blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaöift blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ÍSLENDINGAR KAUPA KAUPMANNAHÖFN Pað brostu margir í gær þegar fréttist að Baugur, ásamt Straumi og Birgi Þór Bieltvedt, hefðu keypt eitt helsta stolt Kaupamannahafnar, vöruhúsið Illum á Strikinu. Þeir eru ófá- ir íslendingarnir sem reikað hafa um hæðir Illum og skoðað vöruúr- valið. Það verður að segjast eins og er að þetta nýjasta útspil Baugs kemur á óvart - fyrirfram hefðu flestir talið að þeir ættu fullt í fangi með að rétta kúrsinn á Magasin en þeir sem komið hafa þangað inn að undanförnu segja að lítið hafi breyst þrátt fyrir nýja eigendur. Það er samt full ástæða til að óska Baugsmönnum til hamingju með þessa nýju eign sem bætist í þegar digurt safn. Þeir hafa sýnt það og sannað að fáir eru þeim fremri í verslanarekstri og því verður for- vitnilegt að sjá hvort einhverjar breytingar verða gerðar á rekstri 111- um. Venjulegir íslendingar eru fyrir löngu hættir að skilja og jafnvel fylgjast með fjárfestingum Baugs sem aðallega hafa verið í Bretlandi og Danmörku að undanförnu. Þá vekur það athygli að Baugsmenn hafa ekki fylgt eftir yfirlýsingum um að þeir ætli að hafa hægt um sig í fjárfestingum á meðan réttað verður í málum þeirra hérlendis og er það í sjálfu sér gott - þeir eru saklausir þar til sekt hefur verið sönnuð og þvi ástæðulaust fyrir þá að stöðva framrás sína. Ekki er vitað hvað borga þurfti fyrir Illum en leiða má líkum að því að um sé að ræða skuldsetta yfirtöku og að lán hafi verið tekið fyrir meirihluta kaupverðsins. Slíkar yfirtökur ganga oft vel í góðæri en hrynja oft jafnhratt þegar syrta tekur í álinn og kaupendur geta ekki staðið við afborganir. I kjölfarið fara bankar að halda að sér hönd- um og menn komast í fjárþröng. I Blaðinu í dag er einmitt frétt um það að spáð sé samdrætti á evrusvæðinu og að hagvöxtur verði mun minni en áður hafi verið talið. Þetta er ekki merki um neitt efna- hagshrun en rétt er að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvenær óveðursskýin fara að hrannast upp. Baugsmenn hafa áðurbrennt sig á slæmum fjárfestingum og er nærtækast að minna á Bonus Stor- es í Bandaríkjunum sem var þungur baggi á fyrirtækinu og kostaði það milljarða króna. Baugsmenn hafa áreiðanlega lært af þeim mis- tökum, því slæm fjárfesting hjá þeim í útlöndum hefur ekki bara áhrif á afkomu fyrirtækisins, heldur gæti hún haft keðjuverkandi áhrif á okkar litla þjóðfélag i heild - slík er stærð Baugs á okkar mæli- kvarða. Svartsýni á þó ekki rétt á sér um þessar mundir - heldur rétt að óska mönnum til hamingju. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreífing: íslandspóstur. Innritun er hafin Gunnar Waage Undirbúningsdeild Professional Certificate Diploma Labor-intensive Fjarnám Allar upplýsingar í síma 865-5890 og á heimasíðu Trommuskólans Ludvig Kári www.trommuskolinn.com 14 I ÁLIT Kona og karl Margirhafalýstyfir ÉV ánægju með skipun w3 Páls Magnússonar I í stól útvarpsstjóra ■ og sú ánægja hlýtur Mk’ aðveraþeimbáðum KIsLjJHSB lyftistöng í starfi: Ágúst honum og mennta- Guðmundsson, málaráðherra sem leikstjóri réð hann. Þorgerð- ur Katrín virðist líta til fagmennsku þegar hún vegur og metur fólk i topp- stöðurnar.Vonandiverðurþaðkolleg- um hennar að fordæmi. Glyttir þarna í eitthvert kvenlegt,, element“? Er samviskusemin frekar eiginleiki kvenna en karla? Falla karl- ar oftar í þá freistni að sýna vald sitt og myndugleika? Þarna fara alhæf- ingarnar að verða vandasamar. Auð- vitað er þetta einstaklingsbundið. Ég er þó ekki frá því að þarna leynist ein ástæða þess að jafna beri kynjamun- inn í valdastólunum - önnur en sú að það sé réttlætismál, sem það er. Konur eiga það til að stjórna öðruvísi en karlar sem oft á tíðum er vafalaust kostur. Þá dettur mér í hug holdtekja karlmennskunnar, Clint Eastwood, sem er að fara að taka bíómynd úti á Reykjanesi. Spurningin sem brennur á allra vörum er þessi: Kann Chnt að meta lambagras og geldingahnapp? Almennt hafa íslenskir kvikmynda- gerðarmenn átt gott samstarf við þá sem passa upp á náttúruperlur landsins enda væri það að pissa í skó- inn sinn að ganga ekki vel um þessa leikmynd sem er endurnýtanleg til eilífðar. Það er því rétt að taka það fram að ekki verður innlendum kollegum Clints um það kennt ef skriðdrekar hans fara illa með mosa og mold- arbörð. Ef bláklukkum og holta- sóleyjum fækkar í kjördæminu vegna þessarar bíóstyrjaldar má það ekki koma þeim í koll sem næstir hyggja á islenska bíómynd. En er ekki kominn tími til að lita svo á að kvikmyndalandið Island búi yfirnáttúruauðæfumáborðviðmarg- fræg fiskimið? Ég er ekki að biðja um kvóta þó að vissulega væri indælt að vera kvikmyndakvótagreifi af Svarf- aðardal eða Hergilsey. I landslaginu sjálfu felast ákveðin hlunnindi sem ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn hafa notið góðs af, rétt eins og vestfirskir sjómenn nutu þess að búa i námunda við Halamiðin. Hér er ekki verið að fara þess á leit að útlendingar verðir reknir út úr ís- lenskri kvikmyndalögsögu. Þvert á móti er sjálfsagt að fá sem flest kvik- myndaverkefni inn í landið. Margir Islendingar njóta góðs af þessum við- skiptum og i þessu felst auglýsing fyr- ir landið, séu menn almennt á því að það þurfi auglýsingar við. Hins vegar má ekki gleymast að það er ekki sjálfgefið að fá að kvikmynda í heimalandi Clints. Þaryrði tvímæla- laust farið fram á góða umgengni um ósnortna náttúru. Ennfremur fengju innfæddir umtalsverðar tekjur af framkvæmdinni. Hér eigum við að hafa sama háttinn á. ■ Ofurlaun og örorkubætur Launaþróun lands- manna er áberandi í umræðunni núna í kjölfar birtingar álagningaskrárinn- ar frá skattinum. Vissulega er það að BjörgvinG. mörgu leyti ógeð- Sigurðsson, fellt að hægt sé að alþingismaður fara með þessum ................ hætti inn á persónulega hagi hvers og eins og dapurlegt að það sé manns gaman að velta sér upp úr tekjum eða tekjuleysi náungans. En því miður er það nauðsynlegt að upplýsingar um tekjur og gjöld liggi fyrir með þessum hætti. Gagnsæi um almenn kjör og launabil í þjóðfélaginu liggja til grundvallar þeirri samfélagssátt sem við búum við og byggjum sam- félagið á. Án sæmilegrar sáttar um fyrirkomulagið væri samfélagið i uppnámi og illvíg átök á milli stétta og hópa gegnumgangandi. Vissulega er hópur fólks í þjóð- félaginu sem hefur ofurlaun. Svim- andi hátt kaup sem venjulegan vinn- andi verkakarl eða -konu dreymir ekki einu sinni um að komast yfir eða þéna nokkru sinni á starfsævi sinni. Sumpart er þessi launaþróun afsprengi alþjóðavæðingar fjármála- fyrirtækja og í sjálfu sér ekkert við því að segja nema fagna þvi að fyrir- tækjunum skuli ganga vel og þar með þeim sem fara fyrir þeim. En allt hef- ur sín takmörk, siðleg og önnur. Það er engin sátt í samfélagi sem býr öryrkjum, mörgum eldri borg- urum og verkafólki með stutta skóla- göngu upp á það að lepja dauðann úr skel á sama tíma og ofsagróðinn æðir yfir samfélagið hjá fámennum hópi fólks. Þvert á móti þá er það til skammar og birting álagninga- skránna hjálpa þeim sem berjast fyrir jöfnuði að krefjast bóta fyrir þá sem eru af þjóðfélaginu og ráðamönnum dæmdir til að lifa af 100.000 kr. eða minna á mánuði. Sáttin svokallaða um samfélags- fyrirkomulagið gengur þvert gegn þessu. Hún á að grundvallast á því sem heimspekingurinn John Rawls kallaði „fjalldalareglú' í stórvirki sínu Kenning um réttlæti og liggur nútímalegri og frjálslyndri jafnaðar- stefnu að miklu leyti til grundvallar. Reglan kveður á um það að hverskyns ójöfnuður, í launum og öðru, rétt- lætist einungis á því að þeir sem verst hafi það fái bót sinna kjara. Þetta er hægt að heimfæra upp á marga hluti í samfélaginu. T.d. það fyrirkomulag að tilteknir einstaklingar fá heimild til þess frá þjóðinni að nýta sameig- inlegar auðlindir á borð við fisk og fallvötn. Að sjálfsögðu sjálfum sér til ábata en rétturinn til nýtingar grund- vallast samt sem áður fyrst og fremst á því að allt samfélagið hagnist á nýt- ingunni. Það er kjarni sáttarinnar. Ójöfnuðurinn í tekjum á Islandi má ekki verða til þess að rjúfa sáttina. Eyðileggja límið sem heldur samfélag- inu saman. Um leið og við fögnum því að fjármálafyrirtækjunum geng- ur vel og stjórnendur þeirra vaði um með vasa fulla af gulli þá megum við ekki gleyma þeim sem eru ekki þátt- takendur í peningaveislunni miklu. Þeim sem hafa ekki aðra framfærslu en bætur og lægstu laun og búa við mjög kröpp kjör og hafa gert frá því að Sjálfstæðisflokkurinn settist illu heilli í ríkisstjórn fyrir 14 árum síð- an. Kjörþessa fólks eru til skammar og þau verður að bæta þó að Pétur Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi haldið því fram í morgunþætti Stöðvar 2, Island í bítið, þar sem ég og hann vorum að ræða þjóðmálin þann 4. ágúst, að hann gæti vel lifað af strípuðum bótunum. Annað væri bruðl og flottræfilsháttur. Allir þeir sem nú hinsvegar draga fram Hfið á bótunum sem Pétur og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum skammta þeim sem skit úr hnefa hinsvegar vita betur. ■ Stökustund í umsjóti Péturs Stefánssonar Hefjum þáttinn á að- sendum botnum. Kári Friðriksson tónlist- armaður botnar: Nú mun verða feikna fjör á ferðalögum víða. Sjálfsagt mun nú æskan ör ótal krakka smíða. V.L. botnar: Betra að hafa handtök snör, hreinlega engu kvíða. V.L. botnar: Margirfara langtafleið íleit að heimsins gæðum. Fáum verður gatan greið en gnægð afallskyns hœðum. Magnús Hagalínsson botnar: Aðrir sérgefa gull í skeið, oggorta í/ramboðsræðum. Kári Friðriksson botnar: Lék éggrátt við minni mátt, margir áttu hjá mér bágt. Guðrún Bjarnadóttir botnar: En œtti ég bágt, ég byggð’upp mátt, á bragarháttastoðum. FH-karl botnar: Leik eigrátt við minni mátt, á margan hátt við skoðum. Pétur botnar svo: Enda brátt minn æviþátt hjá œðri máttargoðum. P. Ingólfsson frá Fagrabæ botnar úr eldri þætti: Vinstri grœnir þrasaá þingi þráfaldlega’um slœma tíð. Miggildir líttþó sumir syngi s( og æ um böl ogstríð. eru þar að vinna. Pétur yrkir um og eftir fjör helg- arinnar: Árni setti svartan flekk á sig, og efldi kraftinn er að Hreimi gleiður gekk oggaf’onum á kjaftinn. Eftir fjör og stöðugt stuð, stelpukossa’ogfleira hugsa égstundum; „Góðurguð gefðu mér kraft ímeira." Fyrripartar: Oft það sem ergir mann ósköp lítils virði. V.L. sendir hringhendan fyrri- part: Grundin brosir blómumprýdd, búin flosi vænu. Fleiri botnar og vísur bíða næstu þátta. Botnar, vísur og fyrripartar send- ist til: stokustund@vbl.is eða á Blaðið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Reinhold Richter botnar fyrripart Ekki veit ég höfund næstu vísu V.L.: Á alþingi: Löngum hátt ég lék og dátt, lífs að sáttaboðum. Ætlun þeirra ágæt var, Fellur brátt súforna sátt efndir stóðust minna. fúnum mdttarstoðum. Ofborgaðir andskotar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.