blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 13
blaöið MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2006 21 íþróttir ithrottir@bladid.net Schumacher dregur á Alonso Michael Schumacher bætti mjög stöðu sína i Formúlu 1 þegar hann fagnaði sigri í Hochenheim í Þýskalandi í gær. Hann dró þar með verulega á Fernando Alonso sem náði aðeins fimmta sæti. Eftir keppnina í gær munar því aðeins ell- efu stigum á Schumacher og Alonso en fyrir keppnina skildu sautján stig þá að. Felipe Massa varð annar og Kimi Raikkonen þriðji. Skeytin inn íslensku atvinnumennirnir í ensku úrvalsdeildinni undirbúa sig af kappi fyrir næsta tímabil: Hinn fimmtán ára gamli Björn Bergmann Sig- urðsson var í fyrsta sinn í leik- mannahóp lA þegar liðið mætti íslandsmeist- urum FH í deild- Ætlum að halda sætinu Brynjar Björn Gunnarsson segir fyrsta markmiðið hjá nýliðum Reading vera að halda sæti sínu í deildinni. Hann og Hermann Hreiðarsson vonast báðir til að enda í efri hluta deildarinnar. Hvað finnst þér um að dómarnir voru mildaðir i spillingarmálinu á ítaliu? José Antonio Reyes, leik- maður Arsenal, er á leiðinni til Real Madrid ef marka má fréttir breskra fjölmiðla um helgina. 1 blaðinu People í gær segir að stjórnendur Madr- ídarliðsins undirbúi nú tilboð í Reyes og hyggist bjóða Arsenal hvort tveggja fé og leikmann til að fá hann til sín. Þá hefur Reyes sjálfur sagt að hann vilji fara til Spánar enda líki honum lworki ensk tunga né enskt veðurfar. arleik á Akranesi í gær. Björn er enn í þriðja flokki en hefur skorað grimmt fyrir lið lA i 2. flokki í sumar. Hann er hálf- bróðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls Guðjóns- sona sem allir hafa leikið með Skagaliðinu og farið síðan út í atvinnumennsku. Landsliðsþjálfarinn Steve McClaren þarf að finna nýjan fyrirliða eftir að David Beckham afsalaði sér titlinum eftir HM í sumar. Fyrirliði Chelsea, varnarmað- urinn John Terrv, lýsti því yfir 1 vikunni að hann langi mikið til að taka við fyrir- liðabandinu. Hann segir það draum hvers leikmanns sem alist hafi upp við að fylgjast með landsliði þjóðar sinnar að gerast fyrirliði þess en það sé undir McClaren komið að finna rétta aðilann. Líklegast er að valið standi á milli Terrys annars vegar og Stevens Gerrards, fyrirliða Liverpool, hinsvegar. Brynjar Björn var á leið heim eftir æfingu þegar við náðum tali af honum og spurðum hann út í komandi leiktíð. Hvernig er stemn- ingin í ieikmannahópi Reading? „Hún er mjög góð, við erum að undirbúa okkur áfullu á Englandi þessa dagana en förum svo fljótlega til Svíþjóðar þar sem við leikum nokkra æfingaleiki. “ Ertu með hnút i maganum? „Nei, nei, Ég hlakka bara til þegar þetta brestur á loksins. Þetta er náttúrlega draumurinn og gaman að sjá hvernig okkur á eftir að vegna í deildinni." Hermann Hreiðarsson hefur á undirbúningstima- bilinu verið orðaður við mörg af stóru liðunum á Englandi enda spllað ákaflega vel með Charlton siðustu keppnistímabil. Hann er á Spánl i æfinga- ferðalagi með liði sinu. Hvernig er stemningin í leikmannahópnum? „Hún er virkilega góð, menn eru á fullu að sanna sig fyrir nýja þjálfaranum. Hann er að finna þá leikmenn sem vantar og það eru allir sþenntir." Hvernig gengur undirbúningstimabilið? „Þetta hefur verið mjög gott. Það var búinn að vera sami þjálfarinn sl. fimmtán ár og nú er mikill ferskleiki í kringum klúbbinn. Líklega var kominn tími á breytingar." Er búið að ræða sameiginlega markmið liðsins i úrvalsdeildinni? „Nei, ekkert þannig. Við ætlum auðvitað að halda okkur í topp 10." Hverjar eru þínar væntingar til timabilsins? „Að ég nái að sanna mig vel fyrir þjálfaranum og sýna að ég eigi skilið sæti í liðinu." Ertu sáttur með eigin frammistöðu á siðasta tímabili? Já, ég er mjög sáttur. Þetta var flott tímabil hjá mér.“ Ertu spenntur yfir umræðunni þess efnis að mörg félög hafi sýnt þér áhuga? Þetta er bara mikill heiður og viðurkenning á mínum störfum. Ég er greinilega að gera eitthvað rétt.“ Eitt- hvað sem gerist í þeim efnum á næstunni? Maður er nú yfirleitt síðasti maðurtil að vita hvað gerist í þessu.“ Hvernig list þér á leikmannahóp- inn? „Bara vel, við þurfum kannski tvo leikmenn til viðbótar og þá er hópurinn orðinn ansi góður." * Thomson Hver er þin spá varð- andi leiktiðina? „Ég er sannfærður að Chelsea fái samkeppni i ár, þar verða Liverpool líklegir og liðin munu vonandi tína stig af meisturunum." Hvað með nýliðana í Reading? Það er aldrei auðvelt að koma upp í úrvalsdeildina en þeir áttu frábært tímabil í fyrra. Vonandi tekst þeim að eiga jafngott tímabil í ár og spili jafnvel.“ Mér finnst að refsingin hefði átt að standa og að ekki hafi átt aö milda dómana. Mér finnst hræði- legt að liðin geti komist upp með svona lagað og því á að refsa harkalega. Greta Mjöll Samúelsdóttir Knattspyrnukona úr Breiðablik Nýliðarnir í Reading unnu sér sæti í úrvalsdeildinní á siðasta timabili og þar voru tveir islenskir leikmenn sem spiluðu stórt hlutverk í velgengni liðsins. Þetta eru landsliðsmennirnir Brynjar Björn Gunnarsson og fvar Ingimarsson. Liðið hóf undirbúningstimabilið i byrjun júli og eiga fyrsta leik í deildinni á heima- velli gegn Middlesbro- ugh 19. ágúst. Mér f innst þetta mál allt saman setja Ijótan þlett á íþróttina og kemur á óvart að jafngóð lið og þessi blandist inn í svona lagað. Þau eru það sterk og með góða leikmenn. Mér finnst að dómarn- ir hefðu átt að standa og með milduninni skín í gegn smá fyrirgefning sem þeir eiga ekkert skilið. Ef hægt er að tala um eitthvað jákvætt í þessu þá virðast leikmennirnir ekki blandast i málið. Logi Ólafsson Knattspyrnuþjálfari Ég hef ekki fylgst nógu vel með þessu, grunar að þetta sé ein stór mafía þarna í ítölsku knattspyrnunni. Það kom manni ekki á óvart að dómarnir voru mildaðir, það voru svo margir flæktir inní þetta. Freyr Sverrisson Þjáifari U-16 landsliös karla José Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, segist engar áhyggjur hafa af öllum þessum stór- stjörnum hjá félag- inu og að það sé hann sem stjórni. Leikmennirnir verði að skilja að liðið hefur alltaf forgang og þeir geti ekki hugsað meira um sjálfan sig en liðið. Nú í sumar bættist í hóp stjarnanna þegar Micheal Ball- ack og Andriy Shevchenko voru fengnir til félagsins. Er búiö að ræöa sameiginlega markmið liðsins i úrvalsdeildinni? „Til að byrja með er markmiðið að halda sér uppi og ef við getum gert betur en það væri frábært. Við þurfum að ná að byrja vel og þá er allt hægt.“ Hverjar eru þinar væntingar til tímabilsins? „Ég vona að ég fái að taka sem mestan þátt í leikjunum, við höfum ekki bætt mikið við hópinn þannig að þeir sem spiluðu lykilhlutverk í fyrra gera það vonandi áfram. Leikmannakaupin miðast við að stækka hópinn og auka breiddina. Ég reikna bara með því að taka þátt í þessu." Hvernig iist þér á leikmannahópinn? „Við erum með jafnan og góðan hóp, það er engin stjarna í liðinu og við keyrum þetta á liðsheildinni. Það er okkar styrkleiki, held ég.“ Hver er þín spá varðandi leiktiðina? „Vonandi verður hún spennandi alla leið og fleiri lið blandi sér í baráttuna. Ég væri mjög sáttur ef að við næðum að lenda í 8.-10. sæti en ef ég mætti velja þá er það auðvitað fyrsta sæti.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.