Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 64
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR40 Ólíkar birtingarmyndir skugg- ans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brenni- depli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnar- borg í dag. Skia er gríska orðið yfir skugga en Guðni Tómas- son sýningar stjóri hefur valið á sýninguna verk af ýmsum toga sem fjalla á einn eða annan hátt um skuggann. „Það er áhugavert að búa sér til ramma til að vinna út frá,“ segir Guðni. „Alveg eins og með sjón- sviðið er samspil ljóss og skugga lykilatriði í myndlist. Mér fannst áhugavert að móta hugmyndina í þá átt, þótt ég hafi á endanum farið í allt aðrar áttir en ég lagði upp með. Ég ætlaði upphaflega að búa til eins konar flokka á skugga en á endanum varð útkoman mun tilfinningalegri.“ Verkin á sýningunni eru frá miðri síðustu öld til samtímans. Guðni segist hafa haft ákveðna listamenn í huga þegar hann hóf undirbúning á sýningunni. „Ég endaði síðan á því að leita í ýmsar áttir; sum verkin duttu eiginlega upp í hendurnar hjá mér en hjá öðrum var ég að leita að ákveð- inni stemningu. En í rauninni eru þetta allt listamenn sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Sýningin er er afrakstur þess að Hafnarborg býður sýningar- stjórum að senda inn tillögur að haustsýningu í safninu en þetta er í annað sinn sem það er gert. Í tengslum við sýninguna verður efnt til Skuggaleika þann 6. októ- ber en þar mætast listamenn og fræðimenn af ýmsum sviðum og kynna hugmyndir og rannsóknir af ólíkum toga sem þó fjalla allar um skuggann. Guðni lóðsar gesti um sýninguna á sunnudag. Skuggar í Hafnarborg GUÐNI TÓMASSON Hafnarborg býður sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningum og var hugmynd Guðna að Skia hlutskörpust að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LISTAMENNIRNIR SEM EIGA VERK Á SÝNINGUNNI: Elías B. Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Haraldur Jóns- son, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hringur Jóhannesson, Jóhann Briem, Katrín Elvarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Ragnar Kjartansson, Ralph Hann- am, Sigurður Árni Sigurðsson, Snorri Arinbjarnar og Þorvaldur Skúlason. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 31. ágúst 2012 ➜ Sýningar 20.00 Sýningin Skuggi, Shadow, opnar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Fjöldi lista- manna kemur að sýningunni. ➜ Tónlist 17.30 Hljómsveitin Tilbury heldur tónleika í verslun 12 Tóna við Skóla- vörðustíg. Allir velkomnir. 20.30 Bjarni Þór og félagar halda tónleika í Salnum, Kópavogi. Sérstakir gestir verða söngkonan Jónína Aradóttir og Grímu- verðlaunahafinn Þór Breiðfjörð. Miðaverð er kr. 3.300. 20.45 Tónlistar- hópurinn Reykveek spilar á stærstu raf- tónleikum sem haldnir hafa verið á Akureyri, Exodus 2012. Tón- leikarnir eru haldnir fyrir framan Hótel Kea og eru í boði Sjón- listamiðstöðvarinnar í tilefni 150 ára afmælis Akureyrar og 20 ára afmælis Listagilsins. 22.00 KK Band með nýdönsku ívafi kemur fram á Café Rosenberg. 22.00 Baraflokkurinn spilar á Græna Hattin- um, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.500. 23.00 Þungarokksveitin DIMMA heldur tónleika á Bar 11. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Dj Cyppie spilar á Glaumbar. Tilboð á barnum. 23.00 Ingvar Valgeirs- son skemmtir á Ob-La- Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um við- burði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Söngsveitin Fílharmónía sunnudaginn 2. september kl. 15 í Melaskóla. Verkefni starfsársins eru: Október: Misa Criolla eftir Ramirez og Desember: Jólatónleikar með Frostrósum Febrúar: Carmina Burana með Sinfóníuhljómsveit Íslands Apríl: Íslensk kórtónlist Júní: Ferðalag til Austurríkis kl. 19-22 á mánudagskvöldum frá og með 3. september. Magnús Ragnarsson s. 698-9926 og Lilja Árnadóttir s. 898-5290 heldur raddpróf fyrir nýja félaga Maríutónlist eftir Anders Öhrwahl. Æfingar fara fram í Melaskóla Nánari upplýsingar veita: Sjá www.filharmonia.is LEIKHÚSKORT Á VILDARKJÖRUM Arion banki býður viðskiptavinum í Vildarþjónustu Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum vildarkjörum. Gildir til og með 3. september nk. Veldu þér fjórar sýningar af spennandi efnisskrá Þjóðleikhússins og settu þær á Leikhúskortið þitt. Þú finnur allt um efnisskrá Þjóð- leikhússins á leikhusid.is. Almennt kort 10.900 kr. – fullt verð er 12.900 kr. Ungmennakort fyrir 25 ára og yngri 7.900 kr. – fullt verð er 9.900 kr. Afslátturinn gildir ef greitt er með greiðslukorti frá Arion banka. Leikhúskortin fást í miðasölu Þjóðleikhússins. Miðasalan er opin alla daga milli 12 og 18, síminn er 551 1200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.