Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.07.2012, Qupperneq 22
KYNNING − AUGLÝSINGBílrúður LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is sími 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hluti stórkostlegs bílasafns Rainier fursta í Mónakó verður seldur á uppboði í Mónakó 26. júlí. Rainier fursti, sem lést árið 2005, var ástríðufullur bílasafnari og átti þegar best lét yfir 100 bíla af ýmsum tegundum og í mörgum verðflokkum. Þótt uppboðið sjálft fari fram 26. júlí gefst almenningi kostur á að skoða dýrgripina fjórum dögum fyrir uppboðið sem verður haldið í Museum Terrasses de Fontvieille í Mónakó. Ekkert lágmarksverð er sett á bílana en ekki er búist við því að þeir verði seldir ódýrt. Uppáhaldsbíll Rainier fursta var Mercedes Benz 500 SEC-AMG frá árinu 1983. Talið er að hann verði seldur á tvo til fjóra milljarða króna. Önnur glæsikerra frá árinu 1913, Panhard X19, er metin á rúmlega fimm milljarða króna. Aðrir verðmætir bílar í flotanum eru meðal annars Citroen Cabriolet 5HP frá árinu 1925, Bentley S1 frá árinu 1956 og Dodge 4 x 4 Command frá árinu 1942. Yngsti bíllinn í bíla- flotanum er fyrrnefndur Mercedes Benz 500 SEC-AMG en elsti bíllinn, Berliet C2, er frá árinu 1907. Það er sonur Rainier fursta, Albert prins í Mónakó, sem á frumkvæði að sölu bílanna þar sem rýma þarf fyrir nýjum safngripum. Glæsikerrur til sölu í Mónakó Rolls Royce frá árinu 1930 úr safni Grimaldi-fjölskyldunnar í Mónakó. ÞEGAR MÆÐIR Á BÍLRÚÐURNAR Móða á bílrúðunum er afskaplega pirrandi og getur auk þess verið stórhættuleg því hún hindrar útsýni við akstur. Ein leið til að koma í veg fyrir móðumyndun er að hafa rifu á glugganum þegar hann stendur á bílastæðinu, þannig myndast ekki móða í bílnum meðan hann bíður. Önnur er að hjóla heim úr ræktinni en setjast ekki sveittur inn í bíl, því meðan líkaminn kælir sig sest auðvitað heit gufan á rúðurnar. Sú þriðja er að takmarka inn- og útöndun farþega en það er kannski erfitt til lengdar. Blástur á framrúðuna svínvirkar en þá er jafnvel árangursríkara að nota kaldan blástur en heitan, því kælingin dregur úr raka andrúms- loftsins og dregur þar af leiðandi úr móðunni. Þið þekkið þetta úr flugvélunum - loftkælingin þar þurrkar upp húðina. Athugið einnig að miðstöðin sé stillt á ytri hringrás því annars er hreinlega verið að stuðla að móðumyndun. Svo má auðvitað þurrka rúðuna með handklæði en það er tímabundin lausn. Einnig er hægt að fá sérstaka svampa til þessa, sem skilja ekki eftir ljótar línur á rúðunni. Eitt ráð er gott fyrir veturinn: Blandið edik í vatn, í hlutföllunum einn á móti þremur og úðið á rúðurnar innanverðar og utanverðar. Þetta kemur í veg fyrir að rúðurnar kólni og frjósi. Ef vandamálið er þrálátt gæti það tengst öðrum kvillum í bílnum sjálfum. Miðstöðin gæti verið biluð, en það er mikilvægt að hún losi sig við allt umframvatn. Móða innan á bílrúðum í þurrviðri getur einnig verið vís- bending um ryð. Móða í afturrúðu hverfur með hitastrengjunum í rúðunni. Munið bara að slökkva aftur á þeim þegar móðan er horfin til að spara orku. Bílrúðutryggingar eru val-kvæðar tryggingar hér lendis og seldar með lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækis. Áður var hún kölluð framrúðutrygging og tók einungis til framrúðu bif- reiða en því var breytt samkvæmt óskum neytenda sem voru ekki sáttir við að fá eingöngu framrúðu bætta, ef til dæmis brotist var inn í bílinn eða eftir umferðarslys. Þegar brot kemur í framrúðu bíls, til dæmis eftir stein, er nauðsynlegt að láta gera við rúðuna eins fljótt og hægt er. Sé viðgerð ekki mögu- leg strax er skynsamlegt að setja svokallaðan rúðuplástur í sárið sem hægt er að nálgast ókeypis hjá flestum tryggingafélögum. Rúðu- plásturinn kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist í sárið og hægir á stækkun sprungunnar. Sé hins vegar beðið of lengi eftir viðgerð er hætt við að sprungan teygi sig um alla rúðuna með þeim afleiðingum að skipta þarf um rúðuna með til- heyrandi kostnaði. Viðgerð á bílrúðum er að öllu jöfnu ókeypis fyrir þá bíleigendur sem hafa keypt bílrúðutryggingu. Þurfi hins vegar að skipta um bíl- rúðu þarf bíleigandinn að borga sjálfsábyrgðina sem er yfirleitt 15% af fjárhæðinni. Kostnaður við bílrúðutryggingu er eðlilega mishár en gera má ráð fyrir 6500-7000 króna iðgjaldi á ári fyrir fólksbíla og jepplinga. Iðgjald fyrir jeppa er aðeins hærra eða um 7000-7500 krónur fyrir árið. Hafi bíleigendur ekki keypt bí lrúðutr yggingu fellur allur kostnaður vegna viðgerðar og rúðuskipta á þá. Þær fjárhæðir eru misháar eftir eðli viðgerða og stærð rúðunnar. Þó er hægt að áætla að hefðbundin rúðuskipti á fólksbíl kosti að lágmarki 60.000 krónur. Innihaldi rúðan aukabúnað, eins og regnskynjara, loftnet eða hita, er kostnaðurinn mun meiri. Mörg verkstæði sjá um viðgerðir og rúðu- skipti hér á landi. Í fæstum tilfellum þurfa bíleigendur að hafa samband við tryggingafyrirtæki sitt heldur sjá verkstæðin yfirleitt um öll slík samskipti. Bíleigendur mæta yfirleitt með bílinn í upphafi dags og sækja hann síðar um daginn. Bílrúðutrygging getur sparað mikla fjármuni Það getur verið dýrt fyrir bíleigendur að bera fullan kostnað af viðgerð á bílrúðum og rúðuskiptum. Bílrúðutrygging er því skynsamur kostur. Það getur borgað sig að vera með bílrúðutryggingu. Páll Gunnlaugsson, bifreiða-smíðameistari og eigandi Bílrúðumeistarans, hefur unnið við bílrúðuviðgerðir í rúm tíu ár. „Ég sérhæfi mig í bílrúðu- viðgerðum, rúðuskiptum og rúðu- ísetningum. Það er betra að gera einn hlut vel en marga hluti illa. Ég laga líka mött ljós og skipti um upphalara. Bílrúðumeistarinn var opnaður í mars í fyrra og það hefur verið nóg að gera hjá mér síðan,“ segir Páll. Hann segir að ef fólk lendir í því óláni að það brotni rúða í bíl hjá því þá sé nóg að hafa samband við hann. „Bílrúðumeistarinn er viður- kenndur aðili hjá öllum trygg- ingafélögum á Íslandi. Ég sé um öll samskipti við tryggingafélög og er í góðu samstarfi við þau. Fólk getur að sjálfsögðu sjálft haft samband við sitt félag en þarf það ekki frekar en það vill. Flestum finnst gott að ég sjái um alla pappírsvinnuna og ég býð einnig upp á aðstoð við að fylla út tjónaskýrslu. Það eina sem fólk þarf að gera er að hringja í Bíl- rúðumeistarann og panta tíma.“ Þegar þarf að skipta um rúðu í bíl þarf fólk að borga sjálfs ábyrgðina en ekki neitt ef einungis þarf að láta gera við litlar skemmdir. „Trygg- ingafélagið borgar það upp í topp. Annars þarf að greiða sjálfsábyrgð sem er fimmtán prósent af kostn- aði sem er yfirleitt á bilinu átta til tólf þúsund. Svo er framrúðan sá hlutur bifreiðarinnar sem fólk horfir mest á og mikið atriði að hún sé í toppstandi.“ „Helstu ástæður þess að rúður brotna eru fyrst og fremst stein- kast og svo eru það skemmdar- verk á hliðarrúðum vegna inn- brota,“ segir Páll. Bílnum er hægt að skila til Páls hvenær sem er sólarhrings og setja bíllykilinn inn um sér- staka lúgu fyrir lykla hjá Bílrúðu- meistaranum. „Viðgerðin tekur yfirleitt um fjóra tíma þannig að flestir koma með bílinn um morguninn og ná í hann í hádeginu eða koma með hann í hádeginu og sækja hann eftir vinnu.“ Fólk getur líka beðið á meðan gert er við bílinn. „Konan mín, Lucy, er með hárgreiðslustofuna HairDoo við hliðina á Bílrúðu- meistaranum hér á Dalvegi 18 og við erum með sameiginlega að- stöðu fyrir viðskiptavini. Fólk getur jafnvel skroppið í klippingu til hennar á meðan það bíður eftir bílnum,“ segir Páll og hlær og lofar toppgæðum og toppþjónustu hjá þeim skötuhjúum á Dalveginum. Einfalt hjá meistaranum Það eina sem þarf að gera þegar bílrúða brotnar er að panta tíma hjá Bílrúðumeistaranum. Páll Gunnlaugsson eigandi sér um samskipti við tryggingafélögin og sérhæfir sig í öllu varðandi bílrúðuskipti og -viðgerðir. Páll lofar toppgæðum og toppþjónustu í Bílrúðumeistaranum á Dalvegi. Hann sérhæfir sig í öllu varðandi bílrúður og viðgerðir á þeim. MYND/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.