Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.04.2012, Blaðsíða 12
12 23. apríl 2012 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Mikil umræða er nú um frumvarp um fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum. Mitt mat er að það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingar á lögunum komi ekki til með að stuðla að jafnræði, atvinnu- frelsi og nýliðun þegar kemur að nýt- ingu sjávarauðlindarinnar. Jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun getur ekki orðið þegar aðeins á að setja 5% af heildarkvóta á Íslandsmiðum - sem er ca. 400.000 þorskígildistonn - í potta. Einnig er vert að hafa í huga þegar horft ert til jafnræðis, atvinnufrelsis og nýliðunar í tengslum við fyrirhug- aðar breytingar að megnið af þeim aflaheimildum sem eru nú þegar í pott- unum og aukningin samkvæmt frum- varpsdrögunum verða nýtt af núver- andi handhöfum kvótans. Það er vegna þess að byggðakvótann geta þeir einir nýtt sem eiga veiðiheimildir fyrir vegna reglunnar um tonn á móti tonni. Þ.e.a.s. útgerðarmaður þarf sjálfur að eiga eitt tonn til að setja á móti tonni af byggðakvóta. Línuívilnun fá þeir einir sem eiga kvóta. Varðandi strandveið- arnar er það þannig að helminginn af þeim kvóta sem er í strandveiðipotti veiða þeir sem eiga kvóta fyrir, en hafa veitt hann fyrir 1. maí. Þetta gerir það að verkum að það má ætla að það verði aðeins 2% af heildar- kvótanum á Íslandsmiðum sem ætlað er að uppfylla jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar, atvinnufrelsi, nýliðun og álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í staðinn fyrir þessa pínulitu skerðingu á heimildum fá hins vegar núverandi handhafar kvótans nýting- arréttarsamning til 20 ára sem er end- urnýjanlegur með 15 ára uppsagnar- fresti. Varðandi breytingar á lögum um stjórn fiskveiða er mikilvægt að tryggja samkeppnisstöðu fiskvinnslu án útgerðar þannig að allur fiskur verði seldur í gegnum fiskmarkaði. Einnig er mikilvægt að aðskilja veiðar og vinnslu. Fjórflokkurinn virðist ekki geta né hafa vilja til að tryggja jafnræði og mannréttindi hér á landi. Það er því aðeins ein leið sem hægt er að fara til að knýja fram breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu og það er þjóðarat- kvæðagreiðsla um aflamarkskerfi eða dagakerfi. Jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun Sjávar- útvegsmál Grétar Mar Jónsson skipstjóri og fv. alþingismaður M enn sem byggt hafa þau ríki jarðar sem kölluð eru þróuð síðustu áratugi hafa tekið margfalt meiri toll af gæðum jarðar en bæði forfeður þeirra og -mæður og íbúar annarra hluta jarðarinnar. Staðan er þegar orðin þannig að hver kynslóð gengur verulega á umhverfið og skilar því til muna verr á sig komnu til næstu kynslóðar. Það er því ekki bara tímabært heldur hrein nauðsyn að snúa þessari þróun við. Gríðarleg neysla hefur sett mark sitt á líf á vesturlöndum undanfarna áratugi, neysla sem veldur mengun á lofti, jörð og vatni. Íbúar þessara landa verða því að staldra við og endurskoða fjölmarga þætti í daglegum venjum sínum. Íslendingar hafa lengi haldið í þá trú að þeir lifi í mikilli sátt við náttúruna og rétt er það að hér mengum við ekki eins mikið og annars staðar með húshitun og vatnsskortur er hér afar fátíður. Rannsóknir sýna hins vegar fram á að Íslendingar eru með neyslufrekustu þjóðum heims. Þrátt fyrir að mörgu leyti góð skilyrði þá skilur hver Íslendingur eftir sig dýpri vistspor en flestir aðrir íbúar heims. Margt kemur til en hugtakið neysla nær yfir stóran hluta. Þekkt er að einkabílafloti landsmanna er meiri en víðast hvar. Vissulega er erfiðara að byggja upp almenningssamgöngur hjá fámennri þjóð í stóru landi en þar sem fólk er fleira og býr þéttar. Engu að síður verður að auka möguleika í almenningssamgöngum jafn- hliða því að halda á spöðunum varðandi þróun á eldsneyti sem skaðar umhverfið minna en það sem nú er notað af nærri öllum bílaflotanum. Það má draga ýmsar ályktanir af heimilissorpi. Er þar mögu- lega að finna eitthvað sem betur hefði verið ókeypt? Er til dæmis keyptur of mikill matur til heimilisins? Tölur um hlutfall matvæla sem fleygt er á vesturlöndum eru geigvænlegar. Ljóst er að því meiri nýtni sem ástunduð er, ekki bara í mat heldur einnig fatnaði, húsbúnaði öllum, því minni vistspor. Þar gefur yfirleitt líka að líta mikið magn af umbúðum. Meðan neytendur láta bjóða sér að bera allar þessar umbúðir heim úr verslunum munu framleiðendur og seljendur varnings auðvitað halda áfram að bjóða þær. Hins vegar má draga úr sóuninni sem því að flokka sorp en umbúðir eru sem betur fer mjög oft úr endurvinnanlegum efnum, pappír og plasti. Með átakinu Grænum apríl er sjónum almennings beint að umhverfismálum á breiðum grundvelli. Það er afar mikilvægt og þakkarvert að benda á alla mögulega þætti, stóra sem smáa, sem hver og einn hefur í sínu valdi að breyta og skilja með því eftir sig minni vistspor. Vissulega vega margvíslegar ákvarðanir stjórnvalda um umhverfismál þungt. Umhverfisspillingarþróuninni verður hins vegar ekki snúið nema með viðhorfsbyltingu. Margt bendir til að sú bylting sé hafin og hún verður að leiða til þess að ekki aðeins apríl verði grænn heldur allir hinir mánuðirnir líka. Nauðsynleg hvatning til umhverfisvæns lífstíls: Grænn apríl, maí, júní, júlí... Fáheyrt Þau tíðindi bárust frá flokksskrifstofu Framsóknarflokksins fyrir helgi að Jónína Benediktsdóttir forstjóri væri gengin til liðs við hann. Jónína lýsti því í kjölfarið yfir að hún hygði á framboð. Leiða má getum að því að Jónínu séu ætlaðir stórir hlutir þar innanborðs, enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálaflokkar senda frá sér fréttatilkynningar um nýja meðlimi. Það er raunar alveg fáheyrt. Taumlaus valdagræðgi Þetta eru ekki fyrstu kynni Jónínu af Framsóknar- flokknum. Hún gekk í hann skömmu eftir bankahrun en yfirgaf hann í fússi vorið 2010 eftir deilur um framboðslista flokksins í Reykjavík. Fáir muna efni þeirra deilna í dag, en Jónínu var heitt í hamsi og hafði þetta að segja um málið í samtali við DV: „Ég vil ekki koma nálægt flokknum á meðan vegið er að saklausu fólki í taum- lausri valdagræðgi.“ En nú er hún komin aftur og framsóknar- menn hljóta að fagna þeirri traustsyfirlýsingu. Bjarnargreiði Ólafur Ragnar Grímsson átti marga dygga stuðnings- menn þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta. Meðal þeirra voru Einar Karl Haraldsson, Karl Th. Birgisson og Sigurður G. Guðjónsson. Í Fréttatím- anum var fullyrt að allir þessir menn hefðu nú snúið við honum baki. Sig- urður, sem hefur frá hruni eingöngu birst opinberlega til að verja málstað útrásarvíkinga, segir þetta alrangt. Ólafur njóti fulls stuðnings hans sem fyrr. Ólafur hefur nú í nokkur ár reynt að fjarlægja sig útrásinni og peningaöfl- unum. Ef Sigurður styður hann í alvöru ætti hann kannski ekki að auglýsa það mikið. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.