síöan er það aö athuga aö þó aö ársneysla kindakjöts sé nú á bilinu 7500 til 8000 tonn þá bendir ekkert til þess að samdrættinum sé lokiö. Ef miöa á við neyslu 1992 og 1993 viö ákvörðun um fram- leiöslurétt 1995 er þvf ekki ósenni- legt aö veriö sé aö tala um skerö- ingu um allt aö 3750 tonna rétt. (9500 + (12000 - 9500)/2 - 7000) Þaö samsvarar ríflega 200 þúsund ærgilda fullviröisrétti eða framleiöslu 500 bænda sem hver um sig hefur um 400 ærgilda fullvirðisrétt. Ilér er ennfremur veriö aö tala um 35% skerðingu miöað viö 10750 tonna virkan fullviröisrétt. Sumir ræðumanna töldu raun- ar eins og Halldór Gunnarsson í Holti aö tölurnar sem nú lægu fyrir bentu til meiri samdráttar. "Það er nær aö tala um 40% sam- drátt og þegar við sjáum aö markaðsverð á feitu ærkjöti f Japan er 40 cent (u.þ.b. 22 kr.) á kílóiö þá er Ijóst aö allt tal um útflutning er út í hött," sagöi Halldór. Nokkrir fulltrúanna bentu á aö ef til vill væri enn hægt aö leita að útflutningsmarkaði en mun meiri áhugi var þó á bættri markaðs- setningu hér heima. 440 ærgilda bú yrði 286 ærgilda Hvort sem talan er 35% eöa einhver önnur þá er um mjög mikinn samdrátt aö ræöa. Bóndi sem nú hefur vísitölubú, 440 ærgilda rétt, heföi eftir 35% skeröingu áriö 1995 286 ærgilda rétt. Vísitölubúiö er vitanlega ekki stórt ef framflcyta á sæmilegri fjölskyldu af því en staöan veröur næsta vonlaus ef aö 440 ærgilda búið minnkar niður í 286 ærgildi og sé engin önnur atvinna tiltæk er næsta víst aö fæstir geta framfleytt sér og sfnum af slíku búi. Dæmiö má reikna á ýmsa vegu en f álykt- uninni sem birt er hér til hliöar er talað um 30 - 40% samdrátt og í umræðum voru nefndar tölur um 500 til 1000 bændur sem yröu að hætta búskap. Gengisfellingin staðfest Nú þykir vafalftið mörgum sauöfjárbændum hart aö heyra það að Stéttarsamband þeirra hafi nánast gcngið aö þvf sem staö- rcynd aö draga veröi vcrulega úr framleiðslunni. Þaö er aftur á móti mat flestra sem um þetta fjalla aö hjá þessu veröi komist. Taliö er að í landinu sé ekki pólitískur vilji til aö viöhalda kindakjötsframleiöslu umfram innanlandsþarfir. Út- flutningsmarkaöir hafa ekki fundist sem aö neinu gagni geta komið. Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráöherra talaði tæpi- tungulaust um þetta f ræöu sinni þegar hann sagði aö enn bæri mikið í milli "...þegar borinn er saman heiidarfullvirðisréttur í sauðfjárrœkl, framleiðsla og innanlandsneysla kindakjöts... Réllurinn hefur í raun orðið fyrir gengisfellingu, þar sem skráður réllur er svo fjarri eflirspuminni. A þessu vanda- máli verður að laka, því ef ekkerl verður gerl leiðir það á endanum til verulegrar Jlalrar verðskerðingar, sem líklega myndi ríða sauðfjárrœkt að fullu sem alvöru búgrein." Og síðar sagöi Steingímur: "Aðlögun fullvirðisréllar í saitðjjárrœklinni komi til með að ske á lillölulega skömmum tírna og hafa þrjút fyrslu ár nýs samnings verið nefnd í því sam- bandi að viðbœllu því sem eflir er af núgildandi samningi. Mikilvœgt er að þessi alriði liggi fyrir sem fyrsl þannig að hver og einn geli lekið ákvarðanir í Ijósi markaðrar stefnu." Þaö er ekki hægt aö segja aö Stéttarsambandsfulltrúar hafi mótmælt því hárri röddu að kinda- kjötsframleiðslan veröi aðlöguð aö innanlandsmarkaði. Nokkrir full- trúanna uröu þó til aö kveöa fast aö oröi og spurðu meðal annars um hvaö væri verið að semja ef aö fullvirðisréttur hinna hefðbundnu búgreina væri ekki annað en ávfs- un á þann innanlandsmarkað sem bændur heföu allt aö cinu. Ilinir voru þó flciri sem töldu óumflýjanlegt aö laga framleiösl- una aö markaðsþörfinni enda vafa- mál aö þaö þjóni hagsmunum bænda aö framleiða kjöt sem síðan yröi urðað eöa geymt til iangframa, fjölmiðlum til skemmt- unar. Boltanum velt yfir til Byggðastofnunar Áhyggjur manna af því sem gerast mun viö þenr.an samdrátt voru engu aö síður miklar og f ályktun fundarins er þvf krafist að...: BÆNDUR Tækin sem þið getið treyst ■xJ ELFA Hitakútar úr ryðfríu stáli Góð einangrun - Frábær ending Stærðir 30 - 50 -120 - 200 - 300 Itr. múiiw ELFA___________________ Loftræstiviftur fyrir gripahús. Einnig fyrirliggjandi viftur fyrir íbúðarhús. - Margar gerðir. ELFA CTC Fjölbrennslukatlar - Olíukatlar - Rafmagnskatlar. Mjög góð hitanýting. Tæknileg ráðgjöf. Biomberq Heimilistæki Eldavélar - ísskápar - Gufugleypar - Þvottavélar - Þurrkarar og fleira. Hagstœtt verð og góðir greiðsluskilmálar. Leitið upplýsinga. Einar Farestveit & Co.htf. Borgartúni 28, sími (91) 622900. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1990 ályktar eftirfarandi um efnisatriði nýs grundvallar búvöruframleiðslunnar 1. Almenn atriöi a) ítrekuð er ályktun síðasta aðalfundar um að forsenda markaöstengds samnings sé að samkeppnisstöðu búvara á innlendum markaöi sé á engan hátt spillt meö stjórnvaldsaðgerðum eða aðgeröaleysi. b) Stéttarsambandsfundur telur ekki rétt að taka upp svæöaskiptingu búgreina sem byggir eingöngu á heilum landshlutum, heldur veröi hver einstök jörö metin meö tilliti til þess hvað þar er hagkvæmast aö framleiöa. íþví mati verði meðal annars tekið tillit til eftirfarandi: Ástands gróöurfars, ræktunar, bygginga og þess búskapar sem rekinn er á jöröinni. 2. Sauðfjárrækt A) Þeir umræðupunktar sem nú liggja fyrir gera ráö fyrir markaðstengingu framleiðsluréttarins. Samkvæmt þeim má reikna með fækkun sauðfjárbænda um 30-40% á þremur til fimm árum. Við það leggjast væntanlega afá annað þúsund störf. Fundurinn telur brýnt að nú þegar verði beöið um mat Byggöastofnunar á þessum hugmyndum og afleiðingum þeirra fyrir íslenskt samfélag, nái þær fram aö ganga. Komi til þess við endaniega samningsgerð aö fullvirðis- réttur til sauðfjárframleiðslu verði að minnka, telur fundurinn að flöt skerðing hans komi ekki til greina enda gengur slíkt þvert é markmið um aukna hagkvæmni. Einnig myndi það verða algjörlega ofviða einstökum bændum og heilum byggðarlögum. Því verður aö leita annarra leiða til aö ná settum markmiðum. Bent er á eftirfarandi: a) Takmörkun sauðfjárframleiðslu utan lögbýla svo sem tök eru á. b) Uppkaup á fullvirðisrétti. c) Frysting réttar án greiðslu d) Samið um frystingu réttar hjá bændum yfir ákveðn- um aldursmörkum enda verði þeim tryggður full■ nægjandi lífeyrir. Rétturinn skal veröa laus viö ábúendaskipti B) Sérstaklega er tekiö undir þá hugmynd að verulegur hluti launaliöar sauðfjárbænda verði greiddur beint til fram- leiðenda. Nánara fyrirkomulag slíkra greiðslna veröi ákveöið með sérstöku samkomulagi milli landbúnaöar- ráðherra og Stéttarsambands bænda. 3. Málsmeðferö Fundurinn ákveöur að nýr búvörusamningur verði lagður fyrir fulltrúafund til staðfestingar •S.'” hj rtv'

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.