Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.04.2012, Blaðsíða 6
28. apríl 2012 LAUGARDAGUR6 Nú er upplagt að skella sér í helgarferð til Kaupmannahafnar á hagstæðum kjörum og láta WOW ferðir sjá um allan pakkann. Hægt er að rölta um borgina, virða fyrir sér mannlífið og njóta menningarinnar, matarins og lífsins almennt. Við biðjum að heilsa hafmeyjunni. Verð á mann í tvíbýli: 69.900 kr. Innifalið er flug með sköttum og gisting í 3 nætur með morgunverði. WOW ferðir | Grímsbæ, Efstalandi 26 | 108 Reykjavík | +354 590 3000 | wowair@wowair.is Hamingjurík helgi í Köben wowferdir.is 8.–11. júní 15.–18. júní 22.–25. júní 6.–9. júlí LÖGREGLUMÁL Fjárframlög ríkisins til lögreglunnar voru þau sömu í fyrra og árið 2007, eða um 7,2 milljarðar króna. Lögreglu- mönnum hefur fækkað um 111 á sama tímabili, en síðustu þrjú ár hafa engir nemar verið í lögreglu- skólanum eins og áður tíðkaðist. Landssamband lögreglumanna (LL) ályktaði í vikunni um að „leggja lögregluna á Íslandi niður í núverandi mynd“ sökum fjár- skorts. Ályktunin var samþykkt einróma á þingi LL. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir gilda hið sama um lögregluna og aðrar opinberar stofnanir og að hún hafi vissu- lega þurft að sæta niðurskurði. „En við vonumst til að sólin rísi á hinum efnahagslega himni og þar með vænkist hagur hennar,“ segir Ögmundur. „Ég er sammála LL um að standa vörð um löggæsluna, en leyfi mér að vekja athygli á því að það að leggja til að lögreglan verði lögð niður því hún sé orðin einskis nýt er stílbragð og það má alveg deila um hversu smekklegt það er. Eitt er víst að það er ekki raunsætt og ekki meint samkvæmt orðanna hljóðan.“ Ekinn kílómetrafjöldi lögreglu- bifreiða hefur dregist verulega saman undanfarin ár, þó mis- mikið eftir umdæmum. Mest hefur akstur dregist saman hjá em bættinu á Akranesi, eða um 55 prósent, 53 prósent hjá lög reglunni í Borgarnesi og 42 prósent hjá Blönduósslögreglunni. Hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu dróst akstur saman um 31 prósent frá 2007 til 2011. Í bráðabirgðatölum ríkislög- reglustjóra fyrir síðasta ár kemur fram að afbrotum hafi fækkað gríðarlega á milli áranna 2010 og 2011, eða um tæp 25 prósent. Kyn- ferðisbrotum og fíkniefnabrotum fjölgaði milli ára. Ekki náðist í Snorra Magnússon, formann LLí gær. sunna@frettabladid.is Ráðherra vill standa vörð um lögregluna Landssamband lögreglumanna ályktar um að láta leggja lögregluna niður í núverandi mynd. Innanríkisráðherra gagnrýnir ályktunina og kallar hana stíl- bragð. Glæpum hefur fækkað um fjórðung og fjárframlög ríkisins eru þau sömu 5,5 5,14 4,5 4,2 3,9 2007 2008 2009 2010 2011 800 700 600 500 400 300 200 100 0 712 660 712 661 652 20007 2008 2009 2010 2011 Nemar Starfandi lögreglumenn Eknir kílómetrar (milljón) Útgjöld ríkissjóðs til lögreglu (milljarðar) 2007 2008 2009 2010 2011 8 7 6 7,2 7,8 7,8 7,8 7,2 DANMÖRK Tveir sjóliðar af dönsku drottningarsnekkjunni Danne- brog voru í gær dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, fyrir rétti í Nuuk. Þeir eru á þrítugsaldri og eru sakfelldir fyrir að hafa nauðgað grænlenskri konu um borð í snekkjunni þegar hún lá við höfn í Nuuk í júlí síðastliðnum, á meðan á heimsókn Margrétar Þórhildar drottningar stóð. Vefmiðillinn Sermitsiaq.ag segir frá, en þar kemur jafnframt fram að þeir hafi verið dæmdir til skaðabótagreiðslu að upphæð 70 þúsund danskar krónur. Mennirnir áfrýjuðu báðir dómum sínum. - þj Afbrot um borð í Dannebrog: Nauðgað á skipi drottningar DANNEBROG Brotið átti sér stað um borð í snekkju drottningar á meðan á opinberri heimsókn til Grænlands stóð. REYKJAVÍKURBORG Tillaga um ýmsar breytingar á stjórnkerfi borgar- innar var lögð fram í borgarráði á fimmtudag. Sett verður á laggirnar nýtt umhverfis- og skipulags- svið og ný skrifstofa eigna og atvinnuþróunar. Jafnframt á að breyta skipuriti fyrir miðlæga stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg og stofna embætti umboðsmanns borgarbúa. „Umboðsmaðurinn fær það hlut- verk að leiðbeina borgarbúum sem telja að á sig hafi verið hallað að einhverju leyti í borgarkerfinu og vera okkur jafnframt til ráðgjafar um hvað megi betur fara ,“ segir Dagur B. Eggertsson, for- maður borgar- ráðs. Við breyting- arnar verður framkvæmda- og eignasvið lagt niður og sett undir nýtt umhverfis- og skipulagssvið sem starfa á í umboði nýs skipulags- og umhverfisráðs. Ný skrifstofa eigna og atvinnuþróunar á að taka yfir hluta verkefna framkvæmda- og eignasviðs, meðal annars málefni eignasjóðs borgarinnar. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í borgarráði sagði óvíst með fjárhagslegan ávinning af breytingum og gerði athugasemdir við vinnslu málsins. Dagur segir breytingarnar verða gerðar í áföngum og að fullu komnar til framkvæmda fyrir lok ársins. „Það verður byrjað á því að auglýsa eftir yfirmönnum yfir nýja sviðinu og skrifstofunni sem munu síðan leiða annað starfsfólk í að móta þessa nýju starfsstaði.“ - gar Borgin ætlar í umbyltingu í sviðakerfinu og breytir skipuriti stjórnsýslunnar: Auglýst eftir nýjum yfirmönnum DAGUR B. EGGERTSSON STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin hefur samþykkt, að tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur iðnaðar- og fjár- málaráðherra, að skipa ráðgjafa- hóp til að kanna möguleikana á því að leggja sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Í hópnum munu eiga sæti full- trúar allra þingflokka, aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar helstu hagsmunaaðila. Hópurinn á að skila greinargerð um málið í lok þessa árs. Sérstök verkefnis- stjórn, sem skipuð verður full- trúum stjórnvalda, mun starfa samhliða ráðgjafarhópnum. - kóp Ráðgjafahópur skipaður: Kanna lagn- ingu sæstrengs DÓMSTÓLAR Sautján ára piltur hefur verið úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald til 11. maí að kröfu lögreglunnar á höfuð borgarsvæðinu. „Pilturinn var handtekinn í Kópavogi um síðustu helgi eftir að lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás. Þar hafði hann veitt konu á þrítugsaldri áverka með hnífi,“ segir í til- kynningu lögreglu. Fram kemur að pilturinn sé vistaður á við- eigandi stofnun í samráði við barnaverndaryfirvöld. - óká Áfram í gæsluvarðhaldi: 17 ára á viðeig- andi stofnun FÓLK Krabbameinsfélagið fékk í gær rúmlega eina og hálfa milljón króna í styrk frá heilsu- vörufyrirtækinu Artasan. Fyrirtækið flytur inn Nicoti- nell nikótínvörur og ákvað að láta allan söluhagnað í mars renna til Krabbameinsfélagsins. Að sögn Krabbameinsfélagsins lét fjöldi fyrirtækja söluhagnað eða annars konar stuðning renna til átaksins Mottumars, en enn er verið að skila inn styrkjum. Heildarupphæðin verður tekin saman og eru vonir bundnar við að hún hækki töluvert. - þeb Krabbameinsfélagið fær styrk: Gáfu hagnað af sölu nikótínlyfs AFHENDING Jón Viðar Stefánsson afhenti Ragnheiði Haraldsdóttur for- stjóra Krabbameinsfélagsins styrkinn. Myndir þú vilja kafa í gjánni Silfru? JÁ 36,6% NEI 63,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að gera eigi saksókn vegna hatursáróðurs á netinu auðveldari? Segðu þína skoðun á Vísir.is. UMHVERFISMÁL Hveragerði varð í gær fyrsta samfélagið í heimin- um til þess að fá viðurkenningu sem Toucan grænt samfélag. Toucan Eco eru algjörlega umhverfisvænar hreinsivörur og allar stofnanir í Hveragerði notast nú við slík efni. Geoff Bowers, sem fann upp hreinsi- efnið, afhenti bæjarstjóra Hvera- gerðis, Aldísi Hafsteinsdóttur, viðurkenningu vegna þessa í gær. Efnið er unnið úr vatni og matar- salti og hefur verið notast við það í nokkra mánuði í bænum. - þeb Hveragerði fær viðurkenningu: Fyrsta græna samfélagið KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.