blaðið

Ulloq

blaðið - 13.12.2006, Qupperneq 4

blaðið - 13.12.2006, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaðið INNLENT 15 ára ökumaður Lögreglan í Kópavogi stöðvaði i fyrrinótt 15 ára ungling undir stýri á bíl. Hann var stöövaður klukkan tvö um nóttina fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum. Hann var færður til lögreglustöðvar þar sem foreldrar sóttu hann. Sekt fyrir að aka án ökuréttinda er 10.000 krónur. Ljósaperum stolið frá eldri borgara Ljósaperum var stolið úr jólaseríu hjá eldri borgara í Keflavík um helgina. íbúi hússins hafði strengt jólaseríu hringinní kringum húsið og var næstum öllum 45 perunum stolið úr ser- íunni. Samkvæmt fréttavef Víkurfrétta hefur fleiri perum verið stolið fyrir þessi jól og telur lögreglan unglinga vera að verki. Vísitala neysluverðs hækkar Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala neysluverðs hækkað um sjö prósentustig. Vísitalan án húsnæðis hækkaði um tæp sex prósent. Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 1,5 prósent frá síðasta mánuði. Verð á nýjum bílum hækkaði um tvö prósent. Jón Bjarnason er ræðuskörungur haustþingsins: 158 sinnum í ræðustól ÞAU TÖLUÐU MINNST: Jón Bjarnason, Vinstri grænum 158sinnum Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki 133sinnum Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum 116sinnum Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni 104 sinnum Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum 104sinnum Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum 102sinnum SJALDNAST í RÆÐUSTÓL: Sigurrós Þorgrímsdóttir, Sjálfstæðisflokki 1 sinni Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki 5sinnum Gunnar Örlygsson, Sjálfstæðisflokki 6sinnum Kjartan Ólafsson, Sjálfstæðisflokki 6sinnum Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingunni 7 sinnum Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokknum 7 sinnum Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni 7sinnum 436 MÍNÚTUR Jón Bjarnason, Steingrímur J. Sígfússon, Guöjón A. Kristjánsson, Kolbrún Halldórsdóttirog Ogmundur Katrín Júlíusdóttir, Vinstri grænum Vinstri grænum Frjálslynda flokknum Jónasson, Vinstri grænum Samfylkingunni ■ Prófkjör trufluðu þingstörf ■ Stjórnarþingmenn halda sig til hlés ■ Sigurrós talaði í tvær mínútur seta bæjarstjórnar og reyta af sér ær- una með öllum tiltækum ráðum. „Éger ekki stór verktaki hér á Álfta- nesi. Á tímabili reyndi D-listinn að flæma mig í burtu á pólitískum for- sendum án þess þó að bjóða þetta út. Það gekk ekki betur en svo að menn bökkuðu til baka og hafa leitað til mín aftur,“ segir Kristján. „Odd- viti D-listans vann sjálfur í mörg ár að ýmsum framkvæmdum fyrir sveitarfélagið. Þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir enda er skipt við verktaka sem vel reynast, óháð því hvort þeir tengjast pólitík eða ekki. Það má ekki hegna mönnum fyrir afskipti af pólitík.“ OPi ALLA DAGA TIL JÓLA. Tómstundahúsið • Nethyl 2 * S. 587 0600 • www.tomstundahusid.is með skógarberjafyllingu Kœtir bragðlaukana svo um munar Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Ekki einn að framkvæmdununr Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Mér finnst mikilvægt að það komi fram að ég sit ekki einn að fram- kvæmdum sveitarfélagsins. Ég sé aðeins um viðhald á rafmagni og öðrum framkvæmdum kem ég ekki nálægt," segir Kristján Sveinbjörns- son, forseti bæjarstjórnar Álftaness. Fyrirtæki Kristjáns hefur séð um viðhald undanfarin ár fyrir sveitar- félagið án þess að útboð hafi farið fram. Samþykkt hefur verið í bæj- arstjórn að undirbúa útboð á öllu viðhaldi. Kristján segist sjá um við- hald á rafmagni þar sem óskað hafi Forseti bæjarstjórnar situr einn að framkvæmdum ■ Undarlegt aö ekkl 8é boðið út ■ Fær fjórar milljónit i irl ■ Ekkl pölltik semræöur för sSiJíi£.VK ■ Blaðið í gær. verið eftir hans þjónustu og ítrekar að í tíð meirihlutastjórnar sjálfstæð- ismanna hafi viðhaldið ekki heldur verið boðið út. Hann telur þá reyna að gera sig tortryggilegan sem for- EIMSKIP Sjá næsta afgreiðslustað á www.eimskip.is Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, fór oftast í ræðustól á ný- loknu haustþingi og talaði jafnframt lengst. Hann fór 158 sinnum í ræðu- stól og talaði í samtals 820 mínútur. „Ég er fulltrúi flokksins í fjárlaga- nefnd og það er mjög eðlilegt að ég taki þátt í umræðunni um fjárlögin sem eru stærsta mál haustþings- ins,“ segir Jón. „Það er áfram niður- skurður á fjármagni til vegamála á Vestfjörðum og Norðausturlandi og við höfum tekist mikið á um vega- málin,“ bætir Jón við og kveðst þar að auki hafa ákaflega sterkar skoð- anir um það sem betur mætti fara í öðrum málaflokkum. Jón segir haustþingið reyndar hafa mótast af prófkjörum hinna flokkanna. „Það hefur oft varla verið starfhæft vegna prófkjaranna og ráðherrarnir eru margir nýir og mjög uppteknir af sínum kosn- ingamálum. Það hefur truflað þing- störfin þegar einstaka ráðherrar hafa verið að koma sér persónulega á framfæri í málaflokkunum,“ segir hann. Sigurrós Þorgrímsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, er sá þingmaður sem sjaldnast hélt ræðu. Hún fór einu sinni í ræðustól og talaði þá í 2 mínútur. „Þetta er nú sennilega bara af því að ég stóð í prófkjörsslag auk þess sem vinna var mikil í nefndum á þessu þingi,“ segir Sigurrós sem lét meira að sér kveða í þingsal þegar hún var varaþingmaður. „Þingsalur er að vissu leyti vett- vangur stjórnarandstæðunnar. Þar er hennar tækifæri til að gagnrýna stjórnina og það er það sem hún á að gera í raun og veru,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. „Stjórnarþingmenn halda sig meira til hlés en ráðherrarnir sem eru í eldlínunni. Það er ekki ætlast til þess að stjórnarþingmenn hafi sig eins mikið í frammi í þingsal. Þeir hafa hlutverk í nefndum og þingflokkum stjórnarinnar. Þetta er þess vegna ekki óvænt mynstur," segir prófessorinn Gunnar Helgi um ræðumennsku þingmanna. Viðhald á Álftanesi: Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond VsTRÖND ' EHF. ÞAU TÖLUÐU MEST: 'úmsnjnofíHusiB i LEIKFÖNG FYRIR ALLA ALDURSHOPA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.