Tónlistin - 01.12.1944, Page 43

Tónlistin - 01.12.1944, Page 43
TÓXLISTIN 73 menntaður í „músíkinni“. Fyrir tilstilli I. tenórs fékk ég lánað harmóníum og tók þegar að „experimentera4' eftir eyr- anu og framdi meðal annars þrjú lög, sem karlakórinn hefir þegar sungið (guð veri mér syndugum líknsamur!). Frá því í okt.-nóv. 1943 til júní 1944 hefi ég alls frumstolið 24 smálögum ! Síðara hluta síðastliðins vetrar komst ég yfir „Flljóm- fræði“ Sigfúsar Einarssonar og hefi með harmkvælum komizt á hundavaði eina umferð yfir hana, en samt hefi ég drýgt samstígar fimmundir! Ég samdi lögin einkum i þeim tilgangi, að æfa mig í radd- setningu í vöntun annarra verkefna, en ýmsir kórfélagar vildu Iáta gefa þetta út. en ég var ]ió nógu „gáfaður" til þess að þagga niður slíkt hjal. Nú langar mig að fá að vita. hvaða leið ég á að fara til þess að fá fljótlega leiðrétt þau lög, scm máske eru þess virði, að nostrað sé við ])au.--------Það er annars leiðinlegt, að ríkið skuli ekki stofna eitt feitt emhætti handa einhverjum hinna stóru postula til þess að vera hinum „míkróskópísku“ postulaefnum eins og mér innan handar og tína eitthvað upp úr ruslinu hjá okk- ur, ef eitthvað ætilegt kynni ]iar að finn- ast. En slíkt emhætti þyrfti að vera mjög vel launað. Hvert eigum við smælkin hús- villt að snúa okkur? Ég j'rði vitaskuld með sjálfum mér harla glaður, ef eitthvað af lögum mín- um skyldi reynast frambærilegt, eftir að hafa bakazt i sterkum hreinsunareldi. Ég var satt að segja hálfhræddur um, að þetta væri illa gerjað pottbrauð við hliðina á hinum ýmsu dýrindis andans krásum og auðtuggna og auðmelta ,.biksemad“, sem horið hefir verið á horð fyrir þjóð mína að undanförnu. Þegar ég fór að ,,fikta“ við þessa st'arfsemi. val\ti ekkert sérstak- lega fyrir mér annað en það, að fylla upp tómstundir minar, ég gerði þetta mér til hugarhægðar, cn svo varð þetta ,,fix Idé“ eða nokkurskonar ,,komplex“, ég varð eins og „bidt af en gal Komponist“, og árangurinn sést væntanlega síðar. Ég hefði aldrei sýnt nokkurri sál þessi „explósíonspródúkt“ mín, ef ekki hefði viljað svo til, að Skafti Pétursson (blæ- fagur 1. tenór kórsins) heyrði mig spila eitt þessara laga án ]iess ég vissi, að hann væri nærri. Hann varð óður og upp- vægur, og áður en ég áttaði mig, var kórinn farinn að æfa lagið. Söngstjór- inn hvatti mig eindregið til þess að halda áfram, og ég hefi jafnan látið hailn heyra lögin eftir hendinni. Fortilaður kórsitls, Asgeir Gunnarsson, mjög fallegur bassa- bariton, örfaði ntig einnig á ýmsa lund. Af ]>essu má ráða velvilja kórsins í í minn garð. Skarphéöinn Þorkclsson, Höfn í Hornafiröi. Ég vil fyrir engan mun missa af „Tón- listinni", því að ég ann hljómlist og hefi leikið á harmoniku síðan eg var tíu ára gamall, en er nú hættur því og leik i * ]>ess stað á stofuorgel; það ætti að vera til á sérhverju heimili, þvi að orgelið set- ur fagran svip á heimilið, og söngurinn eykur ánægju og lifgar sálarlíf rnanna. Kristján Jónsson, Hlíðarcnda, Gcirscyri, Patrcksfiröi. Óskandi væri mjög, að „Tónlistin" gæti haldið áfram að koma út og ])yrfti ekki að hætta, eins og fyrri hlöð um sama efni. En ég veit, að hér er við ramman reip að draga. Vonandi fjölgar þeint samt óðum, sem sjá náuðsyn þess að gefa út vandað og fjölbreytt timarit um hljóm- listarmál. Bjarni Bjarnason, Brckkubœ í Hornafiröi. Ég las mér til mikillar ánægju síðasta hefti af „Tónlistinni“ (1943). Eitt af því, sem vakti athygli okkar, var bréf skálds- ins á Sandi, þar sem hann minnist m. a. á kvæðið „Ekkjan við ána“ og spyr, hvi ekki sé komið ennþá lag við þfetta kvæði, sem þjóðin hafi nú lært í nærri hálfa öld. Ég skal nú til gamans geta þess hér, til þess að sýna hvað íslenzk alþýða þráir að syngja uppáhaldsljóð sín, að hér hef- ir þetta kvæði verið sungið undir lagi

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.