blaðið

Ulloq

blaðið - 13.12.2006, Qupperneq 56

blaðið - 13.12.2006, Qupperneq 56
Ullarvörur feykivinsælar Ullar- og prjónavörur hafa á ný náð feykimiklum vinældum meðal unga fólksins og þeirra sem eldri eru. Það lýsir sér í velgengni Glófa sem í tvo áratugi hefur framleitt ullarvörur á Akureyri. Salan á vör- unum frá Glófa hefur farið stigvax- andi að undanförnu og þá ekki síst sala á húfum og vettlingum. Ullar- vörur Glófa eru orðnar vinsælar til jólagjafa hér innanlands og einnig þegar finna þarf fallega og nytsam- lega jólagjöf fyrir vini og vanda- menn erlendis. „Ullarvörurnar okkar eru að koma sterkar og sterkar inn á jóla- gjafamarkaðinn," segir Logi A. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Glófa. .Ullarsokkarnir okkar eru mjög eftirsóttir en þeir eru til í mörgum gerðum. Flestir þekkja Varma-úti- vistarsokkana og einnig angórasokk- ana frá Glófa. Einnig er vaxandi sala í húfum, vettlingum og ullarsjölum og nú erum við líka með umboð fyrir Álafossteppi sem greinilega eru að ná aftur sömu vinsældum og áður sem góð og gild gjafavara.“ Sveipum okkur hlýjum teppum Álafossteppin hafa löngum þótt miklir kostagripir og óhætt að benda á þau sem frábæra jólagjöf fyrirtækja til starfsmanna og við- skiptaaðila enda er fátt notalegra á köldu kvöldi en að sveipa hlýju teppi um herðarnar. Þeir sem eru að leita að gjöf fyrir sumarbústaða- eigandann ættu að huga í alvöru að því hvort honum henti ekki einmitt Álafossteppi. Auknar vinsældir ullarvaranna hafa auðvitað haft góð áhrif á gang Glófa. Fyrirtækið var minnsti prjónavöruframleiðandi landsins fyrir um áratug en er nú orðinn sá stærsti. Fyrir ári keypti Glófi M.A. Eiríksson í Kópavogi sem m.a. mark- aðssetti og seldi ullarvörur. I mars tók Glófi að sér að markaðssetja og selja öll teppi sem ístex i Mos- fellsbæ framleiðir undir Álafoss, Icewool og Alafoss Interior-merkj- unum og fyrir skömmu keypti Glófi rekstur Prjónastofunnar Jan- usar og Saumastofunnar Tinnu í Kópavogi. í kjölfar alls þessa hefur reksturinn vaxið og dafnað og um leið sala á framleiðsluvörunum. Glófa-ullarvörurnar eru góðar jóla- gjafir og allir þurfa að eiga hlýja og góða vettlinga, sokka, húfur og sjöl til þess að verja sig fyrir vetrarveðrunum. Persónulegar gjafir Þráttfyrir að jólitt séu svo sannar- lega hátíðfriðar og Ijóss þá vill það gerast í seinni tíð að þau séu líka hátíð neysluhyggjunnar. Það telst ekki lengurflott að gefa kerti og spil heldur er nauðsynlegt aö í pakkanum góða sé leikjatölva, plasmasjónvarp eða jafnvel bíll. Það eru ekki allir sem vilja gefa slíkar gjafir en viljafrekar leita í eigin smiðju til að gera gjafirnar persónu- legri. Það eru hægt að búa til ótal gjafir með því einu að nota ímyndun- araflið og geta þær verið hver annarri skemmtilegri. Hér eru nokkrar góðar: Eitt hrós á dag Búðu til eða kauptu fallega krús sem má skreyta eða mála. Hægt er að nota síldarkrukku sem lokast aftur og mála hana fallega. Hugs- aðu um þann sem fær gjöfina og skrifaðu á blað allt jákvætt sem þér dettur í hug, svo sem dugleg/ ur, traustur vinur, skemmtileg/ur og svo framvegis. Brjóttu miðana saman og settu í krukkuna. Þar með er komin hin fullkomna hrós- krús sem viðkomandi getur dregið úr fallegt hrós daglega. Bók minninganna Klipptu út myndir af vinahópnum og límdu inn í fallega minningabók. Skrifaðu sögur eða kunnugleg orð í bókina ásamt því að líma tón- leikamiða, póstkort og margt fleira. Auk þess má fá alls konar smádót í föndurverslunum sem skemmtilegt gæti verið að líma inn í bókina líka. Eiguleg gjöf Minningabók segir meira en mörg orð og er eiguleg gjöf til margra ára Nammi namm Það er alltaf skemmtilegt að fá heimatilbúin matvæli. Hægt er að búa til konfekt, smákökur eða kökur og gefa í gjöf. Konfektið og smákökurnar má setja í fallega körfu með slaufu á eða í kökubox. Kökuna má skreyta með slaufu eða jafnvel pakka inn. List hjartans Þrátt fyrir að flestir telji sig ekki vera listamenn er lítið mál að búatil persónu- legt listaverk. Hægt er að fá ódýra striga og málningu í Söstrene Grene í Smáralind. Mál- verkið þarf ekki endilega að vera sérstaklega metnaðarfullt heldur er nóg að mála falleg mynstur. Svo lengi sem litirnir tóna saman og hjartað stjórnar penslinum er varla hægt að mistakast. Persónuleg Heimalöguð matvæli eru per- sónuleg og skemmtileg gjöf. Ljóðið lokkar Það er fátt rómantískara en heimatilbúin Ijóðabók, hvort heldur hún er til elskhuga eða góðs vinar. Ljóð hlýja mörgum um hjartarætur enda einkar persónuleg gjöf. Eins er hægt að setja Ijóð í fallegan ramma og gefa ástvinum. Fjörður • Hafnarfirði • 565 7100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.