Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 14

Tónlistin - 01.06.1945, Blaðsíða 14
12 TÓNLISTIN undarstökk F-A er í rauninni aðal- inntakið í lang flestunj lögum og stefjum eða „temum“ Brahms. Þessi gleiða sexund rúmar nægilega mikla tilfinningu og mátulega mikinn formkraft til þess að samlagast eðli Brahms og veita því liæfilegt svig- rúm. En tónarnir F-A-E eru máske ennþá merkari sem lýsing á lífi Brahms og innstu þrá lians, séu þeir skoðaðir sem upphafsstafir þriggja orða: „Frei aber einsam“ (frjáls en einmana). Frelsi hirtist í flugi sexundarinnar og einstæð- ingsskapur í lokatóninum E. Hreyí- ingin kemur fram í sexundartónbil- inu en kyrrstaðan á endanótunni. Hér skiptist á frelsi og líf, kúgun og dauði. Alla sína æfi var Bralnns fullkomlega frjáls þjóðfélagsþegn. Þetta frelsi var lionum jafn dýrmætt og loftið er fuglum himinsins, það gerði liann sterkan og ótrauðan í baráttu lians fyrir æðsta gildi list- arinnar og mannlegs lífs, og því hlaut hann viðurnefnið „æðsti prest- ur djrggðarinnar“. Smámunaleg lítil- mennska og auður hversdagsleiki áttu aldrei rúm í hugsanafari Brahms. Hann var konungur í stóru og máttugu ríki, og þetta konungs- ríki var hugur hans. Þegar Bach spilaði fyrir Friðrik mikla Prússa- konung, fundu menn, að tveir kon- ungar voru viðstaddir, og Beethoven var jafnan studdur af ráðum og dáð hínrta mætustu þjóðhöfðingja. Þannig liafa hin þrjú mildu B tón- listarinnar öll haldizt í hendur, þótt þrjár aldir skilji þau í sundur. Bach leiðir kirkjulegan rithátt, sem þró- azt hafði í þrjár aldir, til hinnar Ponteinn ~J\onráoiion : Síðasti áfanginn Á síðara hluta 19. aldar — frá 1872 og frarn undir aldamót — fjölgaði innfluítum hljóðfærum í landið, einkum í kirkjurnar. En sá böggull fjdgdi skammrifi, að kunnáttu þurfti til þess að fara með þau. Þetta vandamál leysti hið opinbera á þann frumstæða hátt, að alþingi veitti organleikara dómkirkjunnar í Reykjavik vissa fjárupphæð á ári, til þess að láta i té ókeypis tilsögn organleikaraefnum utan af landi, er til þeirra leituðu eftir kennslu, en áskilið, að þeir nemendur hefðu vottorð frá sóknarnefndum þess efn- is, að þeir sæktu þetta nám til þess að verða organistar við kirkju. Þekkingarstig eða próf var hreint ekki áskilið. í öðru lagi var með lögunum um sóknarnefndir þeim lögð sú skylda á herðar að útvega söngstjóra, sem að sjálfsögðu skyldi mestu fullkomnunar; Beethoven tekur hann skírðan og fágaðan af Haydn og Mozart í sína þjónustu og veitir honum óforgengilegt klass- iskt form, og Bralnns auðgar svo loks þessa tónlist með heimspeki- legri íhygli sinni og ómælisdjúpri tilfinningu. Þannig verður fyrst trú, skynsemi og form að farvegi, sem síðan tilfinningin heit og djúp renn- ur eftir án þess að áhrif liennar og kraftur slævist við þúsundfalda end- urtekningu. Þannig lifði og starfaði Johannes Bralnns.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.