Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 32

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 32
4 Það skiptir miklu máli fyrir framþróun mála í heiminum hverjir það eru sem stjórna stærstu embættunum, hverjir hafa áhrif á ágreiningssvæðum og hverjireru leiðtogartrúar-eða öfgahópa hverju sinni. Til þess að jafnvægi haldist á jörðinni þurfa menn að vinna saman bæði innan og milli ríkja og koma sér saman um lausnir sem henta mjög ólíkum hópum með mismunandi skoðanir. Það er því áhugavert að skoða hvaða menn verma nokkur af áhrifamestu sætum heimsins í dag, hversu mikinn stuðning þeir hafa og hvað þeir hafa að segja. GEORGE W. BUSH PAUL WOLFOWITZ OSAMA BIN LADEN Fáir aðrir hefðu trekkt milljónir manna að Rómarborg klukkustundum eftir andlátið en Jóhannes Páll páfi II og sýnir það hversu mikilvægt embættið er í hugum kaþólikka. Hann hafði gífurleg áhrif í lifanda lífi og þjónaði sem trúarleiðtogi kaþólikka í 27 ár. Á þeim tíma barðist hann hart gegn kúgun og stríði, dauðarefsingum, rasisma og skefjalausum kapítalisma svo eitthvað sé nefnt, en íhaldssöm gildi hans í samfélagsmálum voru ekki alveg jafn gleðileg. Hann var meðal annars á móti getnaðarvörnum, fóstureyðingum, skilnaði og hjónaböndum samkynhneigðra. Kardínálarnir í Vatikaninu sitja nú sveittir við að finna næsta eftirmann hans. Tony Blair hefur verið forsætisráðherra í valdatíðVerkamannaflokksinsíBretlandi frá árinu 1997 og þó að vinsældir hans fari dvínandi þar í landi, meðal annars vegna aðildarinnar að Íraksstríðinu, mælist hann með stuðning tæplega 40% kjósenda á bak við sig og mun því að öllum líkindum sigra þriðja kjörtímabilið í röð. Blair hefur verið dyggur stuðningsmaður Bush í gegnum árin og stutt hann í ýmsum utanríkismálum og stríðinu gegn hryðjuverkum. Ritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, kemur frá Ghana, en hann var kjörinn í embætti árið 1996 og situr enn. Annan hefur barist hart gegn útbreiðslu alnæmis en hefur á sama tíma verið gagnrýndurfyriraðveraof aðgerðarlaus í baráttunni gegn mannréttindabrotum víða um heim. Hann stóð þó upp gegn Bandaríkjunum og Bretum í Iraksstríðinu og sagði innrásina vera ólögmæta. Pervez Musharraff komst til valda í Pakistan í valdaráni hersins árið 1999. Auk þess að vera forseti er hann yfirmaður hersins og þrátt fyrir mjög skiptar skoðanir gegnir hann þessum tveimur embættum áfram. Ekki voru allir Pakistanar sáttir við þennan nýja leiðtoga sinn sem komst til valda á ólýðræðislegan hátt, en hann sigraði þó traustsyfirlýsingu árið 2004 með 658 athvæðum af 1170 og verður því forseti til ársins 2007. Musharraf er í góðu sambandi við Bandaríkjastjórn og hefur nú ágætan stuðning almennings heimafyrir. Tenzin Gyatso er táknmynd friðar og frelsis, en hann er fjórtándi trúarlegi og pólitíski leiðtogi búddista í Tíbet, og gengur undir nafninu Dalai Lama. Frá því að Kínverjar hertóku Tíbet og hröktu hann í útlegð hefur hann barist fyrir frelsi þjóðar sinnar og fékk meðal annars friðarverðlaun Nóbels árið 1989. Forseta Afganistans, Hamid Karzai, bíður stórt og mikið verkefni ef hann á að geta náð róað ástandið í landi sínu. Hann hefur lengi barist gegn talíbanastjórninni og vann meðal annars með Bandaríkjastjórn við að hrekja þá frá völdum. Vonir um að hægt sé að halda þingkosningar í landinu hafa þó stöðugt hrunið vegna óstöðugs ástands og það þarf sterkan leiðtoga til þess að stilla til friðar. Hvort Karzai sé rétti maðurinn í verkið er erfitt að segja en hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins og fékk 55,4% greiddra atkvæða. Menn voru misánægðir þegar Bandaríkjaforseti ákvað að útnefna Paul Wolfowitz sem næsta forstjóra Alþjóðabankans, sérstaklega þar sem hann er talinn mjög íhaldssamur og með litla reynslu af þróunarmálum en mikinn áhuga á heimsyfirráðum Bandaríkjanna í staðinn. Wolfowitz er mikill málsvari ísraels og var helsti stuðningsmaður Iraksstríðsins þegar hann var aðstoðar- varnarmálaráðherra í stjórn Bush. Sem forstjóri Alþjóðabankans mun hann þurfa að einbeita sér að mannúðlegri málum og segir að helsta verkefni sitt verði að draga úr fátækt í heiminum, þá sérstaklega í Afríku, og við verðum bara að vona að hann standi við stóru orðin. Osama bin Ladenerlíklegasteftirsóttasti maður heimsins í dag en þó að hann sé í felum nær hann að sinna starfi sínu sem leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda sem hafa borið ábyrgð á hr Pútín hefur verið forseti Rússlands frá árinu 1999 og á þeim tíma reynt að byggja upp landið og efnahaginn, styrkja George W. Bush ræður ríkjum í einu valdamesta ríki heimsins með 62,040,606 kjósendur á bak við sig. Með utanríkisstefnu sinni og stríði sínu gegn hryðjuverkum sem hefur verið vægast sagt blóðugt hefur hann gífurleg áhrif á alþjóðamál og frið í heiminum og finnst mörgum stefna hans vera alveg blygðunarlaus. Auk þess skipta Bandaríkin miklu máli varðandi gróðurhúsaáhrifin í heiminum, en Bush hefur ekki enn viljað skrifa undir Kyoto bókunina. Hann var kosinn maður ársins af Times Magazine árið 2000 og 2004 og mun halda fast um taumana í Washington í fjögur ár í viðbót. sambandið við fyrri ríki Sovétríkjanna, berjast gegn Tétsenum og halda vinsamlegu sambandi við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum. Völd Pútíns í stórveldinu eru gífurleg og menn hafa horft áhyggjuaugum á hvernig þau þjappast meira og meira á fárra hendur og sumir gagnrýnendur hafa kallað Pútín einræðisherra. Bent hefur verið á að fjölmiðlar í Rússlandi séu mjög einhliða og að aðrir frambjóðendur en Pútín fái varla nokkuð pláss, enda flestar sjónvarpsstöðvarnar ríkisreknar. Með 71% atkvæða í kosningunum árið 2004 vann hann sér þó rétt til að sitja við stjórnvölinn í fjögur ár í viðbót. Ástandið í Israel og Palestínu er skelfilegt og margir telja að lausn muni seint finnast á málunum. Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels skiptir þar vitaskuld miklu máli en hann hefur verið forsætisráðherra frá 2001. Á meðan sumir telja hann stríðsglæpamann hefur hann notið stuðnings (sraela og stuðningsmanna þeirra, en hefur þó sætt harðri gagnrýni landa sinna að undanförnu með því að vilja flytja ísraelska landnema frá Gazasvæðinu. Palestínski forsetinn Mahmoud Abbas þarf að vinna að friðarferlinu við hlið Sharons. Hann tók við embætti í janúar á þessu ári en hefur ekki náð að hafa stjórn á uppreisnarmönnum sem hafa hefnt fyrir morð á palestínskum ungmennum með því að varpa sprengjum að ísraelum. Ástandið er því enn í mikilli óvissu. Abbas sætir gagnrýni uppreisnarmanna í Palestínu sem telja hann veikan leiðtoga. Silvio Berlusconi er forsætisráðherra Ítalíu og samsteypustjórnin sem hann fór fyrir hlaut 45,4% atkvæða árið 2001. Ríkisstjórn hans hefur verið hliðholl Bandaríkjunum en margir hafa sakað hann um að vera spilltan, meðal annars vegna þess að hann á risastórt fjölmiðlaveldi í landinu. Steinunn Jakobsdóttir BROT AF ÖÐRUM MIKILVÆGUM LEIÐTOGUM í DAG: Jacques Chirac-Ákvörðun franska forsetans um að styðja ekki innrásina í írak skipti miklu máli og féll hann með því í nokkra óvild hjá Bandaríkjunum og Bretlandi. Hu Jintao - Tók við af Jiang Zemin sem forseti Kína árið 2002. Kim Jong-il - Leiðtogi Norður-Kóreu sem komst til valda í kosningum þar sem hann var eini frambjóðandinn. Hann er nánast einráður í landinu sem á við mikla erfiðleika að glíma. Gerhard Schröder- Þýski kanslarinn er búinn að vera við völd frá 1998 og var mjög andvígur Íraksstríðinu. Javier Solana - Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins og tilnefndur sem utanríkisráðherra Evrópusambandsins frá og með árinu 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.