Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 86
1. september 2012 LAUGARDAGUR58 58 menning@frettabladid.is 2007 2008 Kerfið býður upp á um 2 Mb/s hraða en hann á eftir að aukast hratt. 3G langdrægt er bylting sem veitir skjótt og öruggt samband á hafi úti. Sjómenn geta nú átt dagleg myndsímtöl við ástvini. Ofurhugar Símans berjast við náttúruöflin á Vatnajökli og hringja myndsímtal af toppi Hvannadalshnjúks. 3G netið nær yfir höfuðborgarsvæðið og Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. 3G kerfið samanstendur af 100 sendum. 3. september 2007: Fyrsta myndsímtalið á 3G netinu. Loksins hægt að horfa á sjónvarpið í símanum og fylgjast með fréttum. 12Mb • 10 GB Mb/s 2 „Ég var að vinna á upplýsingamið- stöð hér á Höfn 2003 og varð vör við að margir ferðamenn höfðu áhuga á Svavari Guðnasyni listmálara,“ segir Hornfirðingurinn Hulda Rós Sigurðardóttir sem í byrjun sumars setti upp sögusýninguna „Svavar / náttúran – sagan“ í Listasafni Hornafjarðar. Hana vann hún út frá meistaraverkefni sínu í hag- nýtri menningarstjórnun við HÍ. Nú nýlega bætti hún um betur og gekk frá upplýsingaspjöldum um Svavar við einn af fjölförnustu göngu- stígum bæjarins sem liggur með- fram Sandbakkanum og segir þau augljóslega vekja athygli. „Svavar var náfrændi minn og þess vegna er verkefnið að vissu leyti ákveðið tilfinningamál, að halda heiðri hans sem hornfirskum listamanni á lofti,“ segir Hulda Rós. Aðeins vika er þar til sögusýn- ingunni lýkur að sinni en spjöldin við Sandbakkann lifa áfram. Þar standa meðal annars þessi orð: Annars er Hornafjörður glæsi- legasta sveit Íslands – bæði þorpið og umhverfið er eins og boð skapur til málarans! Það er ekki hægt að komast hjá því að verða málari þar ef gáfur, löngun og vilji er fyrir hendi. -gun Söguskilti um Svavar Guðnason HULDA RÓS SIGURÐARDÓTTIR „Gerir sitt til að halda heiðri frænda síns Svavars Guðnasonar sem listamanns á lofti.“ MYND/BRYNJÚLFUR BRYNJÓLFSSON Starfsfólk Borgarleikhússins lýkur upp dyrum leikhússins klukkan 13 í dag og kynnir kom- andi leikár. Gestir á öllum aldri geta þá séð brot af þeim fjöl- mörgu sýningum sem í gangi verða, gægst baksviðs, farið í skoðunarferðir og bragðað á ljúffengum vöfflum sem leikhús- stjórinn Magnús Geir mun reiða fram ásamt öðru starfsfólki. Leikarar, leikstjórar, hönn- uðir og tæknifólk verða á öllum sviðum hússins, ýmist við æfingar eða sýningar, og svara spurningum sem brenna á for- vitnum leikhúsgestum. Skoppa og Skrítla skemmta í forsal, Gói og Þröstur sýna valda kafla úr ævintýrum á litla sviðinu og sjóræningjar úr Gulleyjunni sýna atriði á Stóra sviðinu. Svona mætti lengi telja og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. - gun Kynna töfra leikhússins Málþing um íslenska samtímalistfræði verður í Listasafni Reykja víkur Hafnarhúsi á morgun, sunnudag, milli klukkan 14 og 16. Þar verður fjallað um rannsóknarverkefni sem unnið hefur verið að tvö sumur sem felst í að safna, skrá og greina íslensk skrif um myndlist á síð- ustu áratugum. Að því hafa staðið fræðimenn og nemendur Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands, auk Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins og Listfræðafélagið. Þótt verkefnið sé enn skammt á veg komið er þegar farið að greina ýmis- legt markvert á grundvelli þeirra tæplega 2.000 texta sem skráðir hafa verið og skoðaðir. Í þeim má sjá nokkuð skýrt hvernig fræðileg orðræða hefur þró- ast hér á landi og hvernig hún helst í hendur við þróun myndlistarsviðsins sjálfs. Allir eru velkomnir og ókeypis er fyrir handhafa Menningarkortsins. - gun Málþing um íslensk myndlistarskrif KJÓLAR OG KORSELETT Síðasti sýningardagur á sýning- unni Tízka – kjólar og korselett í Þjóðminjasafninu er á morgun. Af því tilefni verður ókeypis leiðsögn um sýninguna klukkan tvö. Kórinn Fílharmónía leitar að söngvurum til að ganga til liðs við sig og efnir af því tilefni til radd- prufa í Melaskóla á morgun. „Okkur vantar félaga í allar raddir og hvetjum alla sem hafa áhuga á því að syngja í kór til að mæta,“ segir Lilja Árnadóttir, for- maður kórsins. Kórinn saman- stendur að jafnaði af um sjötíu félögum og æfir í Melaskóla. Vetrarstarf kórsins hefst senn og segir Lilja fjölbreytilega dagskrá fram undan. „Við syngjum fjölbreytta og skemmtilega tónleika í vetur, meðal annars með Frostrósum í desember í Eldborg og tökum þátt í tón leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í febrúar.“ Raddprufurnar á morgun byrja klukkan þrjú. Lilja hvetur áhuga- sama til að senda sér eða kórstjóra Fílharmóníu, Magnúsi Ragnars- syni, línu. Netföng þeirra eru magnus.ragnarsson@gmail.com og lilja.arnadottir@mail.com. Raddprufur hjá Fílharmóníu FÍLHARMÓNÍA Syngur meðal annars með Frostrósum í desember og með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í febrúar. NAMMI NAMM Ilmandi vöfflur verða bakaðar af miklum móð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.