Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 22
22 18. október 2012 FIMMTUDAGUR Á 19. öld fólst þjóðhollusta í sjálfstæð-isbaráttu, framfaratrú og Dana- hatri. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer! – en kannski getur hug- takið haft gildi ennþá á 21. öld: Að vera hollur þjóð sinni, vilja veg hennar sem mestan og þó einkum sem bestan, auðvitað án nokkurra illinda við annað fólk í heiminum. Mér sýnist einmitt þetta orð eiga vel við um þátttöku í atkvæðagreiðslunni um stjórn- arskrárdrögin laugardaginn 20. október. Eftir að yfir dundu fjárhagslegar, pólitískar og sál- rænar hörmungar fyrir réttum fjórum árum hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að vinna vel á nokkrum mikilsverðum svið- um. Eitt af þessu er stjórnar- skrárverkið þar sem mikill meirihluti landsmanna ákvað að endurnýja fornfá- leg og gölluð grunnlög sem eiga sinn þátt í aðdraganda hrunsins og eftirmálum. Þjóðfundur, almennt kjör stjórnlagafull- trúa, einróma niðurstaða ráðsins, vinna í þinginu og svo aftur út til þjóðarinn- ar – þegar menn líta yfir þetta og leggja til hliðar gleraugu gremjunnar og sjón- auka yfirlætisins kemur í ljós merkileg lýðræðistilraun sem hefur fætt af sér margskonar umbótatillögur í frumvarpsdrögunum frá stjórn- lagaráðinu. Erlendis er mjög spurt um þetta starf, svo sem þar sem ég hef starfað á Evr- ópuráðsþinginu í Strassborg, og þykir til fyrirmyndar. Nú erum við kvödd að kjör- borðinu til að veita leiðsögn um framhaldið. Sjálfur tel ég að það eigi hiklaust að starfa áfram á grundvelli tillagn- anna frá ráðinu. Ég fagna líka efnisspurningunum, alveg sér- staklega þeirri um þjóðareign Íslandsauðlinda. Aðrir hafa sína skoðun á þessum álitamálum, eins og gengur. Það sem skiptir mestu máli er að Íslendingar taki sem flestir þátt í að móta framtíð lands og fólks með því að taka nú afstöðu til stjórnarskrármáls- ins og greiða atkvæði hinn 20. október (eða fyrr, svo sem í Laugardalshöll 10–20 alla daga). Til þess hvet ég alla þjóðholla karla og konur. Sjálfur tel ég að það eigi hiklaust að starfa áfram á grundvelli tillagnanna frá ráðinu. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Þjóðhollusta Ný stjórnarskrá Mörður Árnason ný stjórnarskrá Ný söguskoðun Vefsíðan Áttavitinn, sem á að ná til ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára, hefur fengið Erp Eyvindarson til að fræða áhorfendur um sögu stjórnar- skrárinnar. Erpur segir frá fyrstu stjórnarskránni frá 1874 og segir síðan: „Árið 1904 fengum við heima- stjórn, 1920 fullveldi og 1944 sjálf- stæði Íslendinga.“ Þetta er athyglis- vert, þar sem Íslendingar fengu fullveldi árið 1918. Raunar höldum við upp á það fullveldi 1. desember ár hvert, en þá er almennt talið að fullveldi hafi náðst. Fullveldi unga fólksins Hins vegar tiltekur Erpur að þessi ár hafi stjórnarskránni verið breytt og er það vissulega rétt að árið 1920 var samþykkt fyrsta stjórnar- skrá Íslands eftir fullveldi. Fullveldið fékkst þó 1. desember 1918, eða vilja Erpur og Áttavitinn að fullveldi unga fólksins miðist við 18. maí, þegar stjórnarskráin var samþykkt árið 1920? Frelsi hins eina Árni Johnsen var á Beinni línu í DV í gær spurður að því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn væri meðal annars á móti lýðræði og trúfrelsi. Eðlilega sagði hann þetta öfugmæli, enda hefði flokkurinn verið höfuð- stuðningsmaður lýðræðis frá því hann barðist fyrir sjálfstæði Íslands og fyrr. Þá hefði hann, öðrum flokkum fremur, barist fyrir trúfrelsi, enda „varið þjóðkirkjuna sem höfuðstofnun trúarstarfs á Íslandi“ en það er nú einmitt það sem margir gagnrýna varðandi trúfrelsi; að eitt trúfélag sé tekið fram yfir önnur. kolbeinn@frettabladid.isÍ þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn mun þjóðin ekki kjósa um nýja stjórnarskrá, sem hefur verið lögð fyrir hana í fullbúinni mynd. Atkvæðagreiðslan er eingöngu leiðbeinandi fyrir Alþingi, sem mun óhjákvæmilega þurfa að gera breytingar á þeim drög- um stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir, sama hvernig atkvæða- greiðslan fer. Það er ekki heiðarlegt af sumum stjórnlagaráðsmönnum að gefa í skyn að samþykki þjóðin að leggja tillögu stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá, muni hún fara efnislega óbreytt í gegnum Alþingi. Í fyrsta lagi fer það náttúrlega eftir því hvernig þjóðin svarar öðrum efnislegum spurningum á kjörseðl- inum hvernig málið þróast. Í öðru lagi á Alþingi enn eftir að sinna þeirri skyldu sinni að rýna drögin efnislega og sníða af þeim ágalla. Í þriðja lagi er spurningalistinn, sem nú er lagður fyrir þjóðina, býsna handahófskenndur og meirihluti Alþingis hefur í raun aldrei rökstutt af hverju þjóðin á að svara þessum spurningum en ekki ýmsum öðrum í þessari stóru skoðanakönnun. Að minnsta kosti tvær spurningar, sem augljóslega áttu að vera á kjörseðlinum, eru ekki þar. Annars vegar er sá þáttur stjórnskipunar- innar, sem helzt hefur verið deilt um bæði fyrir og eftir hrun, hlutverk og valdsvið forsetaembættisins og þá helzt málskotsréttur forsetans. Það er í raun óskiljanlegt að engin spurning þessa efnis skuli vera á kjörseðlinum. Hins vegar hefði verið full ástæða til að spyrja þjóðina álits á þeirri ákvörðun stjórnlagaráðs að gefa svokölluðum efnahags- og félagsleg- um réttindum stóraukið vægi í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Dæmi um slík réttindi er í 23. grein draga stjórnlagaráðs, þar sem segir að allir eigi „rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er“ og að öllum skuli með lögum tryggður „rétt- ur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heil brigðisþjónustu“. Réttindi af þessu tagi eru annars eðlis en hin klassísku borgara- legu og stjórnmálalegu réttindi, til dæmis jafn atkvæðisréttur eða tjáningar- og fundafrelsi, sem snúast fyrst og fremst um að ríkið láti þegnana í friði. Efnahagslegu og félagslegu réttindin snúast um verkn- aðarskyldur ríkisins gagnvart borgurunum og eru galopin fyrir túlkun. Ætli menn að byggja rétt á þeim fyrir dómstólum eru dómararnir í raun komnir inn á svið sem til þessa hefur tilheyrt stjórnmálunum; til dæmis að kveða upp úr um hversu miklu megi kosta til að allir njóti „fullnægjandi heilbrigðisþjónustu“. Í ljósi þess að mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoð- aður 1995 og þá var þverpólitísk sátt um að halda sig fyrst og fremst við hin klassísku mannréttindi, hefði verið full ástæða til að spyrja þjóðina álits á þessum þætti draga stjórnlagaráðs. Þeir sem hefðu viljað fá að svara til dæmis þessum tveimur spurn- ingum en fá ekki eru líklegri til að segja nei við tillögum stjórnlagaráðs í heild en ella. Það er ekki ástæða til annars en að hvetja fólk til að mæta á kjörstað á laugardaginn. Kosningaréttinn á alltaf að nota. En kjósendur verða að vera meðvitaðir um að atkvæði þeirra er eingöngu til leiðbeiningar fyrir Alþingi – og veitir meira að segja fremur takmarkaða leiðsögn. Atkvæðagreiðslan veitir takmarkaða leiðsögn: Spurningarnar sem vantar Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.