blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 blaðiö Hildur Vala Einars- dóttir vann hug og hjarta þjóðarinnar >egar hún tók )átt í Idol stjörnu- leit á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir að vera með gullfallega söngrödd vann hún ekki síst keppn- ina fyrir að vera einstaklega heill- andi og vingjarnleg stúlka. Tveimur árum síðar er Hildur Vala ekki eins og hver önnur idolstjarna heldur heilsteyptur tónlistarmaður sem er nýorðin móðir og ljómar sem aldrei fyrr. „Mér líður ótrúlega vel og þetta eru skemmtilegir tímar en sonur minn er rúmlega fjögurra vikna gam- all. Þegar ég hitti fólk á götum úti þá snúast samræðurnar bara um börn og barnauppeldi. Ég er því orðin full- gildur meðlimur," segir Hildur Vala og ítrekar að þetta sé einfaldlega dá- samlegt. „Það er huggulegt að vera heima og fara í göngutúra. Svo líða dagarnir áður en maður veit af. Mað- urinn minn ræður sínum vinnutíma og við erum bara heima að hugsa um barnið og þvo þvott.“ Myndi ekki fara í Idol í dag Hildur Vala segir að þótt það séu einungis tvö ár síðan hún tók þátt í Idol þá líði henni sem það séu tíu ár. „Það er rosalega ólíkt mér að hafa farið í svona keppni. Ég hafði aldrei séð Idol, hvorki íslenska né ameríska. Það er ótrúlega skrýtið að hugsa til þess að ég hafi í raun farið í keppnina og unnið hana. Mamma skráði mig í Idol en henni fannst að ég ætti að láta í mér heyra því mér fyndist svo gaman að syngja. Ég get stundum orðið leið á þessum idolstjörnutitli án þess að ég sé að velta því mikið fyrir mér. Ég væri náttúrlega ekki þar sem ég er í dag ef ekki væri fyrir Idol en ég held ég myndi ekki fara í svona keppni í dag. Þetta er vitanlega bara sjónvarpsþáttur og þótt ég hafi unnið keppnina þá þýðir það ekkert endi- lega að ég verði að vera poppstjarna. Ég held ég verði aldrei poppstjarna. Ég er meira fyrir órafmagnaða tón- list en ekki rosalega poppaða. Ég hef þroskast og þróast sem söngkona og sem tónlistarunnandi. Ég veit ekki al- veg á hvaða hátt en vonandi á góðan hátt. Ég er búin að gera margt og ég veit hvað ég vil.“ Húmorísk plata Hildur Vala gaf nýverið út aðra breiðskífu sína sem ber nafnið Lalala.„Á plötunni eru ný og frum- samin lög eftir nokkra mæta menn. Ég fékk prufur sem fólk í kringum mig lét mér í té og ég valdi það sem mér fannst skemmtilegt. Mér fannst dálítið skrýtið að finna til lög og setja saman á disk því mér fannst eins og ég ætti að gera þetta allt sjálf. Það var ótrúlega skemmtilegt að velja úr lög- unum og gera þau að mínum. Þótt lögin á plötunni höfði til mín þá geri ég kannski eitthvað allt annað næst. Ég gerði náttúrlega plötuna þegar ég var ólétt og ég vildi ekki neitt væmið, enga væmna texta og enga dramatík. Mér fannst þetta frekar húmorísk plata og ég lagði mikið upp úr því að hafa flotta texta og skemmtileg lög,“ segir Hildur Vala en hún tók upp plötuna á dönsku sveitabýli. „Við vorum dálítið einangruð þar því það var langt í næsta bæ. Svo var danskur kokkur þarna sem eldaði ofan í okkar en hann eldaði reyndar mikið af bei- koni og pylsum sem er ekki alveg minn uppáhaldsmatur. Þetta var samt ótrúlega huggulegt. Það var ekk- ert hægt að fara og lítið hægt að gera annað en að vera í upptökuverinu." Get ekki horft á Idol Hildur Vala segist alltaf hafa verið syngjandi þegar hún var barn. „Ég var mjög söngelskur krakki. Ég hef lítið lært að syngja og ég veit ekki hvort ég hafi áhuga á því. Eg hef eigin- lega ekki sérlega mikinn áhuga á því um þessar mundir en hver veit hvað verður síðar. Núna myndi ég frekar vilja læra á hljóðfæri,“ segir Hildur Vala sem dútlar á gítar og lærði á píanó sem krakki. „Ég vissi ekki hvernig maður átti að vera í Idol til að vinna. Það er alltaf verið að tala um einhverja staðlaða idol-týpu en maður þarf ekkert endilega að vera eins og Kelly Clarkson. Ég bjóst aldrei við að vinna þessa keppni en þegar maður byrjar verður maður kappsamur og fyllist eldmóði. Mér fannst líka eins og ég ætti að vera góð að syngja. Mér finnst það eiginlega dálítið absúrd að hugsa til þess að ég hafi unnið keppn- ina. Ég held ég eigi aldrei eftir að geta horft á upptöku af keppninni en mömmu finnst voða gaman að horfa á hana. Samt sem áður var þetta frábær tími og lærdómsríkur. Ég var að vinna hjá heimaþjónustunni áður en Idol hófst og svo var ég skráð í bókmenntafræði í Háskóla Islands sem ég gat ekki klárað þá. Ég byrjaði aftur í bókmenntafræði fyrir ári og ætla að halda eitthvað áfram eftir áramót, bara eins og ég nenni. Það er gaman að þurfa að lesa og mæta. Mér finnst bókmenntafræði mjög skemmtileg, ég hef ótrúlega gaman af bókmenntum og ég held að þetta væri það eina sem hentaði mér.“ Skapandi ferli Hildur Vala segist lítið hugsa til framtíðar heldur tekur hún bara eitt skref í einu. „Það er líka enginn sem segir að það sé nauðsynlegt að gera eina plötu á ári. Fyrri platan mín var mjög auðveld, ég valdi lög sem ég þekkti og söng þau inn. í Lalala þurfti ég að laga mig að lögunum og finna leiðir til að láta þau hljóma vel og hugsa um umgjörðina. Það var miklu veidikortid.is VVylUI r\VJ I LIU.IO 29vatnasvæði fyrír aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Hildur Vala er nýbökuð móðir og lífið gæti ekki verið betra Verð aldrei frekar skapandi ferli heldur en hitt sem var lítið mál og tók engan tíma. Ef ég geri aðra plötu þá langar mig að semja lögin sjálf en svo er spurning hvort ég geri það. Ég hef samið lög og mér finnst það skemmtilega kreíj- andi. Það er ekki beint erfitt en það er spurning hvort lögin mín séu góð. Hins vegar er skemmtilegt að takast á við það og ég hef verið að dútla við væmna ástartexta frá því ég eignaðist gítar þegar ég var unglingur." Pössum vel saman Eins og flestir vita er Hildur Vala í sambandi við Jón Ólafsson tónlistar- mann en það var töluverð umfjöllun um þau er sambandið hófst. Umfjöll- unin snerist ekki síst um aldursmun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.