blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 38
mánudagur 9. maí 2005 ! blaðið ... í Nauthólsvík Hvað á að gera í sumar? Slúðrið um okkur! Haukur Ingi Sigurðsson Ég ætla að njóta sumarsins og hjóla mikið. Aníta Jónsdóttir Vera með fjölskyldunni. Arnar Sigurðsson Ferðast um landið eftir GPS-leiðsögu- kerfinu frá Loftmyndum. Sigrún Birna Norðfjörð Ég ætla nú bara að eiga barn. Guðbjartur Sigurbergsson Bara að hjóla út um allt. Af einhveijum ástæðum fylgist öll heimsbyggðin með sumum samböndum en oft er ekki þverfótað fyrir slúðri sem berst dagslega af hinum og þessum pörum. Sjónvarpstöðin E! hefur tekið saman lista um „slúðurvænstu" samböndin í Holly- wood en þessi listi inniheldur hvorki meira né minna en 101 par. Hér eru þau 20 sambönd sem tróna á toppi hstans og dæmi nú hver fyrir sig. Aðþrengd eiginkona fékk það seint Eva Longaria, sem leikur í De- sperate Housewives þáttunum, hefur greint frá því að hún hafi ekki fengið fullnægingu fyrr en hún varð 26 ára. Hún sagðist alltaf hafa haldið að hún væri að fá það en þegar það loksins gerðist skildi hún ekki hvað var í gangi í líkama sínum. Eva, sem er þrítug, sagði jafnframt að hún tryði því að kynlífið yrði betra með aldrinum og getur ekki beðið eftir því að verða fer- tug. 1. Jennifer Lopez & Ben Affleck 2. Pamela Anderson & Tommy Lee 3. Brad Pitt & Jennifer Aniston 4. Demi Moore & Ashton Kutcher 5. Whitney Houston & Bobby Brawn 6. Julia Roberts & Lyle Lovett 7. Ellen DeGeneres & Anne Heche 8. Britney Spears & Justin Timberlake 9. Woody Allen & Soon-Yi Previn 10. John F. Kennedy jr. & Carolyn Bessette 11. Angelina Jolie & Billy Bob Thornton 12. Farrah Fawcett & Ryan O’Neal 13. Jerry Seinfeld & Shoshana Lonstein 14. Elizabeth Taylor & Richard Burton 15. Courtney Love & Kurt Cobain 16. Díana prinsessa & Karl príns 17. Hugh Grant & Liz Hurley 18. Roseanne Barr & Tom Arnold 19. John Lennon & Yoko Ono 20. Tom Cruise & Nicole Kidman Einkaþotan hans P. Diddy þurfti að nauðlenda eftir að hún varð fyrir eldingu. Rappkóngurinn var á leiðinni frá New York á fund í Miami þeg- ar atvikið varð. Sem betur fer skaðaði engan og P. Diddy náði á fundinn í tæka tíð þar sem hann mætti í silfurlituðum Rolls Royce og hélt erindi um hvernig hann byggði upp Sean Jean fatalínu sína. P. Diddy nauðlendir r 4 Jr .• V a . m v 1 í FULLKOMNU JAFNVÆGI Flottari línur og flatari magi Kljl.l’ 'M> (,IU I N Kelp and Greens Þaratöflur m/grænu tei. Flottari línur, hár, húð og neglur. Inniheldur: Kelp, Spírulína Blue Green Algae Chlorella Slimming Krómblanda. Dregur úr hungur- tilfinningu og eykur brennslu Inniheldur: Garclna Cambogia HCA Gymnema, Sylvestre Chromium iniheldur ekki: Matarllm (gelatlna) né »fni, rotvarnarefni, korn, hveiti, glúten, jólkurafurðir. - Fæst f naesta apóteki. Orlando genginr Fréttir herma að sjarmatröll- ið Orlando Bloom sé kominn með nýja gellu upp á arminn. Sú heppna heitir Vanessa og er kynnir á MTV-sjónvarpstöðinni og fyrrum „Miss Teen USA“. Það sást til þeirra skemmta sér á Manhattan og að sögn sjónarvotta létu þau mjög vel hvort að öðru. „Þau hvísluðust á, dönsuðu dónalega og létu hvort annað ekki vera. Stelpur sem reyndu að ná sambandi við Orlando voru algjörlega hunsaðar," sagði einn gestana. Vanessa stjómar þáttum eins og TRL og MTV hits í Banda- ríkjunum. Sú saga geng- ur nú um bæ- inn að Þossi, sem áður var útvarpsmaður á X-inu, sé á leiðinni á klak- ann en hann hefur verið búsetturíKaup- mannahöfn undanfarin ár. Hann mun þó ekki vera aðgerða- laus því fregnir herma að hann sé kominn í lið 365 og hafi verið ráðinn til að endurvekja X-ið. Eins og kunn- ugt er var X-inu lokað fyrir nokkrum mánuðum en nú virðist sem Gunnar Smári hafi séð að það er markaðurfyrir Rokk. X-fm kom, sá og sigraði í síðustu útvarpskönnun Gallup... Ríkiskerf ið er tæpast annálað fyrir snör handtök en í síðustu viku hélt Umhverfisráðuneytið upp á flutning sinn í ný húsakynni með glasaglaumi, fögnuði og formlegri afhendingu Halldórs Ásgrimssonar á þessari nýju starfsstöð. Flutningur- inn hófst í nóvember í fyrra. Leiðin var raunar ekki löng, úr Vonarstræt- inu í Skuggasund. Gárungar í Stjóm- arráðinu segja að ráðuneytismenn hljóti að hafa flutt hvert einasta snitti í höndunum, eitt í einu, til þess að sporna við gróðuhúsaút- blæstri sendiferðabíla... Morgunblaðsgrein Elínar G. Ólafs- dóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Kvennalistans og stöllu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um formanns- slaginn í Samfylkingunni hefur vakið nokkra athygli stjórnmálarýna. í henni gaf Elín ekkert séríega fínlega í skyn að klofningur væri fram undan í Samfylkingunni yrði Ingibjörg Sól- rún ekki formaður. Hér þykir kveða við nýjan tón en fram að þessu hafa frambjóðendurnir ítrekað að bæði muni una úrslitunum, hver sem þau verði. Aðrirtelja þó myndmál Elínar í greininni athyglisverðara því þar líkir hún Össuri Skarphéðinssyni við Pétur postula þegar hann afneitadi Jesú. Mörgum hefur þótt hástemmt lofið um Ingibjörgu Sólrúnu á vef hennar háði líkast en enginn hefur þó hingað til gengið svo langt að líkja henni við endurlausnarann Jesúm Krist, líkt og Elín gerir í trúar- játningu sinni... Inga Lind Karlsdóttir, sem býður okkur góðan dag í íslandi í bítið, var heldur betur ósátt þegar hún sá Blaðið. Henni þykir víst Btaðið vera allt of líkt Fréttablaðinu og allt of ólíkt blaðinu sem hún gaf út á 10. aldursári undir nafninu Blaðið. Hún er ekki sú eina sem hefur gefið út blað undir nafninu Blaðið því Gunn- laugur Þór gerði það einnig á sínum tíma með SUS og Ævar nokkur Ragnarsson með Flensborgarskóla. Það er því Ijóst að Blaðið þykir vera gott nafn á fréttablaði og eins og einhver vitur maður sagði: „Allt er þegar þrennt er!“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.