Tónlistin - 01.12.1944, Side 30

Tónlistin - 01.12.1944, Side 30
TÓNLISTIN 60 aðrar meðferðar. sem hefði getað varpað nýju ljósi yfir efnið. Verdi-arian var fallega sungin, en tilþrifameiri A'ar söng- ur hans í ..Okl nian river". Þar vann hann úr efninu og túlkaði textann á list- rænan hátt eftir margvíslegum blæbrigð- um lagsins. Söngur hans í þessu lagi, og reyndar mörgum fleirum, sýndi, hvers af honum má vænta með vaxandi þroska í listinni. Óperan, hið fyrirheitna land allra söngvara. verður að sjálfsögðu fram- tíðarvettvangur Guðmundar. Hann er bú- inn flestum kostum óperusöngvarans, þ. á m. raddþolinu. Áður en ég lýk við ]æss- ar linur, vil ég taka fram þann eigin- leika, sem fáum getur dulizt, sem heyrt hafa hann syngja: Söngur lians er sann- ur og eðlilegur, gersamlega laus við til- gerð og leikaraskap. Frá náttúrunnar hendi er hann húinn svo miklum kost- um söngmannsins, að hann þarf ekki að gripa til slikra bragða. Hann er' söng- maður af guðs náð. Við slaghörpuna sat Fritz Weisshappel, og leysti hann hlutverk sitt sem undirleikari með prýði. Aímælishljómleikar Péturs Á. Jónsson- ar voru meö hátíöarsvip. Aöur en söng- urinn hófst, mælti Páll ísólfsson tónskáld nokkur orð fyrir minni söngvarans, og dvaldi hann við þann kaflann í æfi hans, er frami hans var mestur á óperusvið- um Þýzkalands, og gat þess meðal ann- ars, að frægir tónsnillingar hefðu talið sér sóma sýndan, ef Pétur var látinn syngja aðalhlutverkin í óperurn eftir þá. A eftir orðum Páls var söngmaðurinn hylltur með húrrahrópum, og svo hófst söngurinn. á söngskránni voru nokkur helztu trompin hans frá liðnum dögum, bæði óperuaríur og íslenzk lög. Það ligg- ur í hlutarins eðli, að maður með jafn glæsilegan söngvaraferil að baki sér hlýt- ur að hafa miþið til brunns að bera. Og Jjannig er það lika. En við íslendingar stöndum illa að vígi til að kunna að meta og skilja mikinn söngmann að verðleik- um, því enga höfum við óperuna. Plér ganga raddlitlir stofusöngmenn að hljóð- nemanum i útvarpinu. Hlustendur stilla siðan tæki sín, þar til röddin hljómar vel, og þykir mörgum söngur þessara mikrófóndúllara góður. í konsertsal yrði útkoman allt önnur. Einn þeirra fékk á sínum tima þann dóm fyrir söng sinn í Kaupmannahöfn, að hann hefði ,,en lille bitte Lomme Pige Tenorrþst". En hvað haldið ])ið, að yrði úr söng þeirra á óperusviðinu, ])ar sem hljómsveit leik- ur undir söngnum, stór kór syngur að baki ])eim, og á móti þeim syngja valdir raddmenn. Ég l)ýst við, að heyrast mundi ])á litið meira til þeirra en sem svari tisti, ef stigið væri á músarhala. Ég sleppi því alveg að tala um radd])olið. sem öllum óperusöngvurum er alveg nauð- synlegt, því að óperur standa klukkutím- um saman, sumar Wagneróperur fylla t. d. fimm klukkustundir. Það er einmitt á vettvangi óperunnar, sem Pétur Jóns- son var í essinu sínu. Hann hefir radd- stvrkinn, raddþolið og raddfegurðina. En þetta þrennt var þó engan veginn einhlitt til að gera hann að miklum óperusöiig- manni, því að ])að þarf meira til. Óiæru- scingmaðurinn þarf einnig að kunna að syngja eftir listarinar reglum og að geta blásið lífi i lögin. Þetta er einnig sterka hlið Péturs. Hann hefir mikinn drama- tiskan kraft í söngnum, og stílvitund hans er sterk. Hann var og sigursæll í því landinu, ])ar sem þær kröfur eru ekki aðeins gerðar, að tæknin sé í lagi, held- ur og að söngmaðurinn syngi eins og mcnntaður maður. Þegar Pétur var á bezta aldri, var ljóðrænn hreimur í hetju- tenórrödd hans. Þá Ijómaði söngurinn í hæðinni. Nú gætir þessara einkenna ekki eins mikið og áður, því raddirnar breyt- ast í fólki með aldrinum, en ennþá er raddþrótturinn sá sanii og einnig skapið. Óperuaríurnar á afmælishljómleikum hans voru sungnar með yfirburðum hins ])aulreynda söngmanns. „Sverri konung" syngur enginn íslendingur betur en hann, og sama er að segja um „Heimi" eftir Kaldalóns. Sérstaklega tilþrifamikil var meðferð hans, á „Die beiden Grenadiere" eftir Schumann. Því fer fjarri, að Pétur sé búinn að syngja sig út sem söngmað-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.