Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 40
4. maí 2012 FÖSTUDAGUR24 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Ertu ekki farinn að hlakka til EM, Haraldur? EM? Í hverju? Fótbolta, Haraldur! Ahh auðvitað! Það verður örugg- lega allt brjálað á Laugardalsvelli! Eða í Póllandi og Úkraínu! Eru einhverjir í uppáhaldi? Já, verðum við ekki að halda með Íslandi? Ísland er ekki með, Haraldur! Af hverju ekki? Við komumst ekki í gegnum undankeppnina! Er það ekki? Gleymdu að ég spurði Haraldur! Eru Manchester United með? Þeir eru nú frekar góðir! Haraldur… never- mind! Wayne Clooney! Hann er sprækur! Jæja, hækkum blinda. Fjórði sonur minn. Eitt nýra. Framtíðar-kærasta. Menn virðast vera byrjaðir að taka leikinn alvarlega. Í VERSLUNARFERÐ MEÐ LANDSLAGS- MÁLARANUM FRÆGA NANOOK NAPAWIAK Já, ég ætla að fá 50 túpur af hvítum, eggja hvítum, snjó hvítum, beinhvítum, rjómahvítum… Ég klaga þig! Þá klaga ég þig fyrir að klaga mig! Og ég klaga þig fyrir að klaga mig fyrir að klaga mig! Og? Þá klaga ég þig bara fyrir að klaga mig fyrir að klaga mig fyrir að klaga mig! Hversu lengi geta þau haldið áfram? Hverjum er ekki sama á meðan þau hafa eitthvað að gera? LÁRÉTT 2. ríki í Mið-Ameríku, 6. frá, 8. þvottur, 9. útsæði, 11. tveir eins, 12. hljóðfæri, 14. skammt, 16. kúgun, 17. bar, 18. fát, 20. persónufornafn, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. stagl, 3. stefna, 4. trjátegund, 5. eyrir, 7. heilbrigður, 10. frændbálkur, 13. umfram, 15. rótartauga, 16. tíðum, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. kúba, 6. af, 8. tau, 9. fræ, 11. rr, 12. sítar, 14. stutt, 16. ok, 17. krá, 18. fum, 20. ég, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. út, 4. barrtré, 5. aur, 7. frískur, 10. ætt, 13. auk, 15. tága, 16. oft, 19. mó. Skotgrafahernaðurinn í umræðunni er vinsælt umkvörtunarefni. Af hverju getur fólk ekki bara sameinast um skyn- samlegar lausnir, spyrja menn, af hverju þarf sífellt að rífast um allt og ekkert? Þessi gagnrýni einskorðast ekki við ákveðna hópa heldur virðist koma úr öllum áttum. Meira að segja sjálfir stjórn mála mennirnir kvarta stundum undan þessu. Það þarf ekki að lesa mikið um stjórnmálaumræðu í nágrannalöndunum til þess að komast að því að þetta er ekki séríslenskt. Þá má veita því athygli að málflutningar stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi hverju sinni er sumpart alltaf hinn sami. Jafnvel þótt sömu einstaklingarnir hafi skipt reglulega á milli þessara hlutverka og hneykslist því í raun á eigin fyrri hegðun. Í þessu samhengi má nefna þá umræðu sem fer fram í lok hvers þings um annars vegar tilraun framkvæmdavaldsins til að „keyra mál í gegnum þingið án umræðu“ og hins vegar „óþolandi málþóf stjórnar andstöðunnar.“ MÁLIÐ er einfaldlega að flestum er alls ekkert sama hvaðan gott kemur jafnvel þótt flestir myndu telja sig samþykka þeirri þekktu fullyrðingu. Það hafa rannsóknir í atferlissálfræði ítrekað leitt í ljós. Nefna má hin svokölluðu geislabaugs- áhrif sem virka þannig að við lítum síður á aðra sem samsetta persónu- leika, blöndu af jákvæðum og neikvæðum eiginleikum, og fremur á þá sem í grófum dráttum góða eða slæma. Af þeim sökum eigum við erfiðara með að samþykkja hug- mynd sem góða, jafnvel þó okkur þætti það ella, ef hún er kynnt af einstaklingi sem við erum yfirleitt ósammála. Annað skylt fyrirbrigði er svokölluð staðfestingarvilla sem má lýsa sem eins konar innri já-manni. Við leitum heldur eftir upplýsingum sem staðfesta skoðanir okkar eða tilgátur en öðrum sem kynnu að draga þær í efa. Þá túlkum við tvíræðar upplýsingar fyrir fram mynduðum skoðunum í vil. Sé það því mat okkar að stjórnmálaflokkur, -maður eða einfaldlega annar einstaklingur sé almennt á villigötum, munum við túlka flest hans verk, bæði góð og slæm, á versta veg. AÐ þessu sögðu er það ekki óeðlilegt að fólk með ólík viðhorf greini á um hvernig leysa beri vandamál og um hvert skuli stefna. Þá eru stjórnmálamenn og aðrir sem taka þátt í umræðunni að taka þátt í leik sem snýst, þegar öllu er á botninn hvolft, um að hafa áhrif. Stundum er það að ýfa upp átök bara góð leið til þess og við það þurfum við að lifa. Það getur þó verið ágætt að staldra við, líta kalt á eigin orð og loks spyrja sig hvort tilfinningarnar hafi reynst skyn- seminni yfirsterkari. Kannski breytir það engu en það er þó í það minnsta stundum hægt að komast hjá því að vera í þversögn við sjálfan sig. Sama hvaðan gott kemur Lykillinn að gera atriðin eins raunveruleg og hægt er Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, útfærir hasar- og slagsmálasenur í íslenskum bíómyndum. Hvar væru þau nú? Helstu hetjum Íslendingasagnanna kippt inn í nútímann með aðstoð Óttars Guðmundssonar geðlæknis og Halldórs Baldurssonar teiknara. Meðal annars efnis:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.